Sú heitir Laurel Hubbard og kemur frá Nýja-Sjálandi. Hún er 39 ára og hét áður Gavin Hubbard og keppti sem karl í lyftingum. Ekki er vitað hvort hún ætli sér að taka þátt í næstu Ólympíuleikum þó svo hún megi það samkvæmt reglunum.
Sigurvegari heimsmeistaramótins var hin bandaríska Sarah Robles og hún varð um leið fyrsti bandaríski heimsmeistarinn í íþróttinni síðan 1994. Litlu munaði á henni og Hubbard sem fékk silfur.
Eftir mótið vildi Hubbard ekki gefa nein viðtöl en þjálfari Robles fór ekki leynt með andúð sína á henni.
„Hún hélt sér í burtu því hún líklega skammaðist sín. Þegar Sarah vann hana þá komu allir þjálfararnir að fagna með mér því það vildi enginn að Hubbard myndi vinna,“ sagði þjálfarinn Tim Swords.
