Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Fatlaður drengur, sem lauk grunnskólagöngu sinni í vor, getur ekki hafið framhaldsskólagöngu í haust þar sem ekki er pláss fyrir hann í skólunum. Ættingjar hans segja fleiri börn í sömu stöðu. Systir drengsins segir engin úrræði vera í boði fyrir hann í menntakerfinu, fyrst framhaldsskólar geti ekki tekið við honum.

Hún gagnrýnir úrræðaleysi og segir ólíðandi að ófatlaðir nemendur hafi forgang yfir fatlaða í menntakerfinu. Ítarlega verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar 2.

Þar verður einnig farið ítarlega yfir tilfinningaþrunginn fund í Allsherjar- og menntamálanefnd sem haldinn var í dag, en dómsmálaráðherra leggur til að að hugtakið uppreist æru verði alfarið fellt úr lögum í nýju frumvarpi.

Í fréttatímanum ræðum við einnig við formann VR sem segir allar líkur á að kjarasamningum VR verði sagt upp í febrúar, og hittum mann sem hefur búið í tjaldi í tvo mánuði og gefur fólki innsýn í líf heimilislausra í gegnum samfélagsmiðilinn Snapchat.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö á slaginu 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×