Rask á lífríki Silfru vegna fjölda kafara Svavar Hávarðsson skrifar 17. febrúar 2017 07:00 Tífalt fleiri kafa eða snorkla í Silfru en árið 2010 þegar þeir voru 5.000 alls. vísir/vilhelm Tveggja ára gömul rannsókn á áhrifum köfunar á lífríki í Silfru á Þingvöllum árin 2014 og 2015 gaf vísbendingar um rask á vistkerfinu í gjánni. Á þeim tíma köfuðu og snorkluðu um 20.000 manns í Silfru á ári en sá fjöldi hefur rúmlega tvöfaldast – en fjöldi kafara á Þingvöllum mun hafa slegið upp undir 50.000 manns í fyrra. Jóhann Garðar Þorbjörnsson, leiðsögumaður og líffræðingur, vann rannsóknina sem var meistaraprófsverkefni hans við Háskólann á Hólum. Hann segir að niðurstöður hans, og annarra sem rannsakað hafa Silfru vegna álags ferðamanna, hafi sér vitanlega ekki verið nýttar af hagsmunaaðilum; starfsmönnum þjóðgarðsins eða ferðaþjónustufyrirtækjunum sem bjóða upp á köfunarferðirnar. Jóhann segir að niðurstöður sínar hafi í grófum dráttum verið þær að hver kafari olli að meðaltali 81 tilviki rasks í hverri köfun í Silfru. Þetta stuðlaði að losun þörungagróðurs, raski á setbotni og hugsanlegri breytingu á tegundasamsetningu í lífríki gjárinnar. Eins að vistfræðilegt rask köfunar í Silfru muni líklega aukast með auknum fjölda kafara. Jóhann talaði jafnframt við fjölda hagsmunaaðila og sjónarmið þeirra gaf til kynna að fjölgun kafara og yfirborðskafara í Silfru geti skaðað upplifun þeirra ferðamanna sem sækja gjána heim. Auk þess var mælt með því að fjöldi kafara og yfirborðskafara (snorklara) sé takmarkaður á árs- og dagsgrundvelli. Frá því að Jóhann skrifaði þessar niðurstöður sínar eru tæp tvö ár liðin og 30.000 gestir hafa bæst við hóp kafara sem sækja Silfru heim.Einar Ásgeir SæmundsenEinar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, þekkir vel til þessara rannsókna. „Þær staðfesta að það eru breytingar á lífríkinu neðan yfirborðs vegna þessa,“ segir Einar en jafnframt að ekkert hafi verið ákveðið með frekari rannsóknir, og þá með því að nýta sjálfsaflafé þjóðgarðsins til þess. „En við vorum ánægð með það þegar þessi rannsókn var gerð og hún sýndi að það eru umhverfisáhrif neðan yfirborðs sem menn velta lítið fyrir sér. Þetta var rannsókn sem bar saman aðrar gjár hérna á svæðinu, og ég vil kannski ekki segja að Silfru sé fórnað – en hún er sett í þetta og það sýnir enn frekar þörfina á að halda köfuninni bara þar,“ segir Einar. Spurður um fjölgun kafara síðan rannsóknin var gerð, óháð válegum fréttum af slysum, og álag á svæðið segir Einar það hafa komið fram í vikunni að fyrir löngu hefði þurft að setja þak á fjöldann sem sækir í Silfru. „Þetta er enn ein ástæðan til að setja þak á fjölda gesta hérna,“ segir Einar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Tveggja ára gömul rannsókn á áhrifum köfunar á lífríki í Silfru á Þingvöllum árin 2014 og 2015 gaf vísbendingar um rask á vistkerfinu í gjánni. Á þeim tíma köfuðu og snorkluðu um 20.000 manns í Silfru á ári en sá fjöldi hefur rúmlega tvöfaldast – en fjöldi kafara á Þingvöllum mun hafa slegið upp undir 50.000 manns í fyrra. Jóhann Garðar Þorbjörnsson, leiðsögumaður og líffræðingur, vann rannsóknina sem var meistaraprófsverkefni hans við Háskólann á Hólum. Hann segir að niðurstöður hans, og annarra sem rannsakað hafa Silfru vegna álags ferðamanna, hafi sér vitanlega ekki verið nýttar af hagsmunaaðilum; starfsmönnum þjóðgarðsins eða ferðaþjónustufyrirtækjunum sem bjóða upp á köfunarferðirnar. Jóhann segir að niðurstöður sínar hafi í grófum dráttum verið þær að hver kafari olli að meðaltali 81 tilviki rasks í hverri köfun í Silfru. Þetta stuðlaði að losun þörungagróðurs, raski á setbotni og hugsanlegri breytingu á tegundasamsetningu í lífríki gjárinnar. Eins að vistfræðilegt rask köfunar í Silfru muni líklega aukast með auknum fjölda kafara. Jóhann talaði jafnframt við fjölda hagsmunaaðila og sjónarmið þeirra gaf til kynna að fjölgun kafara og yfirborðskafara í Silfru geti skaðað upplifun þeirra ferðamanna sem sækja gjána heim. Auk þess var mælt með því að fjöldi kafara og yfirborðskafara (snorklara) sé takmarkaður á árs- og dagsgrundvelli. Frá því að Jóhann skrifaði þessar niðurstöður sínar eru tæp tvö ár liðin og 30.000 gestir hafa bæst við hóp kafara sem sækja Silfru heim.Einar Ásgeir SæmundsenEinar Ásgeir Sæmundsen, fræðslufulltrúi þjóðgarðsins á Þingvöllum, þekkir vel til þessara rannsókna. „Þær staðfesta að það eru breytingar á lífríkinu neðan yfirborðs vegna þessa,“ segir Einar en jafnframt að ekkert hafi verið ákveðið með frekari rannsóknir, og þá með því að nýta sjálfsaflafé þjóðgarðsins til þess. „En við vorum ánægð með það þegar þessi rannsókn var gerð og hún sýndi að það eru umhverfisáhrif neðan yfirborðs sem menn velta lítið fyrir sér. Þetta var rannsókn sem bar saman aðrar gjár hérna á svæðinu, og ég vil kannski ekki segja að Silfru sé fórnað – en hún er sett í þetta og það sýnir enn frekar þörfina á að halda köfuninni bara þar,“ segir Einar. Spurður um fjölgun kafara síðan rannsóknin var gerð, óháð válegum fréttum af slysum, og álag á svæðið segir Einar það hafa komið fram í vikunni að fyrir löngu hefði þurft að setja þak á fjöldann sem sækir í Silfru. „Þetta er enn ein ástæðan til að setja þak á fjölda gesta hérna,“ segir Einar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira