Erlent

Breska ríkisstjórnin kynnir Brexit stefnu sína

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hefur kynnt stefnu sína í komandi útgönguviðræðum.
Ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hefur kynnt stefnu sína í komandi útgönguviðræðum. Vísir/AFP
Ríkisstjórn Bretlands hefur gefið út opinber skjöl þar sem markmið hennar í komandi Brexit samningaviðræðum við Evrópusambandið eru kunngjörð.

Í skjölunum útlistar ríkisstjórnin tólf markmið sem tengjast því til að mynda hvernig hún ætlar sér að haga innflytjendamálum og því hvernig hún ætlar sér „að ná stjórn á sínum eigin lögum.“

Þar má meðal annars finna markmið um gegnsæi útgönguviðræðna, um endurheimtingu fullveldis ríkisins frá Evrópusambandinu, um styrkingu ríkjasambands Englands, Skotlands, Wales og N-Írlands, um að tryggja réttindi evrópskra og breskra ríkisborgara, en auk þess ætlar breska ríkisstjórnin sér að ná fríverslunarsamningum við önnur lönd.

Plaggið hefur verið harðlega gagnrýnt af þingmönnum Verkamannaflokksins í stjórnarandstöðunni sem segja að ekkert komi fram í skjölunum, þau séu óskýr og berist of seint fyrir ítarlega skoðun þingsins.

sögn David Davis, Brexit ráðherra landsins,  eru „bestu dagar Bretlands enn eftir,“ utan Evrópusambandsins.

Formlegar samningaviðræður Bretlands og Evrópusambandsins munu hefjast í lok mars, en þá hefur Theresa May, forsætisráðherra landsins lofað að stjórn hennar muni virkja 50. grein Lissabonsáttmálans og þar með hefja útgönguferli.

Að loknum samningaviðræðunum mun breska þingið halda atkvæðagreiðslu um útgöngusamninginn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×