„Líklegt“ að borgarar hafi dáið í árásinni í Jemen Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2017 10:30 Sérsveitarmennirnir voru flutti til Jemen með MV-22 Osprey flugvélum. Ein þeirra brotlenti og var sprengd á staðnum. Vísir/Getty Bandaríkjaher segir að „líklega“ hafi almennir borgarar látið lífið í árás sérsveitarmanna á vígi al-Qaeda í Jemen á sunnudaginn. Mögulegt sé að börn hafi verið þar á meðal. Málið er enn til skoðunar og hernaðaryfirvöld segjast ætla að kanna það í þaula hvort að borgarar hafi dáið í þeim mikla skotbardaga sem átti sér stað. Sérsveitarmenn réðust til atlögu á sunnudaginn með stuðningi þyrlna og dróna, en skömmu eftir lendingu mættu þeir harðri mótspyrnu og einn hermaður lét lífið og þrír særðust. Herinn segir að fjórtán vígamenn hafi verið felldir og þar á meðal þrír háttsettir leiðtogar hryðjuverkasamtakanna. Í fyrstu sagði herinn að engir borgarar hefði dáið. Óstaðfestar heimildir frá Jemen og þá sérstaklega frá al-Qaeda sögðu hins vegar að allt að 30 borgarar hefðu látið lífið í árásinni. Þar á meðal mun átta ára dóttir Anwar al-Awlaki hafa dáið. Al-Awlaki var bandarískur ríkisborgari og mjög hátt settur hjá hryðjuverkasamtökunum þegar hann var felldur í drónaárás árið 2011. Hann var talinn líklegur til að taka við stjórn al-Qaeda af Osama Bin Laden sem hafði verið felldur um sex mánuðum áður. Nokkrum vikum seinna lést sextán ára sonur hans í annarri drónaárás, sem beindist gegn öðrum leiðtoga al-Qaeda.Reuters hefur eftir heimildarmönnum innan hersins að fimmtán konur og börn hefðu mögulega dáið. Talsmaður Pentagon segir hins vegar að einhverjar konur hafi verið vopnaðar og skotið á hermennina.Skæðasti angi hryðjuverkasamtakanna Undanfarin tvö ár hafa uppreisnarmenn Húta háð stríð gegn stjórnvöldum Jemen og hefur al-Qaeda notað óöldina til að styrkja stöðu sína í landinu verulega. Hluti hryðjuverkasamtakanna í Jemen hefur lengi verið kallaður AQAP, eða al-Qaeda in the Arabian Peninsula og er talinn vera skæðasti hluti samtakanna. Meðal árása sem AQAP hefur lýst yfir ábyrgð á er árásin á skrifstofu Charlie Hebdo árið 2015. Ríkisstjórn Barack Obama hafði lengi notast við drónaárásir til að berjast gegn samtökunum og hafa með þeim hætti fellt fjölda leiðtoga AQAP. Þær hafa þó ekki komið í veg fyrir vöxt samtakanna í Jemen. Árásin á sunnudaginn var sú fyrsta sem Donald Trump samþykkti.Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir nánast öruggt að til lengri tíma muni AQAP græða á árásinni. Þátttaka bandarískra hermanna og mögulega hár fjöldi borgara sem lét lífið muni geta notast samtökunum til að laða nýja vígamenn til sín og ýta undir hatur á Bandaríkjunum. Vígamenn al-Qaeda hafa á undanförnum dögum birt myndir af dánum börnum og konum sem eiga að hafa dáið í árásinni á samfélagsmiðlum í áróðursskyni.AQAP Declares Latest U.S. Raid in Yemen Only Incites Muslims, Fighters Against America https://t.co/aHLt3HtWuI— SITE Intel Group (@siteintelgroup) January 29, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Mannfall í atlögu Bandaríkjanna gegn al-Qaeda Gerðu atlögu að þremur háttsettum meðlimum al-Qaeda. 29. janúar 2017 14:54 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Bandaríkjaher segir að „líklega“ hafi almennir borgarar látið lífið í árás sérsveitarmanna á vígi al-Qaeda í Jemen á sunnudaginn. Mögulegt sé að börn hafi verið þar á meðal. Málið er enn til skoðunar og hernaðaryfirvöld segjast ætla að kanna það í þaula hvort að borgarar hafi dáið í þeim mikla skotbardaga sem átti sér stað. Sérsveitarmenn réðust til atlögu á sunnudaginn með stuðningi þyrlna og dróna, en skömmu eftir lendingu mættu þeir harðri mótspyrnu og einn hermaður lét lífið og þrír særðust. Herinn segir að fjórtán vígamenn hafi verið felldir og þar á meðal þrír háttsettir leiðtogar hryðjuverkasamtakanna. Í fyrstu sagði herinn að engir borgarar hefði dáið. Óstaðfestar heimildir frá Jemen og þá sérstaklega frá al-Qaeda sögðu hins vegar að allt að 30 borgarar hefðu látið lífið í árásinni. Þar á meðal mun átta ára dóttir Anwar al-Awlaki hafa dáið. Al-Awlaki var bandarískur ríkisborgari og mjög hátt settur hjá hryðjuverkasamtökunum þegar hann var felldur í drónaárás árið 2011. Hann var talinn líklegur til að taka við stjórn al-Qaeda af Osama Bin Laden sem hafði verið felldur um sex mánuðum áður. Nokkrum vikum seinna lést sextán ára sonur hans í annarri drónaárás, sem beindist gegn öðrum leiðtoga al-Qaeda.Reuters hefur eftir heimildarmönnum innan hersins að fimmtán konur og börn hefðu mögulega dáið. Talsmaður Pentagon segir hins vegar að einhverjar konur hafi verið vopnaðar og skotið á hermennina.Skæðasti angi hryðjuverkasamtakanna Undanfarin tvö ár hafa uppreisnarmenn Húta háð stríð gegn stjórnvöldum Jemen og hefur al-Qaeda notað óöldina til að styrkja stöðu sína í landinu verulega. Hluti hryðjuverkasamtakanna í Jemen hefur lengi verið kallaður AQAP, eða al-Qaeda in the Arabian Peninsula og er talinn vera skæðasti hluti samtakanna. Meðal árása sem AQAP hefur lýst yfir ábyrgð á er árásin á skrifstofu Charlie Hebdo árið 2015. Ríkisstjórn Barack Obama hafði lengi notast við drónaárásir til að berjast gegn samtökunum og hafa með þeim hætti fellt fjölda leiðtoga AQAP. Þær hafa þó ekki komið í veg fyrir vöxt samtakanna í Jemen. Árásin á sunnudaginn var sú fyrsta sem Donald Trump samþykkti.Sérfræðingur sem Reuters ræddi við segir nánast öruggt að til lengri tíma muni AQAP græða á árásinni. Þátttaka bandarískra hermanna og mögulega hár fjöldi borgara sem lét lífið muni geta notast samtökunum til að laða nýja vígamenn til sín og ýta undir hatur á Bandaríkjunum. Vígamenn al-Qaeda hafa á undanförnum dögum birt myndir af dánum börnum og konum sem eiga að hafa dáið í árásinni á samfélagsmiðlum í áróðursskyni.AQAP Declares Latest U.S. Raid in Yemen Only Incites Muslims, Fighters Against America https://t.co/aHLt3HtWuI— SITE Intel Group (@siteintelgroup) January 29, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Mannfall í atlögu Bandaríkjanna gegn al-Qaeda Gerðu atlögu að þremur háttsettum meðlimum al-Qaeda. 29. janúar 2017 14:54 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Mannfall í atlögu Bandaríkjanna gegn al-Qaeda Gerðu atlögu að þremur háttsettum meðlimum al-Qaeda. 29. janúar 2017 14:54