Gummi ekki sár yfir Eddunni: Tók víkingaklappið með Robbie Williams í spjallþætti Stefán Árni Pálsson skrifar 2. febrúar 2017 13:30 Robbie Williams og Gummi saman í spjallþætti. Brennslubræður voru brjálaðir yfir því að Gummi Ben var sniðgenginn sem sjónvarpsmaður ársins á Eddunni en tilnefningarnar voru kunngjörðar í anddyri Bíó Paradísar í gær. Þeir Kjartan og Hjörvar heyrðu hljóðið í Guðmundi á FM957 í morgun og spurðu hann út í málið. Eins og alþjóð veit var árið 2016 heldur viðburðarríkt hjá Gumma Ben. Hann sló rækilega í gegn sem lánsmaður íþróttadeildar 365 í Sjónvarpi Símans á EM í Frakklandi og varð fyrir vikið heimsfrægur. Hann hefur farið á kostum í Ísskápastríðinu á Stöð 2 að undanförnu og einnig staðið sig frábærlega hjá Stöð 2 Sport, bæði við lýsingar og einnig er hann umsjónarmaður Messunnar. „Ég er ekkert sérstaklega sár, satt best að segja,“ sagði Gummi í þættinum í morgun.Nýja verðlaunagripinn sem barist er um á Eddunni má sjá að neðan. „Ég hef verið margverðlaunaður og er bara mjög ánægður með lífið. Þetta truflar mig ofboðslega lítið. Þetta er kannski bara eins og með nammið hjá börnunum, ef þau hafa ekki smakkað það, þá hefur þetta enginn áhrif.“ Bæði Egill Helgason og Þorsteinn Joð hafa komið fram á Facebook og ritað að það sé skandall að Gummi hafi ekki fengið tilnefningu. Sjálfur segir Gummi að samstarfskona hans Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, umsjónarkona Leitarinnar að upprunanum, eigi viðurkenninguna skilið. „Í fyrsta lagi þá veit ég ekkert hvernig þetta virkar allt saman og hverjir sitja í nefnd og ákveða þetta. Kannski hafa þeir bara engan áhuga á íþróttum og það er lítið við því að segja.“Egill Helgason er þeirrar skoðunar að Gummi Ben komi einn til greina sem sjónvarpsmaður ársins.Egill Helgason skrifar á Facebook: „Það er mín skoðun að það komi enginn til greina sem sjónvarpsmaður ársins annar en Guðmundur Benediktsson.“Guðmundur hefur fengið boð í fjölmarga sjónvarpsþætti um allan heim eftir EM-ævintýrið. „Jú jú. Ég hef fengið nokkur boð,“ segir Gummi sem hefur verið í sjónvarpsþáttum í Japan, Kína, Bretland, Þýskalandi og á fleiri stöðum. „Sem betur fer hefur þetta aðeins róast, sem er gott. Á vissan hátt hef ég haft gaman af þessu, þetta er bara búið að vera ævintýri. En þetta var aðeins of mikið um tíma.“ Gummi var til að mynda gestur í sjónvarpsþætti í Þýskalandi á dögunum og með honum í þættinum voru þeir Robbie Williams og Toni Kroos, leikmaður Real Madrid. Eddan Tengdar fréttir Könnun: Hvernig finnst þér nýja Eddan? Kvikmyndirnar Eiðurinn og Hjartasteinn sópuðu að sér tilnefningum. Eiðurinn hlaut alls 13 tilnefningar og Hjartasteinn 16. 1. febrúar 2017 15:00 Tilnefningar til Eddunnar: Hjartasteinn og Eiðurinn sópuðu að sér tilnefningum Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn. 1. febrúar 2017 13:24 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Brennslubræður voru brjálaðir yfir því að Gummi Ben var sniðgenginn sem sjónvarpsmaður ársins á Eddunni en tilnefningarnar voru kunngjörðar í anddyri Bíó Paradísar í gær. Þeir Kjartan og Hjörvar heyrðu hljóðið í Guðmundi á FM957 í morgun og spurðu hann út í málið. Eins og alþjóð veit var árið 2016 heldur viðburðarríkt hjá Gumma Ben. Hann sló rækilega í gegn sem lánsmaður íþróttadeildar 365 í Sjónvarpi Símans á EM í Frakklandi og varð fyrir vikið heimsfrægur. Hann hefur farið á kostum í Ísskápastríðinu á Stöð 2 að undanförnu og einnig staðið sig frábærlega hjá Stöð 2 Sport, bæði við lýsingar og einnig er hann umsjónarmaður Messunnar. „Ég er ekkert sérstaklega sár, satt best að segja,“ sagði Gummi í þættinum í morgun.Nýja verðlaunagripinn sem barist er um á Eddunni má sjá að neðan. „Ég hef verið margverðlaunaður og er bara mjög ánægður með lífið. Þetta truflar mig ofboðslega lítið. Þetta er kannski bara eins og með nammið hjá börnunum, ef þau hafa ekki smakkað það, þá hefur þetta enginn áhrif.“ Bæði Egill Helgason og Þorsteinn Joð hafa komið fram á Facebook og ritað að það sé skandall að Gummi hafi ekki fengið tilnefningu. Sjálfur segir Gummi að samstarfskona hans Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, umsjónarkona Leitarinnar að upprunanum, eigi viðurkenninguna skilið. „Í fyrsta lagi þá veit ég ekkert hvernig þetta virkar allt saman og hverjir sitja í nefnd og ákveða þetta. Kannski hafa þeir bara engan áhuga á íþróttum og það er lítið við því að segja.“Egill Helgason er þeirrar skoðunar að Gummi Ben komi einn til greina sem sjónvarpsmaður ársins.Egill Helgason skrifar á Facebook: „Það er mín skoðun að það komi enginn til greina sem sjónvarpsmaður ársins annar en Guðmundur Benediktsson.“Guðmundur hefur fengið boð í fjölmarga sjónvarpsþætti um allan heim eftir EM-ævintýrið. „Jú jú. Ég hef fengið nokkur boð,“ segir Gummi sem hefur verið í sjónvarpsþáttum í Japan, Kína, Bretland, Þýskalandi og á fleiri stöðum. „Sem betur fer hefur þetta aðeins róast, sem er gott. Á vissan hátt hef ég haft gaman af þessu, þetta er bara búið að vera ævintýri. En þetta var aðeins of mikið um tíma.“ Gummi var til að mynda gestur í sjónvarpsþætti í Þýskalandi á dögunum og með honum í þættinum voru þeir Robbie Williams og Toni Kroos, leikmaður Real Madrid.
Eddan Tengdar fréttir Könnun: Hvernig finnst þér nýja Eddan? Kvikmyndirnar Eiðurinn og Hjartasteinn sópuðu að sér tilnefningum. Eiðurinn hlaut alls 13 tilnefningar og Hjartasteinn 16. 1. febrúar 2017 15:00 Tilnefningar til Eddunnar: Hjartasteinn og Eiðurinn sópuðu að sér tilnefningum Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn. 1. febrúar 2017 13:24 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Könnun: Hvernig finnst þér nýja Eddan? Kvikmyndirnar Eiðurinn og Hjartasteinn sópuðu að sér tilnefningum. Eiðurinn hlaut alls 13 tilnefningar og Hjartasteinn 16. 1. febrúar 2017 15:00
Tilnefningar til Eddunnar: Hjartasteinn og Eiðurinn sópuðu að sér tilnefningum Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2017 voru kynntar í Bíó Paradís í hádeginu við hátíðlega athöfn. 1. febrúar 2017 13:24