Sá litli er að gera hluti sem hafa ekki sést áður hjá Boston Celtics Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 14:45 Isaiah Thomas er ekki hár í loftinu. Hér er hann að reyna að stoppa Dirk Nowitzki. Vísir/Getty Isaiah Thomas bætti tvö eldgömul met hjá Boston Celtics í nótt en þessi snaggaralegi bakvörður hefur farið á kostum með sigursælasta NBA-liði sögunnar. Eftir sautján meistaratitla og endalaust af mögnuðum körfuboltamönnum í gegnum tíðina er það morgunljóst að það er ekkert auðvelt að slá félagsmet hjá Boston liðinu. Frammistaða Isaiah Thomas í vetur er hinsvegar orðinn söguleg hjá þessu sögulega félagi. Isaiah Thomas skoraði 29 stig í nótt og var þetta 41. tuttugu stiga leikur hans í röð. Hann sló þar með met John Havlicek frá 1971-72 tímabilinu. Havlicek átti því metið í 45 ár. Isaiah Thomas tók líka annað met af John Havlicek í gær. Thomas er með 29,9 stig að meðaltali nú þegar deildin er komin í stutt frí vegna Stjörnuleikshátíðarinnar. Havlicek skoraði 29,2 stig að meðaltali í leikjum sínum með Boston Celtic fyrir Stjörnuleikinn 1971. Larry Bird komst næst því að bæta það tímabilið 1987-88 þegar hann skoraði 28,6 stig að meðaltali í leikjum Boston Celtics fyrir Stjörnuleikinn. Isaiah Thomas er 28 ára gamall en hann var valinn sextugasti af Sacramento Kings í nýliðavalinu 2011. Það þýðir liðin sem völdu á undan Sacramento álitu að 59 leikmenn væru betri en hann í þessu nýliðavali. Annað hefur heldur betur komið á daginn. Það var hæðin, 175 sentímetrar, sem var örugglega að trufla marga. Thomas kom til Boston í febrúar 2015 eftir skipti við Phoenix Suns. Það var ljóst frá byrjun að þarna var hann kominn í lið sem hentaði honum vel. Isaiah Thomas hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á þessu tímabili ekki síst í fjórða leikhlutanum þar sem hann skorað fleiri stig en nokkur annar leikmaður NBA-deildarinnar.Isaiah Thomas has the highest scoring average at the All-Star break by a Celtics player in team history pic.twitter.com/zSjmQ4JGsI— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 17, 2017 Move over, John Havlicek, Isaiah Thomas has the longest 20-point streak in Celtics history (via @EliasSports) pic.twitter.com/TJQNdegSQM— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 17, 2017 NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira
Isaiah Thomas bætti tvö eldgömul met hjá Boston Celtics í nótt en þessi snaggaralegi bakvörður hefur farið á kostum með sigursælasta NBA-liði sögunnar. Eftir sautján meistaratitla og endalaust af mögnuðum körfuboltamönnum í gegnum tíðina er það morgunljóst að það er ekkert auðvelt að slá félagsmet hjá Boston liðinu. Frammistaða Isaiah Thomas í vetur er hinsvegar orðinn söguleg hjá þessu sögulega félagi. Isaiah Thomas skoraði 29 stig í nótt og var þetta 41. tuttugu stiga leikur hans í röð. Hann sló þar með met John Havlicek frá 1971-72 tímabilinu. Havlicek átti því metið í 45 ár. Isaiah Thomas tók líka annað met af John Havlicek í gær. Thomas er með 29,9 stig að meðaltali nú þegar deildin er komin í stutt frí vegna Stjörnuleikshátíðarinnar. Havlicek skoraði 29,2 stig að meðaltali í leikjum sínum með Boston Celtic fyrir Stjörnuleikinn 1971. Larry Bird komst næst því að bæta það tímabilið 1987-88 þegar hann skoraði 28,6 stig að meðaltali í leikjum Boston Celtics fyrir Stjörnuleikinn. Isaiah Thomas er 28 ára gamall en hann var valinn sextugasti af Sacramento Kings í nýliðavalinu 2011. Það þýðir liðin sem völdu á undan Sacramento álitu að 59 leikmenn væru betri en hann í þessu nýliðavali. Annað hefur heldur betur komið á daginn. Það var hæðin, 175 sentímetrar, sem var örugglega að trufla marga. Thomas kom til Boston í febrúar 2015 eftir skipti við Phoenix Suns. Það var ljóst frá byrjun að þarna var hann kominn í lið sem hentaði honum vel. Isaiah Thomas hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína á þessu tímabili ekki síst í fjórða leikhlutanum þar sem hann skorað fleiri stig en nokkur annar leikmaður NBA-deildarinnar.Isaiah Thomas has the highest scoring average at the All-Star break by a Celtics player in team history pic.twitter.com/zSjmQ4JGsI— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 17, 2017 Move over, John Havlicek, Isaiah Thomas has the longest 20-point streak in Celtics history (via @EliasSports) pic.twitter.com/TJQNdegSQM— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) February 17, 2017
NBA Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Sjá meira