„Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. desember 2017 08:39 Fjölmargir unnu að björguninni í gær. VÍSIR/VILHELM Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. Ætla mætti að farþegar rútunnar sem hafnaði aftan á fólksbifreið á Suðurlandsvegi í gær hefðu ekki slasast jafn alvarlega og raun bar vitni hefðu þeir verið spenntir ofan í sætin. „Það sannar sig enn og aftur að bílbeltin geta komið í veg fyrir stórslys,“ segir Guðmundur sem var meðal fyrstu manna á vettvang í gær. Fram hefur komið í fréttaflutningi af slysinu að farþegar hafi kastast til og tveir þeirra lent undir rútunni er hún valt á hliðina. Ljóst er af því, sem og aðkomunni að vettvangi, að sætisbeltanotkun hefur verið verulega ábótavant.Sjá einnig: Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Guðmundur segist ekki skilja hvers vegna farþegar í hópbifreiðum þurfi ekki að nota sætisbelti frekar en þeir vilja - og setur það í samhengi við flugsamgöngur. „Þú ferð ekkert í loftið nema að vera spenntur. Af hverju er það ekki bara eins þegar þú ferð í rútu? Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti,“ segir Guðmundur. „Þetta er mjög skrítið. Maður hugsar þetta oft þegar maður er að senda börnin sín með strætisvagni að það megi standa í strætisvögnum á þjóðvegunum,“ bætir Guðmundur við. „Það er eiginlega alveg furðulegt að það skuli vera næstum komið árið 2018 og beltanotkun í rútum sé ekki almennari en við þekkjum.“ Guðmundur segir að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem ferðist um Suðausturland á þessum árstíma séu erlendir ferðamenn sem oftar en ekki geri sér enga grein fyrir aðstæðum. Sé því rétt að brýna fyrir öllum sem ferðist um þjóðvegi landsins að huga að aðstæðum og öryggismálum.Rætt var við Fanney Ólöfu Lárusdóttir, sauðfjárbónda og ráðunaut, í Bítinu í morgun en hún þekkir vel aðstæðurnar á Suðurlandi. Spjallið má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. 28. desember 2017 06:34 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. Ætla mætti að farþegar rútunnar sem hafnaði aftan á fólksbifreið á Suðurlandsvegi í gær hefðu ekki slasast jafn alvarlega og raun bar vitni hefðu þeir verið spenntir ofan í sætin. „Það sannar sig enn og aftur að bílbeltin geta komið í veg fyrir stórslys,“ segir Guðmundur sem var meðal fyrstu manna á vettvang í gær. Fram hefur komið í fréttaflutningi af slysinu að farþegar hafi kastast til og tveir þeirra lent undir rútunni er hún valt á hliðina. Ljóst er af því, sem og aðkomunni að vettvangi, að sætisbeltanotkun hefur verið verulega ábótavant.Sjá einnig: Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Guðmundur segist ekki skilja hvers vegna farþegar í hópbifreiðum þurfi ekki að nota sætisbelti frekar en þeir vilja - og setur það í samhengi við flugsamgöngur. „Þú ferð ekkert í loftið nema að vera spenntur. Af hverju er það ekki bara eins þegar þú ferð í rútu? Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti,“ segir Guðmundur. „Þetta er mjög skrítið. Maður hugsar þetta oft þegar maður er að senda börnin sín með strætisvagni að það megi standa í strætisvögnum á þjóðvegunum,“ bætir Guðmundur við. „Það er eiginlega alveg furðulegt að það skuli vera næstum komið árið 2018 og beltanotkun í rútum sé ekki almennari en við þekkjum.“ Guðmundur segir að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem ferðist um Suðausturland á þessum árstíma séu erlendir ferðamenn sem oftar en ekki geri sér enga grein fyrir aðstæðum. Sé því rétt að brýna fyrir öllum sem ferðist um þjóðvegi landsins að huga að aðstæðum og öryggismálum.Rætt var við Fanney Ólöfu Lárusdóttir, sauðfjárbónda og ráðunaut, í Bítinu í morgun en hún þekkir vel aðstæðurnar á Suðurlandi. Spjallið má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. 28. desember 2017 06:34 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01
Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. 28. desember 2017 06:34
Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11