Logi: Maður æfir alla ævi fyrir þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 08:45 Logi Gunnarsson, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands á Eurobasket í ár er klár í fyrsta leikinn á móti Grikkjum í dag. „Við áttum góða æfingu í morgun þar sem við fórum yfir ákveðna hluti sem við ætlum að gera gegn Grikkjunum. Svo erum við aftur á æfingu í kvöld þar sem við förum í skot og líka smá taktík en við erum vel undirbúnir," sagði reynsluboltinn Logi Gunnarsson í samtali við Arnar Björnsson. Grikkir eru tvöfaldir Evrópumeistarar og lið sem oftast langt í Evrópukeppninni. Er hægt að vinna þetta gríska lið? „Já við viljum meina það. Eins og við höfum alltaf gert og gerðum á síðasta móti þurfum við að vera ákveðnir og spila kröftugan bolta því að þá er allt mögulegt. Við trúum því að við getum unnið þessar þjóðir sem við erum að mæta,“ sagði Logi. Hver er munurinn á þessu Evrópumóti og fyrir tveimur árum í Berlín? „Við höldum þessari sömu taktík, þessari ákefð í vörninni og erum að tvöfalda mikið eins og við höfum verið að gera á þessar stærri þjóðir. Þeir eru ekki vanir því eru vanari því að vera að spila á móti leikmönnum sem eru jafn stórir. Við höldum þeirri taktík áfram og erum með pressu á boltann og látum mótherjana finna svolítið fyrir því. Þeim finnst óþægilegt að vera með boltann og marga leikmenn í kringum sig. Það er svona okkar taktík,“ sagði Logi. Logi er sammála því að andlegi þátturinn sé öðruvísi núna en hann var fyrir tveimur árum? „Já ég held það. Auðvitað að þegar maður er búinn að gera eitthvað einu sinni þá er það öðruvísi að gera það í annað skiptið. Það er meiri ró yfir okkur og ekki eins mikil spenna. Maður er búinn að spila við þessar stjörnur einu sinni. Þó maður verði að halda í þessa spennu og ákefð og vera spenntur fyrir verkefninu þá er ákveðin ró yfir okkur miðað við að vera að gera þetta í fyrsta skiptið“. Er þetta gaman? „Þetta er náttúrulega það skemmtilegasta sem þú gerir og maður æfir alla ævi fyrir þetta,“ sagði Logi að lokum. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Logi Gunnarsson, leikjahæsti landsliðsmaður Íslands á Eurobasket í ár er klár í fyrsta leikinn á móti Grikkjum í dag. „Við áttum góða æfingu í morgun þar sem við fórum yfir ákveðna hluti sem við ætlum að gera gegn Grikkjunum. Svo erum við aftur á æfingu í kvöld þar sem við förum í skot og líka smá taktík en við erum vel undirbúnir," sagði reynsluboltinn Logi Gunnarsson í samtali við Arnar Björnsson. Grikkir eru tvöfaldir Evrópumeistarar og lið sem oftast langt í Evrópukeppninni. Er hægt að vinna þetta gríska lið? „Já við viljum meina það. Eins og við höfum alltaf gert og gerðum á síðasta móti þurfum við að vera ákveðnir og spila kröftugan bolta því að þá er allt mögulegt. Við trúum því að við getum unnið þessar þjóðir sem við erum að mæta,“ sagði Logi. Hver er munurinn á þessu Evrópumóti og fyrir tveimur árum í Berlín? „Við höldum þessari sömu taktík, þessari ákefð í vörninni og erum að tvöfalda mikið eins og við höfum verið að gera á þessar stærri þjóðir. Þeir eru ekki vanir því eru vanari því að vera að spila á móti leikmönnum sem eru jafn stórir. Við höldum þeirri taktík áfram og erum með pressu á boltann og látum mótherjana finna svolítið fyrir því. Þeim finnst óþægilegt að vera með boltann og marga leikmenn í kringum sig. Það er svona okkar taktík,“ sagði Logi. Logi er sammála því að andlegi þátturinn sé öðruvísi núna en hann var fyrir tveimur árum? „Já ég held það. Auðvitað að þegar maður er búinn að gera eitthvað einu sinni þá er það öðruvísi að gera það í annað skiptið. Það er meiri ró yfir okkur og ekki eins mikil spenna. Maður er búinn að spila við þessar stjörnur einu sinni. Þó maður verði að halda í þessa spennu og ákefð og vera spenntur fyrir verkefninu þá er ákveðin ró yfir okkur miðað við að vera að gera þetta í fyrsta skiptið“. Er þetta gaman? „Þetta er náttúrulega það skemmtilegasta sem þú gerir og maður æfir alla ævi fyrir þetta,“ sagði Logi að lokum.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum