Segir erfitt að sannreyna góða hegðun sem er skilyrði fyrir uppreist æru Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. ágúst 2017 12:11 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, mun leggja til breytingar á lögum er varða uppreist æru á þingi í haust. Vísir/Ernir Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að erfitt sé að sannreyna góða hegðun þeirra sem sækja um uppreist æru en góð hegðun er eitt af skilyrðum sem menn þurfa að uppfylla fyrir því að fá uppreist æru. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði ráðherrann á opnum nefndarfundi út í það hvað væri gert til þess að kanna hvort að viðkomandi aðilar hefðu hagað sér vel í aðdraganda þess að uppreist væri veitt. „Auðvitað er ekki hægt að sannreyna þetta með nokkrum hætti. Það þarf að spyrja löggjafann hvað hann var að hugsa árið 1940 þegar lögin voru sett,“ sagði ráðherra á fundinum. Umsagnir af ýmsu tagiSigríður vísaði svo í það að til að sannreyna þetta með einhverjum hætti að menn hafi sýnt af sér góða hegðun þá hafi myndast stjórnsýsluvenja sem snúi að því að ráðuneytið óski eftir því að umsækjendur skili inn umsögnum frá að minnsta kosti tveimur aðilum um hegðun, framkomu og atferli. „Þessar umsagnir eru af margs konar tagi og geta verið frá til dæmis læknum og vinnuveitendum. [...] Það er kannski illa komið fyrir mönnum ef þeir geta ekki fundið tvö einstaklinga um að viðkomandi sé óbrjálaður,“ sagði ráðherra. Þá benti hún á að ekki væri tekið við umsögnum frá fjölskyldumeðlimum og þá hringdi það ákveðnum viðvörunarbjöllum ef umsagnaraðili væri væri mjög ungur. Auk þess væri það sérstaklega kannað en almennt væri það svo að gögnum sem skilað væri til ráðuneytisins væri tekið sem sönnum nema ástæða væri til að kanna þau sérstaklega.Ábyrgðin alltaf hjá ráðherraÞórhildur Sunna spurði líka út í það hver það væri sem bæri ábyrgð á því að uppreist æru væri veitt og hvort það væri svo að því væri alltaf haldið leyndu hverjir umsagnaraðilarnir væru. Sagði Sigríður að ráðherra bæri alltaf ábyrgðina en ekki embættismenn. „Ábyrgðin liggur alltaf á ráðherra. Það er ekki um annarskonar ábyrgð að ræða. Embættismenn í ráðuneytum verða ekki dregnir til ábyrgðar. Ábyrgðin er auðvitað ráðherrans.“ Varðandi umsagnirnar sagði ráðherrann að dómsmálaráðuneytið væri það ráðuneyti sem tæki við hvað viðkvæmustu persónuupplýsingum manna. Menn fari oft þangað með sín hjartans mál og eitt af þeim væri uppreist æru. Þá benti Sigríður á mikilvægt að hafa í huga að mörg þeirra dómsmála sem tengist uppreist æru hafi farið fram í lokuðu þinghaldi og það sé þá gert af tilliti við brotaþola. Þar sem þar fari fram sé ekki reifað opinberlega. Þá komi fram í þeim gögnum sem send séu inn með umsóknum viðkvæmar persónuleguuplýsingar, þar með talið í umsögnunum. Því væri ekki hægt að opinbera slík gögn. Uppreist æru Tengdar fréttir Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust. 30. ágúst 2017 11:06 Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, segir að erfitt sé að sannreyna góða hegðun þeirra sem sækja um uppreist æru en góð hegðun er eitt af skilyrðum sem menn þurfa að uppfylla fyrir því að fá uppreist æru. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, spurði ráðherrann á opnum nefndarfundi út í það hvað væri gert til þess að kanna hvort að viðkomandi aðilar hefðu hagað sér vel í aðdraganda þess að uppreist væri veitt. „Auðvitað er ekki hægt að sannreyna þetta með nokkrum hætti. Það þarf að spyrja löggjafann hvað hann var að hugsa árið 1940 þegar lögin voru sett,“ sagði ráðherra á fundinum. Umsagnir af ýmsu tagiSigríður vísaði svo í það að til að sannreyna þetta með einhverjum hætti að menn hafi sýnt af sér góða hegðun þá hafi myndast stjórnsýsluvenja sem snúi að því að ráðuneytið óski eftir því að umsækjendur skili inn umsögnum frá að minnsta kosti tveimur aðilum um hegðun, framkomu og atferli. „Þessar umsagnir eru af margs konar tagi og geta verið frá til dæmis læknum og vinnuveitendum. [...] Það er kannski illa komið fyrir mönnum ef þeir geta ekki fundið tvö einstaklinga um að viðkomandi sé óbrjálaður,“ sagði ráðherra. Þá benti hún á að ekki væri tekið við umsögnum frá fjölskyldumeðlimum og þá hringdi það ákveðnum viðvörunarbjöllum ef umsagnaraðili væri væri mjög ungur. Auk þess væri það sérstaklega kannað en almennt væri það svo að gögnum sem skilað væri til ráðuneytisins væri tekið sem sönnum nema ástæða væri til að kanna þau sérstaklega.Ábyrgðin alltaf hjá ráðherraÞórhildur Sunna spurði líka út í það hver það væri sem bæri ábyrgð á því að uppreist æru væri veitt og hvort það væri svo að því væri alltaf haldið leyndu hverjir umsagnaraðilarnir væru. Sagði Sigríður að ráðherra bæri alltaf ábyrgðina en ekki embættismenn. „Ábyrgðin liggur alltaf á ráðherra. Það er ekki um annarskonar ábyrgð að ræða. Embættismenn í ráðuneytum verða ekki dregnir til ábyrgðar. Ábyrgðin er auðvitað ráðherrans.“ Varðandi umsagnirnar sagði ráðherrann að dómsmálaráðuneytið væri það ráðuneyti sem tæki við hvað viðkvæmustu persónuupplýsingum manna. Menn fari oft þangað með sín hjartans mál og eitt af þeim væri uppreist æru. Þá benti Sigríður á mikilvægt að hafa í huga að mörg þeirra dómsmála sem tengist uppreist æru hafi farið fram í lokuðu þinghaldi og það sé þá gert af tilliti við brotaþola. Þar sem þar fari fram sé ekki reifað opinberlega. Þá komi fram í þeim gögnum sem send séu inn með umsóknum viðkvæmar persónuleguuplýsingar, þar með talið í umsögnunum. Því væri ekki hægt að opinbera slík gögn.
Uppreist æru Tengdar fréttir Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54 Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust. 30. ágúst 2017 11:06 Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Mál Roberts Downey undirstriki fáránleika valdsins Súrrealismi hefur einkennt meðferð máls dæmda barnaníðingsins að mati föður eins þolanda hans. 29. ágúst 2017 06:54
Dómsmálaráðherra leggur til að ákvæði um uppreist æru verði felld úr lögum Þetta kom fram á opnum fundi hennar með allsherjar-og menntamálanefnd Alþingis í morgun en ráðherrann hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis á þingi í haust. 30. ágúst 2017 11:06
Bein útsending: Opinn fundur í allsherjarnefnd um uppreist æru Opinn fundur í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis þar sem fjallað verður um reglur um uppreist æru hefst klukkan 10.30. Fundurinn er í beinni útsendingu og sjá má útsendinguna hér að neðan. 30. ágúst 2017 10:00