„Dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú“ Guðný Hrönn skrifar 21. október 2017 12:15 Franz heldur útgáfutónleika í Norræna Húsinu á sunnudaginn klukkan 21.00. vísir/stefán Tónlistamaðurinn Franz Gunnarsson heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Kaflaskila í Norræna húsinu á sunnudaginn. Franz vann plötuna í nafni sólóverkefnisins Paunkholm. Titill plötunnar vísar í nýjan lífsstíl og uppgjör við fortíðina. „Kaflaskil er þessi kynngimagnaða stund þegar þú ert búin/n með einn kafla og ert að fara byrja á þeim næsta,“ segir Franz spurður út í titil nýjustu plötu sinnar, Kaflaskila. Að sögn Franz er platan eins konar persónulegt uppgjör við þann tíma þegar hann glímdi við fíkn og fylgifiska hennar. „Neyslumunstur mitt var samofið vinnu minni sem tónlistarmaður og þegar ég loksins losnaði úr viðjum vanans, þá trúði ég því blint að ferli mínum væri lokið, að ég gæti hreinlega ekki unnið að listinni edrú. Þessi útgáfa var því að hluta til verkefni fyrir mig til að ganga úr skugga um að ég gæti þetta alveg. Og í leiðinni að kveða niður þá neikvæðu rödd sem býr innra með alkóhólistum, röddina sem sífellt reynir að gjaldfella mann og selja manni slæmar hugmyndir,“ útskýrir Franz. Hann viðurkennir að það hafi verið krefjandi viðfangsefni. „Þetta er mjög persónulegt viðfangsefni en ég ákvað strax að vera ekkert að pukrast með mín mál og í raun var það bara á endanum frelsandi og uppbyggilegt að vinna þessi lög. Erfiðast í ferlinu var að hlusta á alls konar prufuupptökur þegar ég var að velja lög úr sarpinum því þar mátti greina mann í mjög annarlegu ástandi og mikilli vanlíðan.“„Mig langaði helst til að fara inn í upptökurnar og faðma þennan mann sem augljóslega var á mjög slæmum stað.“ „Núna er þetta bara gott og blessað því að ég er að fá fregnir af því að sum laganna eru að hjálpa öðrum með sín vandamál, að fólk í svipuðum vanda tengi við þau,“ segir Franz sem tók upp nýjan lífsstíl sumarið 2015. Þá fór hann í meðferð. „Síðan þá hef ég verið í 12 spora samtökum sem var eina lausnin fyrir mig til að ná mér að rétt strik. Ég losnaði við fylgifiska fíknarinnar sem voru kvíði, þunglyndi, svefnleysi og svoleiðis leiðindi. Í dag syndi ég nánast á hverjum degi og fer í ræktina, hugleiði og hugsa um heilsuna heildstætt en það er eitthvað sem ég hefði aldrei nokkurn tíma gert í neyslu.“ Franz er himinlifandi með útkomuna, nú þegar platan er tilbúin. „Það var fallegur dagur þegar ég fékk plötuna í hendurnar. Þetta var dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú og þyrfti ekki að hætta að gera það sem ég fæddist til að gera og virkilega elska.“ Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segist vera einhverfur en ekki með geðhvarfasýki Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Sjá meira
Tónlistamaðurinn Franz Gunnarsson heldur útgáfutónleika vegna plötunnar Kaflaskila í Norræna húsinu á sunnudaginn. Franz vann plötuna í nafni sólóverkefnisins Paunkholm. Titill plötunnar vísar í nýjan lífsstíl og uppgjör við fortíðina. „Kaflaskil er þessi kynngimagnaða stund þegar þú ert búin/n með einn kafla og ert að fara byrja á þeim næsta,“ segir Franz spurður út í titil nýjustu plötu sinnar, Kaflaskila. Að sögn Franz er platan eins konar persónulegt uppgjör við þann tíma þegar hann glímdi við fíkn og fylgifiska hennar. „Neyslumunstur mitt var samofið vinnu minni sem tónlistarmaður og þegar ég loksins losnaði úr viðjum vanans, þá trúði ég því blint að ferli mínum væri lokið, að ég gæti hreinlega ekki unnið að listinni edrú. Þessi útgáfa var því að hluta til verkefni fyrir mig til að ganga úr skugga um að ég gæti þetta alveg. Og í leiðinni að kveða niður þá neikvæðu rödd sem býr innra með alkóhólistum, röddina sem sífellt reynir að gjaldfella mann og selja manni slæmar hugmyndir,“ útskýrir Franz. Hann viðurkennir að það hafi verið krefjandi viðfangsefni. „Þetta er mjög persónulegt viðfangsefni en ég ákvað strax að vera ekkert að pukrast með mín mál og í raun var það bara á endanum frelsandi og uppbyggilegt að vinna þessi lög. Erfiðast í ferlinu var að hlusta á alls konar prufuupptökur þegar ég var að velja lög úr sarpinum því þar mátti greina mann í mjög annarlegu ástandi og mikilli vanlíðan.“„Mig langaði helst til að fara inn í upptökurnar og faðma þennan mann sem augljóslega var á mjög slæmum stað.“ „Núna er þetta bara gott og blessað því að ég er að fá fregnir af því að sum laganna eru að hjálpa öðrum með sín vandamál, að fólk í svipuðum vanda tengi við þau,“ segir Franz sem tók upp nýjan lífsstíl sumarið 2015. Þá fór hann í meðferð. „Síðan þá hef ég verið í 12 spora samtökum sem var eina lausnin fyrir mig til að ná mér að rétt strik. Ég losnaði við fylgifiska fíknarinnar sem voru kvíði, þunglyndi, svefnleysi og svoleiðis leiðindi. Í dag syndi ég nánast á hverjum degi og fer í ræktina, hugleiði og hugsa um heilsuna heildstætt en það er eitthvað sem ég hefði aldrei nokkurn tíma gert í neyslu.“ Franz er himinlifandi með útkomuna, nú þegar platan er tilbúin. „Það var fallegur dagur þegar ég fékk plötuna í hendurnar. Þetta var dagurinn sem ég áttaði mig á því að ég get gert þetta edrú og þyrfti ekki að hætta að gera það sem ég fæddist til að gera og virkilega elska.“
Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Lífið Irv Gotti er látinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Þriðja barn Gisele komið í heiminn Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segist vera einhverfur en ekki með geðhvarfasýki Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Sjá meira