Raunsæi – endilega Ari Trausti Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2017 06:00 Þegar rætt er um rafvæðingu fólksbílaflotans fyrir 2030 er mikilvægt að að hafa báða fætur á jörðinni. Nóg er af tálsýnum í stjórnmálum. Sannarlega verður að leggja mikla áherslu á þessa breytingu og hún er afar jákvætt framlag í loftslagsmálunum. En þegar greint er nákvæmlega og horft til heildar blasir við að ferlið er flóknara en svo og til eru aðrar jafn mikilvægar aðgerðir eða mikilvægari en rafvæðing fólksbíla, allt eftir samfélagsgeirum. Endurheimt votlendis og uppgræðsla illa farins lands er dæmi um það. Annað dæmi er full rafvæðing hafna. Framþróun í vistvænum samgöngum fer fram með því að nýta fjölbreyttari orkugjafa en rafmagn. Stærri vinnuvélar og stórir bílar geta og verða að skipta yfir í innlent metan, metanól og lífdísil og vetnisknúnir raffólksbílar og stórir bílar eru ein lausn af nokkrum. Loks verður að koma flota stærri skipa yfir á innlent metan, metanól og lífdísil, jafnvel vetni, en minni skip og bátar ýmist keyra á rafmagni eða innlendu eldsneyti. Íblöndun þotueldsneytis er líka kleif. Engin ein leið getur orðið einhvers konar syndaaflausn fyrir 2030, eða síðar. Í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, harðlega gagnrýndri á Alþingi, er alls ekki nægu fjármagni beint til orkuskipta eða mótvægisaðgerða gegn loftslagshlýnun. Það er deginum ljósara að 1,6 milljarða króna viðbót til umhverfismála á þremur af fimm árum áætlunarinnar, að frádregnum byggingarkostnaði gestastofa og fleiri bygginga, dugar hvergi nærri til. Í ofanálag á að skera niður framlög til umhverfismála um 300 milljón krónur í tvö ár. Til nýsköpunar reiknast um 120 milljón króna viðbótarframlög á ári að meðaltali í fimm ár og orkuskipti fá um 70 milljón króna framlag í þrjú ár. Það þarf áreiðanlega nýja forystu í því langa og flókna ferli sem orkuskiptin eru, þar sem raunsæi og þekking stjórnmálamanna, fjárframlög samfélagsins, þátttaka almennings og fyrirtækja og þekking sérfræðinga vísar veginn.Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Þegar rætt er um rafvæðingu fólksbílaflotans fyrir 2030 er mikilvægt að að hafa báða fætur á jörðinni. Nóg er af tálsýnum í stjórnmálum. Sannarlega verður að leggja mikla áherslu á þessa breytingu og hún er afar jákvætt framlag í loftslagsmálunum. En þegar greint er nákvæmlega og horft til heildar blasir við að ferlið er flóknara en svo og til eru aðrar jafn mikilvægar aðgerðir eða mikilvægari en rafvæðing fólksbíla, allt eftir samfélagsgeirum. Endurheimt votlendis og uppgræðsla illa farins lands er dæmi um það. Annað dæmi er full rafvæðing hafna. Framþróun í vistvænum samgöngum fer fram með því að nýta fjölbreyttari orkugjafa en rafmagn. Stærri vinnuvélar og stórir bílar geta og verða að skipta yfir í innlent metan, metanól og lífdísil og vetnisknúnir raffólksbílar og stórir bílar eru ein lausn af nokkrum. Loks verður að koma flota stærri skipa yfir á innlent metan, metanól og lífdísil, jafnvel vetni, en minni skip og bátar ýmist keyra á rafmagni eða innlendu eldsneyti. Íblöndun þotueldsneytis er líka kleif. Engin ein leið getur orðið einhvers konar syndaaflausn fyrir 2030, eða síðar. Í fimm ára fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, harðlega gagnrýndri á Alþingi, er alls ekki nægu fjármagni beint til orkuskipta eða mótvægisaðgerða gegn loftslagshlýnun. Það er deginum ljósara að 1,6 milljarða króna viðbót til umhverfismála á þremur af fimm árum áætlunarinnar, að frádregnum byggingarkostnaði gestastofa og fleiri bygginga, dugar hvergi nærri til. Í ofanálag á að skera niður framlög til umhverfismála um 300 milljón krónur í tvö ár. Til nýsköpunar reiknast um 120 milljón króna viðbótarframlög á ári að meðaltali í fimm ár og orkuskipti fá um 70 milljón króna framlag í þrjú ár. Það þarf áreiðanlega nýja forystu í því langa og flókna ferli sem orkuskiptin eru, þar sem raunsæi og þekking stjórnmálamanna, fjárframlög samfélagsins, þátttaka almennings og fyrirtækja og þekking sérfræðinga vísar veginn.Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboð.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar