(ísl)enska Hulda Vigdísardóttir skrifar 2. febrúar 2017 07:00 „Æ, hvað heitir þetta aftur?“ spyr hann í miðri frásögn og ég sogast til baka út úr þessum ókannaða ævintýraheimi. „Ég man ekki hvað þetta heitir á íslensku. Má ég ekki bara segja það á ensku?“ Ég kinka kolli og í sömu andrá kastar hann út úr sér einhverri framandi hljóðarunu. Ég er engu nær. Ég hef satt að segja ekki hugmynd um hvað barnið er að tala um. Ætli þetta sé eitthvert enskt nýyrði yfir fyrirbæri sem finnst aðeins í þessum tiltekna tölvuleik? Einhver vera eða hlutur í þessum tölvuleik sem geymir ævintýraheim sögunnar? Eða er þetta gamalt og rótgróið enskt orð sem ég hef bara ekki heyrt áður? Tæplega fimmtán ára aldursmunur og hann kann þegar meiri ensku en ég. Eða allavega meiri ensku en ég kunni á hans aldri. En kannski er það ekki skrýtið. Hann tilheyrir annarri kynslóð, elst upp með iPhone í annarri hendi og iPad í hinni, spilar tölvuleiki á ensku og horfir á bandaríska sjónvarpsþætti og kvikmyndir á Netflix eða YouTube. „Skilur þú þetta alveg?“ spyr ég hann stundum. „Jahá, this is English, you know,“ svarar hann þá og segist jafnvel kunna meiri ensku en íslensku. Og þó ég viti reyndar vel að svo er ekki, veldur þetta mér óneitanlega smá hugarangri. Hvað með komandi kynslóðir? Hvernig íslensku munu þær tala?Mörg tungumál farið halloka Í gegnum tíðina hafa mörg tungumál farið halloka fyrir ensku eða öðrum „stórum“ málum og önnur eru hætt komin á vígvellinum. Íbúar nágrannalanda sem áður höfðu samskipti á annarri hvorri heimatungunni eða með einhvers konar blendingsmáli grípa nú æ oftar í ensku og á ferðalögum ber sífellt meira á valdatöku hennar. Nánast alls staðar (eða a.m.k. í hinum vestræna heimi) er búist við að enska sé notuð í samskiptum við ferðamenn og þeir sem ekki kunna ensku eru yfirleitt taldir verr staddir en þeir sem hafa hana á valdi sínu. Sömuleiðis virðist hið akademíska umhverfi stöðugt verða enskumiðaðra því námsgögn fyrir eldri skólastig eru oft aðeins fáanleg á ensku og mörg námskeið í háskólum jafnvel einungis kennd á því máli. Fámennar þjóðir hafa ekki bolmagn til að þýða yfir á móðurmál sitt allan þann fjölda námsbóka og fræðigreina sem streymir frá enskum markaði og því má segja ensku í ákveðnu lykilhlutverki á sviði æðri menntunar og vísinda. Afl ensku stafar þó ekki síst af þeirri öru tækniþróun og síauknu tækjanotkun sem orðið hafa á undanförnum árum og áratugum. Til marks um það má m.a. nefna að börn sem hafa ekki enn hlotið formlega enskukennslu eru engu að síður oft afar fær í ensku. Nútímasamfélög byggjast töluvert á margmiðlun sem gerir kröfu til ákveðinnar enskukunnáttu og á meðan enskuáreiti í íslensku samfélagi er eins mikið og raun ber vitni ætti ekki að koma á óvart hve mikil enskunotkun íslenskra barna er. Börn eru sérstaklega móttækileg fyrir máli og málbreytingum og því getur þetta haft umtalsverð áhrif á íslenskt málkerfi.Getur haft óafturkræf áhrif Það er í eðli lifandi tungumála að þróast og því er ekkert út á einstaka málbreytingar eða ný orð að setja. Hins vegar getur það haft óafturkræf áhrif á málið ef börn í landinu byrja að nota ensku til jafns við eða jafnvel enn meira en íslensku. Þau eru framtíð þjóðarinnar og líf tungumálsins liggur í þeirra höndum. Það er á ábyrgð eldri kynslóða að kenna þeim yngri málið og sjá til þess að það falli ekki í gleymskunnar dá. Með þessu vil ég þó alls ekki draga úr mikilvægi enskukunnáttu nú til dags og í raun finnst mér frábært hve góðum tökum mörg ungmenni hafa náð á henni. Enska er þrátt fyrir allt eitt mest notaða samskiptamál í heimi og því fyrr sem börn læra hana, því betra valdi ná þau yfirleitt á henni. Enskukunnátta á Íslandi má bara ekki vera á kostnað íslenskrar tungu og til þess að íslenska geti skilgreinst sem fullburða tungumál þarf að vera hægt að nota hana á öllum sviðum. Við lifum á tækniöld þar sem enska virðist nær allsráðandi og stafrænn dauði íslensku yfirvofandi. Fjölmargar rannsóknir á málnotkun íslenskra málhafa standa nú yfir og alls kyns áætlanir hafa verið gerðar til að sporna gegn dvínandi íslenskukunnáttu en til þess að árangur náist þarf málsamfélagið allt að leggjast á eitt. Íslensk tunga endurspeglar á margan hátt sögu og menningu þjóðarinnar og er um leið hluti af þjóðerni okkar. Sýnum íslensku virðingu. Leikum okkur með málið. Notum íslensku óspart því „á vörum okkar verður tungan þjál, þar vex og grær og dafnar okkar mál“. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Netflix Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Æ, hvað heitir þetta aftur?“ spyr hann í miðri frásögn og ég sogast til baka út úr þessum ókannaða ævintýraheimi. „Ég man ekki hvað þetta heitir á íslensku. Má ég ekki bara segja það á ensku?“ Ég kinka kolli og í sömu andrá kastar hann út úr sér einhverri framandi hljóðarunu. Ég er engu nær. Ég hef satt að segja ekki hugmynd um hvað barnið er að tala um. Ætli þetta sé eitthvert enskt nýyrði yfir fyrirbæri sem finnst aðeins í þessum tiltekna tölvuleik? Einhver vera eða hlutur í þessum tölvuleik sem geymir ævintýraheim sögunnar? Eða er þetta gamalt og rótgróið enskt orð sem ég hef bara ekki heyrt áður? Tæplega fimmtán ára aldursmunur og hann kann þegar meiri ensku en ég. Eða allavega meiri ensku en ég kunni á hans aldri. En kannski er það ekki skrýtið. Hann tilheyrir annarri kynslóð, elst upp með iPhone í annarri hendi og iPad í hinni, spilar tölvuleiki á ensku og horfir á bandaríska sjónvarpsþætti og kvikmyndir á Netflix eða YouTube. „Skilur þú þetta alveg?“ spyr ég hann stundum. „Jahá, this is English, you know,“ svarar hann þá og segist jafnvel kunna meiri ensku en íslensku. Og þó ég viti reyndar vel að svo er ekki, veldur þetta mér óneitanlega smá hugarangri. Hvað með komandi kynslóðir? Hvernig íslensku munu þær tala?Mörg tungumál farið halloka Í gegnum tíðina hafa mörg tungumál farið halloka fyrir ensku eða öðrum „stórum“ málum og önnur eru hætt komin á vígvellinum. Íbúar nágrannalanda sem áður höfðu samskipti á annarri hvorri heimatungunni eða með einhvers konar blendingsmáli grípa nú æ oftar í ensku og á ferðalögum ber sífellt meira á valdatöku hennar. Nánast alls staðar (eða a.m.k. í hinum vestræna heimi) er búist við að enska sé notuð í samskiptum við ferðamenn og þeir sem ekki kunna ensku eru yfirleitt taldir verr staddir en þeir sem hafa hana á valdi sínu. Sömuleiðis virðist hið akademíska umhverfi stöðugt verða enskumiðaðra því námsgögn fyrir eldri skólastig eru oft aðeins fáanleg á ensku og mörg námskeið í háskólum jafnvel einungis kennd á því máli. Fámennar þjóðir hafa ekki bolmagn til að þýða yfir á móðurmál sitt allan þann fjölda námsbóka og fræðigreina sem streymir frá enskum markaði og því má segja ensku í ákveðnu lykilhlutverki á sviði æðri menntunar og vísinda. Afl ensku stafar þó ekki síst af þeirri öru tækniþróun og síauknu tækjanotkun sem orðið hafa á undanförnum árum og áratugum. Til marks um það má m.a. nefna að börn sem hafa ekki enn hlotið formlega enskukennslu eru engu að síður oft afar fær í ensku. Nútímasamfélög byggjast töluvert á margmiðlun sem gerir kröfu til ákveðinnar enskukunnáttu og á meðan enskuáreiti í íslensku samfélagi er eins mikið og raun ber vitni ætti ekki að koma á óvart hve mikil enskunotkun íslenskra barna er. Börn eru sérstaklega móttækileg fyrir máli og málbreytingum og því getur þetta haft umtalsverð áhrif á íslenskt málkerfi.Getur haft óafturkræf áhrif Það er í eðli lifandi tungumála að þróast og því er ekkert út á einstaka málbreytingar eða ný orð að setja. Hins vegar getur það haft óafturkræf áhrif á málið ef börn í landinu byrja að nota ensku til jafns við eða jafnvel enn meira en íslensku. Þau eru framtíð þjóðarinnar og líf tungumálsins liggur í þeirra höndum. Það er á ábyrgð eldri kynslóða að kenna þeim yngri málið og sjá til þess að það falli ekki í gleymskunnar dá. Með þessu vil ég þó alls ekki draga úr mikilvægi enskukunnáttu nú til dags og í raun finnst mér frábært hve góðum tökum mörg ungmenni hafa náð á henni. Enska er þrátt fyrir allt eitt mest notaða samskiptamál í heimi og því fyrr sem börn læra hana, því betra valdi ná þau yfirleitt á henni. Enskukunnátta á Íslandi má bara ekki vera á kostnað íslenskrar tungu og til þess að íslenska geti skilgreinst sem fullburða tungumál þarf að vera hægt að nota hana á öllum sviðum. Við lifum á tækniöld þar sem enska virðist nær allsráðandi og stafrænn dauði íslensku yfirvofandi. Fjölmargar rannsóknir á málnotkun íslenskra málhafa standa nú yfir og alls kyns áætlanir hafa verið gerðar til að sporna gegn dvínandi íslenskukunnáttu en til þess að árangur náist þarf málsamfélagið allt að leggjast á eitt. Íslensk tunga endurspeglar á margan hátt sögu og menningu þjóðarinnar og er um leið hluti af þjóðerni okkar. Sýnum íslensku virðingu. Leikum okkur með málið. Notum íslensku óspart því „á vörum okkar verður tungan þjál, þar vex og grær og dafnar okkar mál“. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun