Auðvelt að koma aftur inn í þetta lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2017 06:00 Haukur Helgi er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Grikkjum á morgun. vísir/óskaró Þegar blaðamenn gengu inn í salinn í lok æfingar íslenska körfuboltalandsliðsins í Helsinki í gær sat Haukur Helgi Pálsson einn á varamannabekknum við hlið sjúkraþjálfara íslenska liðsins. Ekki var þó ástæða til að hafa neinar sérstakar áhyggjur af því þar sem hljóðið í Hauki sjálfum var gott eftir æfinguna. „Staðan er þokkaleg á mér miðað við æfingu í dag. Ég kláraði æfinguna og var frekar góður,“ sagði Haukur sem missti af síðasta undirbúningsleik íslenska liðsins fyrir mótið. Haukur Helgi er bjartsýnn á framhaldið eftir að hafa fengið að taka vel á því á gólfinu í Arena í gær. „Núna hef ég ekki spilað í viku. Pumpan er að komast af stað og ég er að venjast þessu aftur. Þetta er allt í góðu. Það er ennþá tími í fyrsta leik sem er mjög gott. Þetta lítur mjög vel út miðað við æfinguna í dag. Það er mikill spenningur og tilhlökkun í gangi núna,“ sagði Haukur. Jón Arnór Stefánsson tók líka þátt í æfingunni í gær á fullu en þeir hafa báðir verið að missa úr leiki í lokaundirbúningnum. Svo vill til að þeir eru nú orðnir herbergisfélagar. „Finnarnir eru alveg að sjá um okkur. Ég held að við Jón höfum fengið aðeins stærra herbergi því það vilja margir hanga þar. Þetta er í fyrsta skiptið sem við erum herbergisfélagar. Hann er að kenna mér ýmsa hluti,“ segir Haukur léttur. Þeir félagar voru einmitt tveir stigahæstu leikmenn íslenska liðsins á EM í Berlín fyrir tveimur árum, Jón Arnór með 13,6 stig í leik en Haukur með 12,8 stig í leik.Af æfingu landsliðsins í keppnishöllinni í Helsinki í gær.vísir/óskaró„Ég sé fyrir mér að mitt hlutverk verði svipað og fyrir tveimur árum. Mér fannst ég eiga frábært mót og ætla bara að halda því áfram núna í ár, ef ekki bara bæta við,“ segir Haukur en hann nýtti 56 prósent þriggja stiga skota sinna í Berlín 2015. „Núna eru við komnir með marga aðra sem geta tekið við boltanum og búið eitthvað til. Það léttir því aðeins á mér og opnar vonandi fyrir fleiri en mig sjálfan. Að fá Martin og Tryggva inn sem eru að fá stór hlutverk núna og eru báðir að gera mjög vel. Það gerir ekkert nema að hjálpa. Þetta lítur mjög vel út og ég hlakka til,“ segir Haukur. Hann hefur ekki áhyggjur af því að meiðslapésarnir og herbergisfélagarnir láti fjarveru sína að undanförnu trufla sig eitthvað í fyrsta leik á móti Grikkjum á morgun. „Ég er vanur að verða fyrir einhverju hnjaski og Jón líka. Þetta er nú þokkalega auðvelt fyrir okkur að koma aftur inn í þetta lið. Þetta breytist aldrei, það er alltaf sami mórall og við spilum líka eins. Við vitum allir hvað hver og einn getur gert. Það er því aðeins þægilegra að koma inn í þetta lið eftir smá stopp heldur en í önnur lið,“ segir Haukur. Það fer ekki framhjá neinum sem umgengst strákana að liðsheildin er gegnheil og sterk. „Við erum búnir að spila saman í mörg ár og sérstaklega síðustu ár. Þetta er ennþá sama gamla góða formúlan; að berjast og gera það sem maður getur,“ sagði Haukur Helgi. Fyrsti leikur íslenska liðsins er á móti Grikkjum klukkan 13.30 á morgun að íslenskum tíma. Þar verða þeir Haukur Helgi og Jón Arnór væntanlega í hópi þeirra fimm sem byrja leikinn fyrir Ísland. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Bjóst ekki við að upplifa þetta Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Helsinki í gærmorgun en strákarnir mættu allir í Leifsstöð í glæsilegum jakkafötum. Landsliðsfyrirliðinn segir mikinn mun á umgjörð liðsins í dag og fyrir nokkrum árum. 29. ágúst 2017 06:00 Elvar: Pabbi þjálfaði nokkra af þessum eldri Elvar Már Friðriksson er mættur á sitt fyrsta Evrópumót með íslenska körfuboltalandsliðinu. 29. ágúst 2017 17:17 Jón Arnór: Alveg verkjalaus í dag Íslenska karlalandsliðið í körfubolta æfði í keppnishöllinni í Helsinki í dag. Aðeins tveir dagar eru í fyrsta leik Íslands á EM. 29. