Byggja nýjan sölu- og þjónustuskála á Þórshöfn Atli Ísleifsson og Gissur Sigurðsson skrifa 14. ágúst 2017 16:15 N1 hefur ákveðið að byggja nýjan sölu- og þjónustuskála á Þórshöfn í stað þess sem brann til grunna í desember. Heimamenn segja að gamli skálinn hafi þjónað hlutverki félagsmiðstöðvar í bænum og fagna þeir því að nýr skáli skuli rísa. Elías Pétursson, sveitarstjóri á Þórshöfn, segir að á fundi sveitarstjórnar fyrir helgi hafi verið lögð fram frumdrög að teikningu af nýjum þjónustuskála. „Þær voru samþykktar þar. Þær höfðu áður verið samþykktar á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar. Nú er verið að hanna húsið og verður, að því er ég best veit, byrjað að byggja í haust.“ Grillskáli N1 brann til kaldra kola í desember síðastliðinn. Var um að ræða einu bensínstöðina í byggðarlaginu og var ekkert eldsneyti til sölu í bænum um nokkra daga skeið. Verið var að vinna við framkvæmdir, meðal annars að skipta um olíutanka, þegar eldurinn kom upp.Gegndi hlutverki félagsmiðstöðvar Elías segir mikla ánægju vera í sveitarfélaginu vegna framkvæmdanna, en fyrri skálinn þjónaði að ákveðnu marki hlutverki félagsmiðstöðvar. „Það er mikil ánægja með þetta og það eru engar ýkjur að þetta var félagsmiðstöð íbúa. Þarna hittust menn, fengu sér kaffi og spjölluðu. Þannig að það var mikið tjón þegar þetta fer og þar af leiðandi er mikil ánægja með að N1 skuli hafa ákveðið að byggja nýtt hús.“Kristinn LárussonEr hann ekki mikilvægur fyrir ferðaþjónustuna þarna?„Að sjálfsögðu. Þarna er öll þjónusta sem að ferðamenn eru að fá, svo sem salernisaðstaða og svo sala á skyndifæði og smávörum. Þetta er mjög mikið atriði fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu.“ Elías segir að nýi skálinn verði í kringum 120 til 130 fermetrar. Tengdar fréttir Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn hefur misst húsið, bátinn og vinnustaðinn í eldsvoða Jón Stefánsson lögregluvarðstjóri á Þórshöfn hefur í þrígang lent í alvarlegum eldsvoða. 15. desember 2016 11:43 Eldsneyti aftur selt á Þórshöfn N1 byrjaði í gær að selja eldsneyti á Þórshöfn en Grillskálinn í bænum brann til kaldra kola aðfaranótt þriðjudags. 16. desember 2016 07:00 Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
N1 hefur ákveðið að byggja nýjan sölu- og þjónustuskála á Þórshöfn í stað þess sem brann til grunna í desember. Heimamenn segja að gamli skálinn hafi þjónað hlutverki félagsmiðstöðvar í bænum og fagna þeir því að nýr skáli skuli rísa. Elías Pétursson, sveitarstjóri á Þórshöfn, segir að á fundi sveitarstjórnar fyrir helgi hafi verið lögð fram frumdrög að teikningu af nýjum þjónustuskála. „Þær voru samþykktar þar. Þær höfðu áður verið samþykktar á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar. Nú er verið að hanna húsið og verður, að því er ég best veit, byrjað að byggja í haust.“ Grillskáli N1 brann til kaldra kola í desember síðastliðinn. Var um að ræða einu bensínstöðina í byggðarlaginu og var ekkert eldsneyti til sölu í bænum um nokkra daga skeið. Verið var að vinna við framkvæmdir, meðal annars að skipta um olíutanka, þegar eldurinn kom upp.Gegndi hlutverki félagsmiðstöðvar Elías segir mikla ánægju vera í sveitarfélaginu vegna framkvæmdanna, en fyrri skálinn þjónaði að ákveðnu marki hlutverki félagsmiðstöðvar. „Það er mikil ánægja með þetta og það eru engar ýkjur að þetta var félagsmiðstöð íbúa. Þarna hittust menn, fengu sér kaffi og spjölluðu. Þannig að það var mikið tjón þegar þetta fer og þar af leiðandi er mikil ánægja með að N1 skuli hafa ákveðið að byggja nýtt hús.“Kristinn LárussonEr hann ekki mikilvægur fyrir ferðaþjónustuna þarna?„Að sjálfsögðu. Þarna er öll þjónusta sem að ferðamenn eru að fá, svo sem salernisaðstaða og svo sala á skyndifæði og smávörum. Þetta er mjög mikið atriði fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu.“ Elías segir að nýi skálinn verði í kringum 120 til 130 fermetrar.
Tengdar fréttir Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn hefur misst húsið, bátinn og vinnustaðinn í eldsvoða Jón Stefánsson lögregluvarðstjóri á Þórshöfn hefur í þrígang lent í alvarlegum eldsvoða. 15. desember 2016 11:43 Eldsneyti aftur selt á Þórshöfn N1 byrjaði í gær að selja eldsneyti á Þórshöfn en Grillskálinn í bænum brann til kaldra kola aðfaranótt þriðjudags. 16. desember 2016 07:00 Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn hefur misst húsið, bátinn og vinnustaðinn í eldsvoða Jón Stefánsson lögregluvarðstjóri á Þórshöfn hefur í þrígang lent í alvarlegum eldsvoða. 15. desember 2016 11:43
Eldsneyti aftur selt á Þórshöfn N1 byrjaði í gær að selja eldsneyti á Þórshöfn en Grillskálinn í bænum brann til kaldra kola aðfaranótt þriðjudags. 16. desember 2016 07:00
Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01
Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00