Willum Þór Þórsson: Í kvöld guggnaði dómarinn á því að dæma augljósa vítaspyrnu Smári Jökull Jónsson skrifar 14. ágúst 2017 21:55 Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. Vísir/Anton Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var líklega sá þjálfari, í leik KR og Vals í Pepsi-deildinni í kvöld, sem var ósáttari við stigið sem liðin urðu að sætta sig við. En var þetta gott stig eða tvö töpuð stig? „Ég veit ekki hvað skal segja, við erum að spila á móti frábæru liði. Þetta var svona toppfótbolti eins og hann gerist bestur, bæði lið komu til leiks vel skipulögð og gáfu fá færi á sér. Við vildum auðvitað taka öll stigin og fannst við fá færi til þess og í svona leik þar sem lítið skilur í milli þá vill maður fá það sem maður á skilið“. Willum var svekktur að dómari leiksins hafi ekki dæmt víti í seinni hálfleik og var spurður í kjölfarið út í það hvort að KR hafi verið heppnir á móti að missa ekki mann af velli þegar Aron Bjarki Jósepsson braut harkalega á sér í fyrri hálfleik. „Í kvöld guggnaði dómarinn á því að dæma augljósa vítaspyrnu og það er bara dýrt. Mér fannst við ekki heppnir að missa ekki mann af velli í fyrri hálfleik, Haukur Páll straujaði svona sjö eða átta manns hérna í kvöld og það var alltaf verið að tala við hann en um leið og okkar maður fer í fyrsta brot og þá er beint sveiflað gula á hann. Það er algjörlega fáránlegt, það er maður sparkaður út úr leiknum hjá okkur og það var ekki einu sinni veitt viðtal. Þeir böðluðust á okkur út um allan völl. Mér fannst þetta bara ekki boðlegt“. Willum var spurður að því hvað stigið myndi gera fyrir KR. „Við erum bara á þeim stað að taka bara einn leik í einu og gefa allt í þann leik. Við höfum verið að spila mjög vel undanfarið og það er ekkert hægt að segja á móti jafnsterku liði og Val þegar niðurstaðan er jafntefli. Þetta eru tvö frábær lið og það mátti lítið á milli mæla og þetta er niðurstaðan og hún er líklega sanngjörn“. Að lokum var Willum spurður út í aðstæðurnar í dag en hann kvartaði undan þeim í seinustu umferð en í dag voru þær frábærar. „Aðstæðurnar í dag voru frábærar og mér fannst bæði liðin mjög vel skipulögð og ég hef alveg smekk fyrir svona fótbolta. Þar sem allir gefa allt í leikinn og liðin gefa fá færi á sér, þetta var kraftmikill fótboltaleikur þannig að mér fannst þetta flottur fótbolti hérna í dag hjá báðum liðum“. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, var líklega sá þjálfari, í leik KR og Vals í Pepsi-deildinni í kvöld, sem var ósáttari við stigið sem liðin urðu að sætta sig við. En var þetta gott stig eða tvö töpuð stig? „Ég veit ekki hvað skal segja, við erum að spila á móti frábæru liði. Þetta var svona toppfótbolti eins og hann gerist bestur, bæði lið komu til leiks vel skipulögð og gáfu fá færi á sér. Við vildum auðvitað taka öll stigin og fannst við fá færi til þess og í svona leik þar sem lítið skilur í milli þá vill maður fá það sem maður á skilið“. Willum var svekktur að dómari leiksins hafi ekki dæmt víti í seinni hálfleik og var spurður í kjölfarið út í það hvort að KR hafi verið heppnir á móti að missa ekki mann af velli þegar Aron Bjarki Jósepsson braut harkalega á sér í fyrri hálfleik. „Í kvöld guggnaði dómarinn á því að dæma augljósa vítaspyrnu og það er bara dýrt. Mér fannst við ekki heppnir að missa ekki mann af velli í fyrri hálfleik, Haukur Páll straujaði svona sjö eða átta manns hérna í kvöld og það var alltaf verið að tala við hann en um leið og okkar maður fer í fyrsta brot og þá er beint sveiflað gula á hann. Það er algjörlega fáránlegt, það er maður sparkaður út úr leiknum hjá okkur og það var ekki einu sinni veitt viðtal. Þeir böðluðust á okkur út um allan völl. Mér fannst þetta bara ekki boðlegt“. Willum var spurður að því hvað stigið myndi gera fyrir KR. „Við erum bara á þeim stað að taka bara einn leik í einu og gefa allt í þann leik. Við höfum verið að spila mjög vel undanfarið og það er ekkert hægt að segja á móti jafnsterku liði og Val þegar niðurstaðan er jafntefli. Þetta eru tvö frábær lið og það mátti lítið á milli mæla og þetta er niðurstaðan og hún er líklega sanngjörn“. Að lokum var Willum spurður út í aðstæðurnar í dag en hann kvartaði undan þeim í seinustu umferð en í dag voru þær frábærar. „Aðstæðurnar í dag voru frábærar og mér fannst bæði liðin mjög vel skipulögð og ég hef alveg smekk fyrir svona fótbolta. Þar sem allir gefa allt í leikinn og liðin gefa fá færi á sér, þetta var kraftmikill fótboltaleikur þannig að mér fannst þetta flottur fótbolti hérna í dag hjá báðum liðum“.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira