Enski boltinn

Sjáðu ótrúlega klúðrið hjá Mata, fyrsta mark Jesus og allt hitt úr enska boltanum í gær

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hvernig fór Mata að þessu?
Hvernig fór Mata að þessu? vísir/getty
Manchester United nýtti sér ekki hagstæð úrslit annarra liða í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í gær þegar liðið gerði markalaust jafntefli við botnlið Hull á heimavelli í gærkvöldi. Þetta var sjötta jafntefli United á Old Trafford í vetur.

United er enn þá fast í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 42 stig og er nú fjórum stigum á eftir bæði Liverpool og Manchester City sem eru í fjórða og fimmta sæti deildarinnar.

Juan Mata fékk gullið tækifæri til að koma heimamönnum í 1-0 í gærkvöldi en honum tókst að láta verja frá sér á ótrúlegan hátt aðeins tveimur metrum frá marklínunni.

Manchester City nýtti tækifærið og vann West Ham, 4-0, þar sem brasilíska ungstirnið Gabriel Jesus skoraði sitt fyrsta mark í enska boltanum. Gríðarlegt efni þar á ferð. Stoke og Everton skildu svo jöfn, 1-1.

Hér að neðan má sjá öll mörk gærkvöldsins og allt það helsta úr leik Manchester United og Hull auk þess sem boðið er upp á flottustu markvörslurnar og samantekt úr leikjum vikunnar í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Sigurlíkur Chelsea hækkuðu mikið eftir úrslit vikunnar

Þriðjudagskvöldið hafði mikil áhrif á tölfræðispá FiveThirtyEight um hvaða lið verður enskur meistari í vor og það er ekki oft sem lið hækka sigurlíkur sínar svona mikið með því aðeins að gera jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×