Enski boltinn

Mourinho rauk úr viðtali: „Þú átt ekki að vera með míkrófón ef þú kannt ekki fótbolta“ | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho var pirraður í gærkvöldi.
José Mourinho var pirraður í gærkvöldi. vísir/getty
José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, rauk úr viðtali við BBC eftir markalaust jafntefli liðsins á móti Hull á Old Trafford í gærkvöldi.

United-liðið fékk gullið tækifæri í gærkvöldi að nálgast liðin sem það berst við um sæti í Meistaradeildinni en sjötta jafnteflið á Old Trafford heldur lærisveinum Mourinho fjórum stigum frá liðunum fyrir ofan sig.

Í viðtali við Martin Fisher, fréttamann BBC, eftir leikinn var Mourinho að tala um hvað Hull fékk mikinn slaka hjá dómara leiksins þegar kom að því að brjóta og tefja leikinn. Portúgalinn beindi pirringi sínum ekki að Hull-liðinu því hann skilur stöðu þess.

Þegar Fischer vildi fá nánari útskýringar á því sem dómarinn hefði átt að gera svaraði Mourinho: „Þú átt ekki að vera með míkrófón ef þú kannt ekki fótbolta.“

Þar með lauk viðtalinu því Mourinho strunsaði burt um leið og hann kláraði setninguna.

Myndband af viðtalinu má sjá hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×