Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Kristján Már Unnarsson skrifar 28. desember 2017 21:30 Grænlensk stjórnvöld hafa ákveðið að allt að 156 hvítabirnir verði veiddir á næsta ári. Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning sem leiddi í ljós fleiri hvítabirni en áður var talið. Fjallað var um ákvörðunina í fréttum Stöðvar 2. Það var sjávarútvegs- og veiðiráðuneyti Grænlands í Nuuk sem tilkynnti um nýju veiðikvótana rétt fyrir jól. Í frétt grænlenska ríkisútvarpsins KNR segir að þetta sé í fyrsta sinn um langt árabil sem ísbjarnakvótinn sé aukinn. Ástæðan sé nýjar upplýsingar Náttúrustofnunar Grænlands um að stofn hvítabjarna sé stærri en til þessa hefur verið álitið. Í frétt grænlenskra stjórnvalda segir að ákvörðun um auknar ísbjarnaveiðar sé pólitísk en byggð á nýjum gögnum og ráðgjöf kanadískra og grænlenskra vísindamanna um sjálfbæra nýtingu. Þeir stóðu í samvinnu við bandaríska og norska starfsbræður að viðamikilli rannsókn og talningu á hvítabjörnum á svæðunum milli Grænlands og Kanada á árabilinu 2011 til 2014.Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hvítabjarnakvótinn við Norður- og Vestur-Grænland verður aukinn úr 76 dýrum upp í 92 á næsta ári, eða um 21 prósent. Kvótinn við Suður- og Austur-Grænland verður óbreyttur, 64 dýr, enda liggja þar ekki fyrir nýjar talningar. Samtals þýðir þetta að veiðikvótinn á Grænlandi fer úr 140 dýrum upp í 156, sem er 11 prósenta aukning milli ára. Þeir bæir á norðvesturströndinni sem fá mestu hvítabjarnakvótana eru Upernavik með 44 dýr og Savissivik með 24 dýr, og á austurströndinni, þeirri sem snýr að Íslandi, fá íbúar Ittoqqortoormiit við Scoresby-sund að veiða 35 dýr og íbúar Tasiilaq 25 dýr. Talning á svæðunum í kringum Baffins-flóa sýndi um 2.800 dýr, samkvæmt frétt Náttúrustofnunar Grænlands, en talning á litlu svæði við Kane-sund á Norður-Grænlandi sýndi um 360 dýr. Þar telja vísindamenn líklegt að stofninn hafi stækkað en vilja skýra hærri tölur við Baffins-flóa með því að stofninn hafi verið vanmetinn í fyrri talningum. Þar segja vísindamennirnir að stofninn eigi undir högg að sækja vegna minnkandi hafíss og birnirnir séu nú léttari að meðaltali en áður þar sem þeir nái í færri seli.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin hefst eftir um 25 sekúndur í spilaranum hér fyrir neðan. Loftslagsmál Tengdar fréttir Ísbirnir sitja um vísindamenn Fimm rússneskir vísindamenn sem staðsettir eru á lítilli eyju í Norður Íshafinu eru umkringdir af um tíu ísbjörnum og hafa verið það síðustu tvær vikurnar. 14. september 2016 08:53 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning sem leiddi í ljós fleiri hvítabirni en áður var talið. Fjallað var um ákvörðunina í fréttum Stöðvar 2. Það var sjávarútvegs- og veiðiráðuneyti Grænlands í Nuuk sem tilkynnti um nýju veiðikvótana rétt fyrir jól. Í frétt grænlenska ríkisútvarpsins KNR segir að þetta sé í fyrsta sinn um langt árabil sem ísbjarnakvótinn sé aukinn. Ástæðan sé nýjar upplýsingar Náttúrustofnunar Grænlands um að stofn hvítabjarna sé stærri en til þessa hefur verið álitið. Í frétt grænlenskra stjórnvalda segir að ákvörðun um auknar ísbjarnaveiðar sé pólitísk en byggð á nýjum gögnum og ráðgjöf kanadískra og grænlenskra vísindamanna um sjálfbæra nýtingu. Þeir stóðu í samvinnu við bandaríska og norska starfsbræður að viðamikilli rannsókn og talningu á hvítabjörnum á svæðunum milli Grænlands og Kanada á árabilinu 2011 til 2014.Frá Nuuk, höfuðstað Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Hvítabjarnakvótinn við Norður- og Vestur-Grænland verður aukinn úr 76 dýrum upp í 92 á næsta ári, eða um 21 prósent. Kvótinn við Suður- og Austur-Grænland verður óbreyttur, 64 dýr, enda liggja þar ekki fyrir nýjar talningar. Samtals þýðir þetta að veiðikvótinn á Grænlandi fer úr 140 dýrum upp í 156, sem er 11 prósenta aukning milli ára. Þeir bæir á norðvesturströndinni sem fá mestu hvítabjarnakvótana eru Upernavik með 44 dýr og Savissivik með 24 dýr, og á austurströndinni, þeirri sem snýr að Íslandi, fá íbúar Ittoqqortoormiit við Scoresby-sund að veiða 35 dýr og íbúar Tasiilaq 25 dýr. Talning á svæðunum í kringum Baffins-flóa sýndi um 2.800 dýr, samkvæmt frétt Náttúrustofnunar Grænlands, en talning á litlu svæði við Kane-sund á Norður-Grænlandi sýndi um 360 dýr. Þar telja vísindamenn líklegt að stofninn hafi stækkað en vilja skýra hærri tölur við Baffins-flóa með því að stofninn hafi verið vanmetinn í fyrri talningum. Þar segja vísindamennirnir að stofninn eigi undir högg að sækja vegna minnkandi hafíss og birnirnir séu nú léttari að meðaltali en áður þar sem þeir nái í færri seli.Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttin hefst eftir um 25 sekúndur í spilaranum hér fyrir neðan.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Ísbirnir sitja um vísindamenn Fimm rússneskir vísindamenn sem staðsettir eru á lítilli eyju í Norður Íshafinu eru umkringdir af um tíu ísbjörnum og hafa verið það síðustu tvær vikurnar. 14. september 2016 08:53 Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45 Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00 Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Fleiri fréttir Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Sjá meira
Ísbirnir sitja um vísindamenn Fimm rússneskir vísindamenn sem staðsettir eru á lítilli eyju í Norður Íshafinu eru umkringdir af um tíu ísbjörnum og hafa verið það síðustu tvær vikurnar. 14. september 2016 08:53
Ísbjörn át íslenskan hest á Grænlandi Hvítabjörn sem drap íslenskan hest á Suður-Grænlandi var sjálfur felldur en björninn var þá að éta hestinn. 19. febrúar 2016 12:45
Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00