Á hlíðarlínunni Ellert B. Schram skrifar 6. desember 2017 07:00 Ný ríkisstjórn hefur verið skipuð. Við óskum henni góðs gengis, þótt stjórnarsáttmálinn varðandi málefni eldri borgara sé rýr, miðað við kosningaloforðin. Jú, frítekjumarkinu er breytt, fólk getur aflað sér viðbótartekna upp í 100 þúsund krónur mánaðarlega, án þess að sú upphæð sé dregin frá greiðslum frá almannatryggingum. Ég leyfi mér að fullyrða að sú breyting náðist fram fyrir baráttu og málflutning samtaka eldri borgara landsins. Það er spor í rétta átt og svo er tekið fram í stjórnarsáttmálanum að „kerfið“ verði endurskoðað. Gott og vel, vonandi tekur það ekki tíu ár (eins og síðast) að leggja fram breytingar á mannréttindum og lífskjörum þeirra, sem sitja við „bætur“, sem eru (vel) illa undir framfærslumörkum. Staðreyndin er sú, að enn er langt í land hvað elstu borgarana varðar. Málflutningi og kröfum eldri borgara um margvíslegar leiðréttingar hefur því miður ekki verið sinnt sem skyldi. Jú, ýjað er að því að leggja eigi meiri peninga í hjúkrunarrými í þágu eldri borgara til að efla þjónustu og bæta lífsskilyrði aldraðra. Veita afslátt, lækka verð á meðölum, hjúkrun og almennri þjónustu. Vonandi er þetta ekki sýnd veiði en ekki gefin, eins og svo oft áður. Við megum ekki gleyma þeirri staðreynd að meðalaldur hækkar, fleiri og fleiri eldast og spár um hækkandi aldur komandi kynslóða blasa við. Með öðrum orðum, við erum ekki einvörðungu að tala um gamla fólkið í dag, heldur líka á morgun og á komandi árum. Það er skylda stjórnmálanna og ríkisvaldsins að hlynna að fólkinu, sem náð hefur og nær háum aldri. Núlifandi og komandi kynslóðum. Þetta viðfangsefni snýst ekki eingöngu um mína jafnaldra, heldur framtíðina að auki. Ég óska nýrri ríkisstjórn farsældar og skora á fulltrúa hennar, að hlusta á og virða af alvöru, samtök, talsmenn og aldraða sjálfa, þegar kemur að þjónustu og lífskjörum eldri borgara. Þeir eiga það skilið, þeir eiga það inni. Við sitjum að vísu á hliðarlínunni, en við eigum málstað og réttlæti, sem á erindi við þá sem ráða. Tökum nú höndum saman, þið á vellinum, við á hliðarlínunni. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur verið skipuð. Við óskum henni góðs gengis, þótt stjórnarsáttmálinn varðandi málefni eldri borgara sé rýr, miðað við kosningaloforðin. Jú, frítekjumarkinu er breytt, fólk getur aflað sér viðbótartekna upp í 100 þúsund krónur mánaðarlega, án þess að sú upphæð sé dregin frá greiðslum frá almannatryggingum. Ég leyfi mér að fullyrða að sú breyting náðist fram fyrir baráttu og málflutning samtaka eldri borgara landsins. Það er spor í rétta átt og svo er tekið fram í stjórnarsáttmálanum að „kerfið“ verði endurskoðað. Gott og vel, vonandi tekur það ekki tíu ár (eins og síðast) að leggja fram breytingar á mannréttindum og lífskjörum þeirra, sem sitja við „bætur“, sem eru (vel) illa undir framfærslumörkum. Staðreyndin er sú, að enn er langt í land hvað elstu borgarana varðar. Málflutningi og kröfum eldri borgara um margvíslegar leiðréttingar hefur því miður ekki verið sinnt sem skyldi. Jú, ýjað er að því að leggja eigi meiri peninga í hjúkrunarrými í þágu eldri borgara til að efla þjónustu og bæta lífsskilyrði aldraðra. Veita afslátt, lækka verð á meðölum, hjúkrun og almennri þjónustu. Vonandi er þetta ekki sýnd veiði en ekki gefin, eins og svo oft áður. Við megum ekki gleyma þeirri staðreynd að meðalaldur hækkar, fleiri og fleiri eldast og spár um hækkandi aldur komandi kynslóða blasa við. Með öðrum orðum, við erum ekki einvörðungu að tala um gamla fólkið í dag, heldur líka á morgun og á komandi árum. Það er skylda stjórnmálanna og ríkisvaldsins að hlynna að fólkinu, sem náð hefur og nær háum aldri. Núlifandi og komandi kynslóðum. Þetta viðfangsefni snýst ekki eingöngu um mína jafnaldra, heldur framtíðina að auki. Ég óska nýrri ríkisstjórn farsældar og skora á fulltrúa hennar, að hlusta á og virða af alvöru, samtök, talsmenn og aldraða sjálfa, þegar kemur að þjónustu og lífskjörum eldri borgara. Þeir eiga það skilið, þeir eiga það inni. Við sitjum að vísu á hliðarlínunni, en við eigum málstað og réttlæti, sem á erindi við þá sem ráða. Tökum nú höndum saman, þið á vellinum, við á hliðarlínunni. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun