Vinnustaður er námsstaður Kristín Þóra Harðardóttir skrifar 6. desember 2017 07:00 Breytingar á vinnumarkaði, fjórða iðnbyltingin, stafræn bylting, framtíðarvinnumarkaður, vélmenni og gervigreind eru áskoranir sem samfélagið stendur frammi fyrir. Móta þarf stefnu um hvernig mæta skal örum tæknibreytingum og horfum um að vélar muni vinna stóran hluta þeirra starfa sem fólk sinnir nú. Samfélagið og vinnumarkaðurinn hafa gengið í gegnum miklar og hraðar breytingar á undanförnum áratugum en hraði þeirra er nú meiri en áður hefur þekkst. Margir eiga erfitt með að aðlagast nýjum aðstæðum í yfirstandandi ölduróti umbreytinga og tækninýjunga. Það tók símann 75 ár að ná til 50 milljóna notenda en Facebook 3,5 ár að ná til sama fjölda. Tölvuleikurinn Angry Birds náði til 50 milljón notenda á rúmum mánuði! Áhrif yfirstandandi breytinga á líf fólks eru að mestu ófyrirséð. Á skömmum tíma hafa orðið miklar breytingar á því hvaða hæfni og menntun telst nauðsynleg til að halda samfélaginu gangandi. Ekki er langt síðan að mikilvægasta hæfnin tengdist grunnþörfum, s.s. matvælavinnslu og klæðagerð, en nú og í framtíðinni er þekking á ýmiss konar hugbúnaði mikilvægust. Formlega skólakerfið getur ekki, og á alls ekki í flestum tilfellum, að þjálfa fólk til ákveðinna verka. Sú menntun á sér stað á vinnustöðum úti í atvinnulífinu. Fyrirtæki þurfa að vera virk við sí- og endurmenntun starfsmanna sinna samhliða tæknibreytingum. Menntun til ákveðinna starfa er þegar farin að flytjast inn í atvinnulífið – vinnustaðurinn á og þarf að vera námsstaður. Áherslan á vinnustaðinn sem námsstað dregur ekki úr mikilvægi formlega skólakerfisins. Í grunnskóla og að hluta í framhaldsskóla eiga nemendur að læra það sem tekur langan tíma og það sem ekki verður lagt undir mælistiku um hæfni á ákveðnum sviðum. Endurmenntun á vinnustað hefur gjarnan það markmið að starfsmaður tileinki sér færni við að ná tökum á nýrri tækni eða verklagi en markmiðið í formlega skólakerfinu er víðtækara. Þrátt fyrir hraða nútímans verður sumt ekki numið á hraðferð. Færni í tónlist, tungumálum og íþróttum verður aðeins náð með áralangri ástundun. Formlega skólakerfið þarf að undirbúa fólk fyrir síbreytilegan heim. Þeir eiginleikar sem vinnumarkaðurinn mun kalla eftir í framtíðinni eru framúrskarandi samskiptahæfni, hæfni til að takast á við breytingar og tileinka sér ný viðhorf og tækni, hæfileiki til að vinna með öðrum, sveigjanleiki og gagnrýnin hugsun. Fram undan eru spennandi tímar og yngri kynslóðir mæta nýjum áskorunum með opnum huga og tileinka sér nýja tækni um leið og hún er aðgengileg. Í áskorunum tæknibyltingarinnar felast endalaus tækifæri fyrir atvinnulífið sem nýta þarf í góðri samvinnu aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda. Höfundur er lögmaður hjá Samtökum atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Breytingar á vinnumarkaði, fjórða iðnbyltingin, stafræn bylting, framtíðarvinnumarkaður, vélmenni og gervigreind eru áskoranir sem samfélagið stendur frammi fyrir. Móta þarf stefnu um hvernig mæta skal örum tæknibreytingum og horfum um að vélar muni vinna stóran hluta þeirra starfa sem fólk sinnir nú. Samfélagið og vinnumarkaðurinn hafa gengið í gegnum miklar og hraðar breytingar á undanförnum áratugum en hraði þeirra er nú meiri en áður hefur þekkst. Margir eiga erfitt með að aðlagast nýjum aðstæðum í yfirstandandi ölduróti umbreytinga og tækninýjunga. Það tók símann 75 ár að ná til 50 milljóna notenda en Facebook 3,5 ár að ná til sama fjölda. Tölvuleikurinn Angry Birds náði til 50 milljón notenda á rúmum mánuði! Áhrif yfirstandandi breytinga á líf fólks eru að mestu ófyrirséð. Á skömmum tíma hafa orðið miklar breytingar á því hvaða hæfni og menntun telst nauðsynleg til að halda samfélaginu gangandi. Ekki er langt síðan að mikilvægasta hæfnin tengdist grunnþörfum, s.s. matvælavinnslu og klæðagerð, en nú og í framtíðinni er þekking á ýmiss konar hugbúnaði mikilvægust. Formlega skólakerfið getur ekki, og á alls ekki í flestum tilfellum, að þjálfa fólk til ákveðinna verka. Sú menntun á sér stað á vinnustöðum úti í atvinnulífinu. Fyrirtæki þurfa að vera virk við sí- og endurmenntun starfsmanna sinna samhliða tæknibreytingum. Menntun til ákveðinna starfa er þegar farin að flytjast inn í atvinnulífið – vinnustaðurinn á og þarf að vera námsstaður. Áherslan á vinnustaðinn sem námsstað dregur ekki úr mikilvægi formlega skólakerfisins. Í grunnskóla og að hluta í framhaldsskóla eiga nemendur að læra það sem tekur langan tíma og það sem ekki verður lagt undir mælistiku um hæfni á ákveðnum sviðum. Endurmenntun á vinnustað hefur gjarnan það markmið að starfsmaður tileinki sér færni við að ná tökum á nýrri tækni eða verklagi en markmiðið í formlega skólakerfinu er víðtækara. Þrátt fyrir hraða nútímans verður sumt ekki numið á hraðferð. Færni í tónlist, tungumálum og íþróttum verður aðeins náð með áralangri ástundun. Formlega skólakerfið þarf að undirbúa fólk fyrir síbreytilegan heim. Þeir eiginleikar sem vinnumarkaðurinn mun kalla eftir í framtíðinni eru framúrskarandi samskiptahæfni, hæfni til að takast á við breytingar og tileinka sér ný viðhorf og tækni, hæfileiki til að vinna með öðrum, sveigjanleiki og gagnrýnin hugsun. Fram undan eru spennandi tímar og yngri kynslóðir mæta nýjum áskorunum með opnum huga og tileinka sér nýja tækni um leið og hún er aðgengileg. Í áskorunum tæknibyltingarinnar felast endalaus tækifæri fyrir atvinnulífið sem nýta þarf í góðri samvinnu aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda. Höfundur er lögmaður hjá Samtökum atvinnulífsins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun