Enski boltinn

Sleit krossbönd í annað sinn á einu og hálfu ári

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wilson spilar ekkert aftur fyrr en á næsta tímabili.
Wilson spilar ekkert aftur fyrr en á næsta tímabili. vísir/getty
Það er leitun að óheppnari fótboltamanni en Callum Wilson, framherja Bournemouth.

Þessi 24 ára gamli leikmaður er með slitin krossbönd og spilar ekki meira með á tímabilinu.

Þetta er í annað sinn á tæpu einu og hálfu ári sem Wilson slítur krossbönd. Í september 2015 sleit hann krossbönd í hægra hné en nú slitnuðu krossböndin í því vinstra.

Wilson missti af stærstum hluta síðasta tímabils vegna meiðslanna. Hann náði þó síðustu leikjunum í fyrra og hefur leikið 20 leiki í ensku úrvalsdeildinni í vetur og skorað sex mörk.

Wilson er uppalinn hjá Coventry City en var seldur til Bournemouth sumarið 2014. Hann skoraði 20 mörk í 45 leikjum í B-deildinni tímabilið 2014-15 og hjálpaði Bournemouth að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni í fyrsta skipti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×