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Þegar blaðamenn gengu inn í salinn í lok æfingar íslenska körfuboltalandsliðsins í Helsinki í gær sat Haukur Helgi Pálsson einn á varamannabekknum við hlið sjúkraþjálfara íslenska liðsins. Ekki var þó ástæða til að hafa neinar sérstakar áhyggjur af því þar sem hljóðið í Hauki sjálfum var gott eftir æfinguna. „Staðan er þokkaleg á mér miðað við æfingu í dag. Ég kláraði æfinguna og var frekar góður,“ sagði Haukur sem missti af síðasta undirbúningsleik íslenska liðsins fyrir mótið. Haukur Helgi er bjartsýnn á framhaldið eftir að hafa fengið að taka vel á því á gólfinu í Arena í gær. „Núna hef ég ekki spilað í viku. Pumpan er að komast af stað og ég er að venjast þessu aftur. Þetta er allt í góðu. Það er ennþá tími í fyrsta leik sem er mjög gott. Þetta lítur mjög vel út miðað við æfinguna í dag. Það er mikill spenningur og tilhlökkun í gangi núna,“ sagði Haukur. Jón Arnór Stefánsson tók líka þátt í æfingunni í gær á fullu en þeir hafa báðir verið að missa úr leiki í lokaundirbúningnum. Svo vill til að þeir eru nú orðnir herbergisfélagar. „Finnarnir eru alveg að sjá um okkur. Ég held að við Jón höfum fengið aðeins stærra herbergi því það vilja margir hanga þar. Þetta er í fyrsta skiptið sem við erum herbergisfélagar. Hann er að kenna mér ýmsa hluti,“ segir Haukur léttur. Þeir félagar voru einmitt tveir stigahæstu leikmenn íslenska liðsins á EM í Berlín fyrir tveimur árum, Jón Arnór með 13,6 stig í leik en Haukur með 12,8 stig í leik.Af æfingu landsliðsins í keppnishöllinni í Helsinki í gær.vísir/óskaró„Ég sé fyrir mér að mitt hlutverk verði svipað og fyrir tveimur árum. Mér fannst ég eiga frábært mót og ætla bara að halda því áfram núna í ár, ef ekki bara bæta við,“ segir Haukur en hann nýtti 56 prósent þriggja stiga skota sinna í Berlín 2015. „Núna eru við komnir með marga aðra sem geta tekið við boltanum og búið eitthvað til. Það léttir því aðeins á mér og opnar vonandi fyrir fleiri en mig sjálfan. Að fá Martin og Tryggva inn sem eru að fá stór hlutverk núna og eru báðir að gera mjög vel. Það gerir ekkert nema að hjálpa. Þetta lítur mjög vel út og ég hlakka til,“ segir Haukur. Hann hefur ekki áhyggjur af því að meiðslapésarnir og herbergisfélagarnir láti fjarveru sína að undanförnu trufla sig eitthvað í fyrsta leik á móti Grikkjum á morgun. „Ég er vanur að verða fyrir einhverju hnjaski og Jón líka. Þetta er nú þokkalega auðvelt fyrir okkur að koma aftur inn í þetta lið. Þetta breytist aldrei, það er alltaf sami mórall og við spilum líka eins. Við vitum allir hvað hver og einn getur gert. Það er því aðeins þægilegra að koma inn í þetta lið eftir smá stopp heldur en í önnur lið,“ segir Haukur. Það fer ekki framhjá neinum sem umgengst strákana að liðsheildin er gegnheil og sterk. „Við erum búnir að spila saman í mörg ár og sérstaklega síðustu ár. Þetta er ennþá sama gamla góða formúlan; að berjast og gera það sem maður getur,“ sagði Haukur Helgi. Fyrsti leikur íslenska liðsins er á móti Grikkjum klukkan 13.30 á morgun að íslenskum tíma. Þar verða þeir Haukur Helgi og Jón Arnór væntanlega í hópi þeirra fimm sem byrja leikinn fyrir Ísland.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Bjóst ekki við að upplifa þetta Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Helsinki í gærmorgun en strákarnir mættu allir í Leifsstöð í glæsilegum jakkafötum. Landsliðsfyrirliðinn segir mikinn mun á umgjörð liðsins í dag og fyrir nokkrum árum. 29. ágúst 2017 06:00 Elvar: Pabbi þjálfaði nokkra af þessum eldri Elvar Már Friðriksson er mættur á sitt fyrsta Evrópumót með íslenska körfuboltalandsliðinu. 29. ágúst 2017 17:17 Jón Arnór: Alveg verkjalaus í dag Íslenska karlalandsliðið í körfubolta æfði í keppnishöllinni í Helsinki í dag. Aðeins tveir dagar eru í fyrsta leik Íslands á EM. 29. ágúst 2017 19:30 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Bjóst ekki við að upplifa þetta Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Helsinki í gærmorgun en strákarnir mættu allir í Leifsstöð í glæsilegum jakkafötum. Landsliðsfyrirliðinn segir mikinn mun á umgjörð liðsins í dag og fyrir nokkrum árum. 29. ágúst 2017 06:00
Elvar: Pabbi þjálfaði nokkra af þessum eldri Elvar Már Friðriksson er mættur á sitt fyrsta Evrópumót með íslenska körfuboltalandsliðinu. 29. ágúst 2017 17:17
Jón Arnór: Alveg verkjalaus í dag Íslenska karlalandsliðið í körfubolta æfði í keppnishöllinni í Helsinki í dag. Aðeins tveir dagar eru í fyrsta leik Íslands á EM. 29. ágúst 2017 19:30
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti