Stór fasteignafélög bítast um Kirkjuhúsið á Laugavegi 31 Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. febrúar 2017 07:00 Fasteignasali lýsir húsinu sem gulleign í miðbænum. vísir/ernir „Það komu fram ýmsar pælingar um hvað hugsanlegt væri að fá fyrir eignina og við getum sagt að tilboðin séu á því róli,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, um tilboð í Laugaveg 31 sem hýsir Kirkjuhúsið. Oddur gefur ekki upp hversu mörg tilboð bárust en segir þau vera þó nokkur, öll frá innlendum aðilum. Þau voru rædd á fundi Kirkjuráðs á þriðjudag og þar var lagt fram mat á verðmæti hússins. „Áhuginn var mjög mikill en þetta er ekki ódýrt hús, það er vitað, og það eru ekki neitt voðalega margir sem ráða við svona fjárfestingu,“ segir Oddur. Ekki er að sögn Odds hægt að sjá af tilboðunum undir hvaða starfsemi menn hyggist nota húsið. „Ekki að öðru leyti en því að nokkur af stóru fasteignafélögunum voru meðal bjóðenda, við getum ekki sagt hver, og við vitum að þau eru langtímafjárfestar sem eru í því að kaupa eignir og leigja út.“ Kirkjuráð fól Oddi að svara tilboðunum. „Við erum að láta meta tilboðin og undirbúa viðræður við tilboðsgjafa. Þetta fyrirkomulag er þannig að við getum í sjálfu sér tekið hvaða tilboði sem er, hafnað öllum eða tekið upp viðræður við tiltekinn eða tiltekna tilboðsgjafa,“ segir hann. Varðandi framhaldið segir Oddur tímarammann þröngan. „Við höfum ekki langan tíma, þetta er bara vika eða tvær kannski. En þetta fer eftir því hvernig tilboðsgjafarnir taka tilboði okkar um viðræður,“ segir hann. Vel sé hugsanlegt að ræða við fleiri en einn aðila.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Það komu fram ýmsar pælingar um hvað hugsanlegt væri að fá fyrir eignina og við getum sagt að tilboðin séu á því róli,“ segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, um tilboð í Laugaveg 31 sem hýsir Kirkjuhúsið. Oddur gefur ekki upp hversu mörg tilboð bárust en segir þau vera þó nokkur, öll frá innlendum aðilum. Þau voru rædd á fundi Kirkjuráðs á þriðjudag og þar var lagt fram mat á verðmæti hússins. „Áhuginn var mjög mikill en þetta er ekki ódýrt hús, það er vitað, og það eru ekki neitt voðalega margir sem ráða við svona fjárfestingu,“ segir Oddur. Ekki er að sögn Odds hægt að sjá af tilboðunum undir hvaða starfsemi menn hyggist nota húsið. „Ekki að öðru leyti en því að nokkur af stóru fasteignafélögunum voru meðal bjóðenda, við getum ekki sagt hver, og við vitum að þau eru langtímafjárfestar sem eru í því að kaupa eignir og leigja út.“ Kirkjuráð fól Oddi að svara tilboðunum. „Við erum að láta meta tilboðin og undirbúa viðræður við tilboðsgjafa. Þetta fyrirkomulag er þannig að við getum í sjálfu sér tekið hvaða tilboði sem er, hafnað öllum eða tekið upp viðræður við tiltekinn eða tiltekna tilboðsgjafa,“ segir hann. Varðandi framhaldið segir Oddur tímarammann þröngan. „Við höfum ekki langan tíma, þetta er bara vika eða tvær kannski. En þetta fer eftir því hvernig tilboðsgjafarnir taka tilboði okkar um viðræður,“ segir hann. Vel sé hugsanlegt að ræða við fleiri en einn aðila.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira