Íslenska bókin er innflutt og handverk gæti glatast úr landi Sveinn Arnarsson skrifar 6. desember 2017 07:00 Íslendingar telja sig bókhneigða. Nú er svo komið að prentun harðspjaldabóka mun að mestu leggjast af á Íslandi á næsta ári. vísir/vilhelm Í jólabókaflóðinu í ár eru 202 titlar prentaðir á Íslandi. Það er fækkun um 70 titla frá árinu áður. Aðeins einn af hverjum þremur titlum er prentaður hér á landi. Í Kína, Slóveníu, Finnlandi, Lettlandi og Eistlandi eru samtals prentaðir 268 titlar fyrir íslenska jólabókaflóðið í ár.Georg Páll Skúlason, formaður GrafíuLjóst er að með breytingum hjá prentsmiðjunni Odda, þess eðlis að þeir muni hætta að prenta harðspjaldabækur strax í byrjun næsta árs, er ljóst að nánast öll prentun fyrir jólabókaflóðið mun flytjast úr landi. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir þetta ekki heppilega þróun. Hann hafi í lengstu lög reynt að prenta bækur hér á landi. Mikilvægt sé að handverkið, prentun og bókband, glatist ekki hér á landi. „Þetta er ekki heillavænlegt fyrir okkur Íslendinga, sem viljum kenna okkur við að vera bókaþjóð, að prentun sé alfarið að flytjast úr landi. Það er mjög mikilvægt að þetta handverk glatist ekki,“ segir Egill Örn.Egill Örn Jóhannsson, Framkvæmdarstjóri Forlagsins„Einnig erum við að klóra okkur í kollinum yfir hvernig endurprentun eldri titla verður hjá okkur þegar Oddi getur ekki lengur prentað fyrir okkur,“ bætir Egill Örn við. Georg Páll Skúlason, formaður Grafíu sem er félag bókagerðarmanna, segist hafa áhyggjur af því að enn meiri prentun streymi úr landi. Fáir mennti sig í iðngreininni, prentun og bókbandi til að mynda, og af því hefur Georg Páll sérstakar áhyggjur. „Það verður mjög erfitt að viðhalda þeirri þekkingu sem þarf ef áfram heldur sem horfir í prentuninni. En þetta er víst partur af samkeppninni við útlönd að ódýrari markaðir gera prentsmiðjum hér á landi erfitt fyrir,“ segir Georg Páll. Grafía harmaði á sínum tíma ákvörðun Odda um að hætta harðspjaldaprentun hér á landi. Hún fæli í sér fækkun starfa og að áhrif þess yrðu óafturkræf. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Í jólabókaflóðinu í ár eru 202 titlar prentaðir á Íslandi. Það er fækkun um 70 titla frá árinu áður. Aðeins einn af hverjum þremur titlum er prentaður hér á landi. Í Kína, Slóveníu, Finnlandi, Lettlandi og Eistlandi eru samtals prentaðir 268 titlar fyrir íslenska jólabókaflóðið í ár.Georg Páll Skúlason, formaður GrafíuLjóst er að með breytingum hjá prentsmiðjunni Odda, þess eðlis að þeir muni hætta að prenta harðspjaldabækur strax í byrjun næsta árs, er ljóst að nánast öll prentun fyrir jólabókaflóðið mun flytjast úr landi. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir þetta ekki heppilega þróun. Hann hafi í lengstu lög reynt að prenta bækur hér á landi. Mikilvægt sé að handverkið, prentun og bókband, glatist ekki hér á landi. „Þetta er ekki heillavænlegt fyrir okkur Íslendinga, sem viljum kenna okkur við að vera bókaþjóð, að prentun sé alfarið að flytjast úr landi. Það er mjög mikilvægt að þetta handverk glatist ekki,“ segir Egill Örn.Egill Örn Jóhannsson, Framkvæmdarstjóri Forlagsins„Einnig erum við að klóra okkur í kollinum yfir hvernig endurprentun eldri titla verður hjá okkur þegar Oddi getur ekki lengur prentað fyrir okkur,“ bætir Egill Örn við. Georg Páll Skúlason, formaður Grafíu sem er félag bókagerðarmanna, segist hafa áhyggjur af því að enn meiri prentun streymi úr landi. Fáir mennti sig í iðngreininni, prentun og bókbandi til að mynda, og af því hefur Georg Páll sérstakar áhyggjur. „Það verður mjög erfitt að viðhalda þeirri þekkingu sem þarf ef áfram heldur sem horfir í prentuninni. En þetta er víst partur af samkeppninni við útlönd að ódýrari markaðir gera prentsmiðjum hér á landi erfitt fyrir,“ segir Georg Páll. Grafía harmaði á sínum tíma ákvörðun Odda um að hætta harðspjaldaprentun hér á landi. Hún fæli í sér fækkun starfa og að áhrif þess yrðu óafturkræf.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira