Gummi ekki sár yfir Eddunni: Tók víkingaklappið með Robbie Williams í spjallþætti Stefán Árni Pálsson skrifar 2. febrúar 2017 13:30 Robbie Williams og Gummi saman í spjallþætti. Brennslubræður voru brjálaðir yfir því að Gummi Ben var sniðgenginn sem sjónvarpsmaður ársins á Eddunni en tilnefningarnar voru kunngjörðar í anddyri Bíó Paradísar í gær. Þeir Kjartan og Hjörvar heyrðu hljóðið í Guðmundi á FM957 í morgun og spurðu hann út í málið. Eins og alþjóð veit var árið 2016 heldur viðburðarríkt hjá Gumma Ben. Hann sló rækilega í gegn sem lánsmaður íþróttadeildar 365 í Sjónvarpi Símans á EM í Frakklandi og varð fyrir vikið heimsfrægur. Hann hefur farið á kostum í Ísskápastríðinu á Stöð 2 að undanförnu og einnig staðið sig frábærlega hjá Stöð 2 Sport, bæði við lýsingar og einnig er hann umsjónarmaður Messunnar. „Ég er ekkert sérstaklega sár, satt best að segja,“ sagði Gummi í þættinum í morgun.Nýja verðlaunagripinn sem barist er um á Eddunni má sjá að neðan. „Ég hef verið margverðlaunaður og er bara mjög ánægður með lífið. Þetta truflar mig ofboðslega lítið. Þetta er kannski bara eins og með nammið hjá börnunum, ef þau hafa ekki smakkað það, þá hefur þetta enginn áhrif.“ Bæði Egill Helgason og Þorsteinn Joð hafa komið fram á Facebook og ritað að það sé skandall að Gummi hafi ekki fengið tilnefningu. Sjálfur segir Gummi að samstarfskona hans Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, umsjónarkona Leitarinnar að upprunanum, eigi viðurkenninguna skilið. „Í fyrsta lagi þá veit ég ekkert hvernig þetta virkar allt saman og hverjir sitja í nefnd og ákveða þetta. Kannski hafa þeir bara engan áhuga á íþróttum og það er lítið við því að segja.“Egill Helgason er þeirrar skoðunar að Gummi Ben komi einn til greina sem sjónvarpsmaður ársins.Egill Helgason skrifar á Facebook: „Það er mín skoðun að það komi enginn til greina sem sjónvarpsmaður ársins annar en Guðmundur Benediktsson.“Guðmundur hefur fengið boð í fjölmarga sjónvarpsþætti um allan heim eftir EM-ævintýrið. „Jú jú. Ég hef fengið nokkur boð,“ segir Gummi sem hefur verið í sjónvarpsþáttum í Japan, Kína, Bretland, Þýskalandi og á fleiri stöðum. „Sem betur fer hefur þetta aðeins róast, sem er gott. Á vissan hátt hef ég haft gaman af þessu, þetta er bara búið að vera ævintýri. En þetta var aðeins of mikið um tíma.“ Gummi var til að mynda gestur í sjónvarpsþætti í Þýskalandi á dögunum og með honum í þættinum voru þeir Robbie Williams og Toni Kroos, leikmaður Real Madrid. Eddan Tengdar fréttir Könnun: Hvernig finnst þér nýja Eddan? Kvikmyndirnar Eiðurinn og Hjartasteinn sópuðu að sér tilnefningum. Eiðurinn hlaut alls 13 tilnefningar og Hjartasteinn 16. 1. febrúar 2017 15:00 Tilnefningar til Eddunnar: Hjartasteinn og Eiðurinn sópuðu að sér tilnefningum Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn. 1. febrúar 2017 13:24 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Brennslubræður voru brjálaðir yfir því að Gummi Ben var sniðgenginn sem sjónvarpsmaður ársins á Eddunni en tilnefningarnar voru kunngjörðar í anddyri Bíó Paradísar í gær. Þeir Kjartan og Hjörvar heyrðu hljóðið í Guðmundi á FM957 í morgun og spurðu hann út í málið. Eins og alþjóð veit var árið 2016 heldur viðburðarríkt hjá Gumma Ben. Hann sló rækilega í gegn sem lánsmaður íþróttadeildar 365 í Sjónvarpi Símans á EM í Frakklandi og varð fyrir vikið heimsfrægur. Hann hefur farið á kostum í Ísskápastríðinu á Stöð 2 að undanförnu og einnig staðið sig frábærlega hjá Stöð 2 Sport, bæði við lýsingar og einnig er hann umsjónarmaður Messunnar. „Ég er ekkert sérstaklega sár, satt best að segja,“ sagði Gummi í þættinum í morgun.Nýja verðlaunagripinn sem barist er um á Eddunni má sjá að neðan. „Ég hef verið margverðlaunaður og er bara mjög ánægður með lífið. Þetta truflar mig ofboðslega lítið. Þetta er kannski bara eins og með nammið hjá börnunum, ef þau hafa ekki smakkað það, þá hefur þetta enginn áhrif.“ Bæði Egill Helgason og Þorsteinn Joð hafa komið fram á Facebook og ritað að það sé skandall að Gummi hafi ekki fengið tilnefningu. Sjálfur segir Gummi að samstarfskona hans Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, umsjónarkona Leitarinnar að upprunanum, eigi viðurkenninguna skilið. „Í fyrsta lagi þá veit ég ekkert hvernig þetta virkar allt saman og hverjir sitja í nefnd og ákveða þetta. Kannski hafa þeir bara engan áhuga á íþróttum og það er lítið við því að segja.“Egill Helgason er þeirrar skoðunar að Gummi Ben komi einn til greina sem sjónvarpsmaður ársins.Egill Helgason skrifar á Facebook: „Það er mín skoðun að það komi enginn til greina sem sjónvarpsmaður ársins annar en Guðmundur Benediktsson.“Guðmundur hefur fengið boð í fjölmarga sjónvarpsþætti um allan heim eftir EM-ævintýrið. „Jú jú. Ég hef fengið nokkur boð,“ segir Gummi sem hefur verið í sjónvarpsþáttum í Japan, Kína, Bretland, Þýskalandi og á fleiri stöðum. „Sem betur fer hefur þetta aðeins róast, sem er gott. Á vissan hátt hef ég haft gaman af þessu, þetta er bara búið að vera ævintýri. En þetta var aðeins of mikið um tíma.“ Gummi var til að mynda gestur í sjónvarpsþætti í Þýskalandi á dögunum og með honum í þættinum voru þeir Robbie Williams og Toni Kroos, leikmaður Real Madrid.
Eddan Tengdar fréttir Könnun: Hvernig finnst þér nýja Eddan? Kvikmyndirnar Eiðurinn og Hjartasteinn sópuðu að sér tilnefningum. Eiðurinn hlaut alls 13 tilnefningar og Hjartasteinn 16. 1. febrúar 2017 15:00 Tilnefningar til Eddunnar: Hjartasteinn og Eiðurinn sópuðu að sér tilnefningum Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn. 1. febrúar 2017 13:24 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Könnun: Hvernig finnst þér nýja Eddan? Kvikmyndirnar Eiðurinn og Hjartasteinn sópuðu að sér tilnefningum. Eiðurinn hlaut alls 13 tilnefningar og Hjartasteinn 16. 1. febrúar 2017 15:00
Tilnefningar til Eddunnar: Hjartasteinn og Eiðurinn sópuðu að sér tilnefningum Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn. 1. febrúar 2017 13:24