Innlent

Kveiktu á kertum til minningar um látinn vin

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vinir og aðstandendur kveiktu á kerti til minningar um manninn.
Vinir og aðstandendur kveiktu á kerti til minningar um manninn. vísir/eyþór
Minningarstund var haldin í svokölluðum Skatepark í Seljahverfinu í Reykjavík í gærkvöldi vegna fráfalls ungs manns sem svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í liðinni viku.

Maðurinn var úr í Breiðholtinu og átti margar góðar stundir á hjólbretti með félögum sínum. Nokkrir þeirra sem voru mest með honum á hjólabretti renndu sér honum til heiðurs á minningarathöfninni í gær. Þá var kveikt á kertum til minningar um manninn.

Landspítalinn hefur ekki viljað tjá sig neitt um sjálfsvíg mannsins eða aðstæður á geðdeild að öðru leyti en gert var með yfirlýsingu í gær. Tvö sjálfsvíg hafa orðið á geðdeild spítalans í þessum mánuði með aðeins tveggja vikna millibili.


Tengdar fréttir

Annað dauðsfall á geðdeild Landspítalans

Ungur karlmaður svipti sig lífi á geðdeild Landspítalans í gær. Þetta er í annað skipti á tíu dögum sem maður fellur fyrir eigin hendi á geðdeild spítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×