Innlent

Kona í sjálfheldu í fjallendi við Borgarfjörð eystri

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Björgunarsveitin á Austurlandi voru kallaðar út.
Björgunarsveitin á Austurlandi voru kallaðar út. Vísir.
Björgunarsveitir á austurlandi voru boðaðar út fyrr í dag vegna konu sem er í sjálfheldu, að því er talið er í fjallendi vestan við Borgarfjörð eystri. Konan hafði sjálf samband við Neyðarlínuna og tilkynnti um málið, en sambandið við hana slitnaði þegar hún var að lýsa staðháttum.

Miðað við þær upplýsingar sem konan náði að koma til skila og gögn úr farsímasendum, hafa björgunarsveitarmenn einhverja hugmynd um svæðið sem hún gæti verið á.

Leit er hafin á því svæði og hafa fyrstu leitaraðgerðir ekki borið árangur, verið er að boða út fleiri hópa með dróna, fjórhjól og leitarhunda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×