Yfir þúsund látnir í miklum flóðum í sunnanverðri Asíu Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2017 11:12 Mumbai er á floti en úrhelli er enn spáð næsta sólahringinn. Vísir/AFP Miklar monsúnrigningar valda nú verstu flóðum í sunnanverðri Asíu í áraraðir. Sex manns hafa farist af völdum úrhellisins í indversku borginni Mumbai frá því í gær. Á sama tíma og fellibylurinn Harvey, öflugasta vatnsveður sem hefur gengið á land á meginlandið, veldur hörmungum í sunnanverðum Bandaríkjunum, heldur fólk áfram að láta lífið í flóðum í Asíu. Fleiri en 1.200 manns hafa farist á Indlandi, í Bangladess og Nepal. Rigningarnar hafa valdið aukskriðum í hlíðum á stóru svæði nærri rótum Himalajafjalla, að sögn The Guardian. Nýjustu fórnarlömbin eru í Mumbai á Indlandi þar sem rigningar hafa valdið flóðum og raskað daglegu lífi tvo daga í röð. Sex manns, þar á meðal tvær unga telpur, eins og tveggja ára, fórust í dag.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá dæmi um vatnselginn í Mumbai.Bringing you another amazing waterfall from Mumbai, India...BMC Rocks!Janta Shocks! #MumbaiFlooded #RainHosts pic.twitter.com/UoF9prAAeN— Sir Rohit Sharma (@ImRo450) August 29, 2017 Milljónir manna á áhrifasvæði flóðanna Götur í Mumbai hafa breyst í fljót og hefur fólk þurft að vaða vatnið upp að mitti. Úrkoman í borginni mældist 12,7 sentímetrar í gær. Spáð er áframhaldandi úrhelli næsta sólahringinn. Fleiri en fimm hundruð manns hafa farist af völdum flóða í Bihar-ríki á Indlandi og rúmlega hundrað í Uttar Pradesh í norðurhluta landsins. Á annan tug milljóna manna hafa orðið fyrir áhrifum af völdum flóðanna þar. Í Bangladess segir Alþjóðlegi Rauði krossinn og hálfmáninn að 697.000 hús af skemmst eða eyðilagst í flóðum sem hafa haft áhrif á 7,4 milljónir manna.Bangladess er eitt láglendasta ríki heims og því sérlega berskjaldað fyrir rigningar- og sjávarflóðum.Vísir/AFPÚrkoman líkleg til að aukast á hlýnandi jörðuMonsúntímabilið er í fullum gangi í sunnanverðri Asíu. Það hefst þegar suðvestanvindar gerast ríkjandi sem blása hlýju og röku lofti af norðanverðu Indlandshafi yfir heimshlutann á sumrin. Líkt og með fellibylinn Harvey vakna upp spurningar hvort að hnattræn hlýnun ágeri monsúnrigningarnar nú og í framtíðinni eftir því sem loftslagsbreytingar á jörðinni gerast enn meira áberandi.Loftslagslíkön benda til þess að meiri úrkoma muni falla á monsúntímabilinu. Ástæðan er annars vegar að hækkandi hitastig eykur mishitun lands og hafs sem knýr monsúnvindana og hins vegar hlýnun lofts yfir Indlandshafi. Hlýtt loft getur tekið við meiri raka sem gufar upp úr hafinu en svalara. Því geta monsúnvindarnir flutt enn meiri raka yfir Indland með hlýnandi loftslagi. Loftslagsmál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Miklar monsúnrigningar valda nú verstu flóðum í sunnanverðri Asíu í áraraðir. Sex manns hafa farist af völdum úrhellisins í indversku borginni Mumbai frá því í gær. Á sama tíma og fellibylurinn Harvey, öflugasta vatnsveður sem hefur gengið á land á meginlandið, veldur hörmungum í sunnanverðum Bandaríkjunum, heldur fólk áfram að láta lífið í flóðum í Asíu. Fleiri en 1.200 manns hafa farist á Indlandi, í Bangladess og Nepal. Rigningarnar hafa valdið aukskriðum í hlíðum á stóru svæði nærri rótum Himalajafjalla, að sögn The Guardian. Nýjustu fórnarlömbin eru í Mumbai á Indlandi þar sem rigningar hafa valdið flóðum og raskað daglegu lífi tvo daga í röð. Sex manns, þar á meðal tvær unga telpur, eins og tveggja ára, fórust í dag.Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá dæmi um vatnselginn í Mumbai.Bringing you another amazing waterfall from Mumbai, India...BMC Rocks!Janta Shocks! #MumbaiFlooded #RainHosts pic.twitter.com/UoF9prAAeN— Sir Rohit Sharma (@ImRo450) August 29, 2017 Milljónir manna á áhrifasvæði flóðanna Götur í Mumbai hafa breyst í fljót og hefur fólk þurft að vaða vatnið upp að mitti. Úrkoman í borginni mældist 12,7 sentímetrar í gær. Spáð er áframhaldandi úrhelli næsta sólahringinn. Fleiri en fimm hundruð manns hafa farist af völdum flóða í Bihar-ríki á Indlandi og rúmlega hundrað í Uttar Pradesh í norðurhluta landsins. Á annan tug milljóna manna hafa orðið fyrir áhrifum af völdum flóðanna þar. Í Bangladess segir Alþjóðlegi Rauði krossinn og hálfmáninn að 697.000 hús af skemmst eða eyðilagst í flóðum sem hafa haft áhrif á 7,4 milljónir manna.Bangladess er eitt láglendasta ríki heims og því sérlega berskjaldað fyrir rigningar- og sjávarflóðum.Vísir/AFPÚrkoman líkleg til að aukast á hlýnandi jörðuMonsúntímabilið er í fullum gangi í sunnanverðri Asíu. Það hefst þegar suðvestanvindar gerast ríkjandi sem blása hlýju og röku lofti af norðanverðu Indlandshafi yfir heimshlutann á sumrin. Líkt og með fellibylinn Harvey vakna upp spurningar hvort að hnattræn hlýnun ágeri monsúnrigningarnar nú og í framtíðinni eftir því sem loftslagsbreytingar á jörðinni gerast enn meira áberandi.Loftslagslíkön benda til þess að meiri úrkoma muni falla á monsúntímabilinu. Ástæðan er annars vegar að hækkandi hitastig eykur mishitun lands og hafs sem knýr monsúnvindana og hins vegar hlýnun lofts yfir Indlandshafi. Hlýtt loft getur tekið við meiri raka sem gufar upp úr hafinu en svalara. Því geta monsúnvindarnir flutt enn meiri raka yfir Indland með hlýnandi loftslagi.
Loftslagsmál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira