Viðskipti innlent

Opna myntsafnið og sýna gripi frá bandarískum hermönnum

Haraldur Guðmundsson skrifar
Myntsafn Seðlabankans verður opið á Safnanótt.
Myntsafn Seðlabankans verður opið á Safnanótt.
Verk eftir breska og bandaríska hermenn sem nýttu frístundir sínar hér á landi í síðari heimsstyrjöldinni til þess að smíða ýmsa gripi úr peningamynt verða til sýnis þegar myntsafn Seðlabankans og Þjóðminjasafnsins verður opið á Safnanótt á föstudagskvöld.

Safnið er á fyrstu hæð Seðlabankans við Kalkofnsveg í Reykjavík og má þar finna dæmi um óhefðbundna notkun á gjaldmiðlum og sýnishorn af því hvað verður um peningaseðla þegar þeir eru dæmdir ónothæfir.

„Auk þess eru í safninu íslenskir seðlar og mynt frá ýmsum tímum og ýmislegt sem tengist gjaldmiðlasögu Íslands,“ segir í frétt Seðlabankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×