Innlent

Rannsaka hvort bilun hafi orðið í búnaði svifvængs

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Reynisfjara er einn af vinsælustu ferðamannastöðunum á Íslandi. Oddur segist ekki vita hvort  að svifvængurinn hafi verið á vegum ferðaþjónustufyrirtækis þar sem full skráning er ekki komin inn til lögreglunnar.
Reynisfjara er einn af vinsælustu ferðamannastöðunum á Íslandi. Oddur segist ekki vita hvort að svifvængurinn hafi verið á vegum ferðaþjónustufyrirtækis þar sem full skráning er ekki komin inn til lögreglunnar. visir/vilhelm
Verið er að rannsaka slys sem átti sér stað við Reynisfjöru þegar maður lést í gærkvöldi eftir að hafa fallið til jarðar með svifvæng. Rætt var við vitni á vettvangi í gær. Maðurinn sem lést var vanur á svifvæng. Ekki er búið að hafa upp á fjölskyldu mannsins.

„Rannsóknin miðar að því að upplýsa hvort að eitthvað bilaði í búnaði eða hvort að eitthvað hafi komið fyrir manninn í fluginu. Annars vegar fer búnaður í rannsókn hjá tæknideild Lögreglu Höfuðborgarsvæðisins og hins vegar fer fram krufning á líkinu,“ segir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Suðurlandi. Þá verði einnig teknar skýrslur af vitnum sem voru með manninum í för.

Ekki er von á niðurstöðum í þessari viku.

Oddur segist ekki vita hvort  að svifvængurinn hafi verið á vegum ferðaþjónustufyrirtækis þar sem full skráning er ekki komin inn til lögreglunnar. Hann nefnir að slys sem þetta sé ekki algengt í þeirra umdæmi. 

Uppfært 14:47

Maðurinn var ekki á vegum ferðaþjónustufyrirtækis þegar slysið átti sér stað. Um er að ræða sjálfstæða ákvörðun hans að ferðast með svifvæng.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×