Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2017 09:44 Heimasíða Exton er meðal þeirra sem liggja niðri sökum bilunar hjá hýsingaraðilanum 1984. Exton er líklega stærsta fyrirtæki landsins þegar kemur að hönnun hljóð-, ljós- og myndlausna. Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. Á heimasíðu 1984, sem ekki liggur niðri, segir að reynt sé að endurheimta það sem hægt sé. „Við munum ekki hætta fyrr en við höfum skýra mynd af stöðu mála og hvernir við getum haldið áfram að þjónusta viðskiptavini okkar. Sumar þjónustur t.d. deildar hýsingar og fyrirtækjaþjónustur munu komast í loftið aftur, það er bara spurning um tíma,“ segir í tilkynningu á heimsíðunni. Eftir því sem Vísir kemst næst eru margir kúnnar áhyggjufullir um síður sínar og hefur gengið illa að ná tali af forsvarsmönnum 1984.Símstöðin okkar var einn þeirra þjóna sem varð illa úti í tortímingunni í gær. Við vinnum að því að nýrri símstöð í gagnið og förum þá að svara í símann aftur.— 1984ehf (@1984ehf) November 16, 2017 Meðal fyrirtækja og félagasamtaka sem hýsa vefsíður sínar hjá 1984 eru Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Exton, Kraftur, MustSee.is, Kop.is, Lumex.is, islenskheimili.is, Skessuhorn og Eiríkur Jónsson. Þá eiga fjölmargir einstaklingar í vandræðum og komast ekki í tölvupóstinn sinn.„Betri saga um öryggi og stöðugleika“ Fram kemur á heimasíðu 1984 að einhverjar þjónustur séu mögulega það skemmdar að þær verði ekki endurheimtar. „FreeDNS þjónustan er virk. Móttaka pósts er einnig virk og verður póstur afhentur um leið og vefþjónustan kemmst í samt horf.“ 1984 ehf var stofnað árið 2006 og í lýsingu á fyrirtækinu á heimasíðu þess kemur fram að það hafi frá stofnun haft fá og skýr markmið. Þau séu þessi. 1. Að bjóða vefhýsingu og tölvupóstþjónustu og sýndarþjóna á verði sem er samkeppnishæft á alþjóðlegum markaði. 2. Að notast ávallt við fyrsta flokks tölvubúnað. 3. Að notast við frjálsan hugbúnað í rekstri okkar kerfa, alls staðar þar sem því verður komið við. 4. Að hafa okkar tölvubúnað á Íslandi, bæði til að auka snerpu og hraða á vefjum og þjónustu okkar íslensku viðskiptavina og til að nota íslenska, vistvæna orku í okkar rekstri. „Þeir sem vit hafa á sjá strax, að fyrstu tvö markmiðin virðast ósamræmanleg, því fyrsta flokks búnaður, eins og 1984 ehf notast við, er sennilega þrefalt eða fjórfalt dýrari en sá búnaður sem nær allir samkeppnisaðilar okkar notast við. Því mætti ætla að við þyrftum að hafa þjónustuna okkar dýrari en aðrir, en svo er ekki. Okkur tekst að hafa okkar þjónustu ódýra með því að spara öll önnur útgjöld en þau sem tengjast kaupum á búnaði og viðhaldi þjónustustigs,“ segir á heimasíðunni. Notast sé við frjálsan hugbúnað, ekki aðeins vegna þess að hann er oftast laus við leyfisgjöld, heldur vegna þess að hann hefur miklu betri sögu um öryggi og stöðugleika en séreignarhugbúnaður. Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. Á heimasíðu 1984, sem ekki liggur niðri, segir að reynt sé að endurheimta það sem hægt sé. „Við munum ekki hætta fyrr en við höfum skýra mynd af stöðu mála og hvernir við getum haldið áfram að þjónusta viðskiptavini okkar. Sumar þjónustur t.d. deildar hýsingar og fyrirtækjaþjónustur munu komast í loftið aftur, það er bara spurning um tíma,“ segir í tilkynningu á heimsíðunni. Eftir því sem Vísir kemst næst eru margir kúnnar áhyggjufullir um síður sínar og hefur gengið illa að ná tali af forsvarsmönnum 1984.Símstöðin okkar var einn þeirra þjóna sem varð illa úti í tortímingunni í gær. Við vinnum að því að nýrri símstöð í gagnið og förum þá að svara í símann aftur.— 1984ehf (@1984ehf) November 16, 2017 Meðal fyrirtækja og félagasamtaka sem hýsa vefsíður sínar hjá 1984 eru Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Exton, Kraftur, MustSee.is, Kop.is, Lumex.is, islenskheimili.is, Skessuhorn og Eiríkur Jónsson. Þá eiga fjölmargir einstaklingar í vandræðum og komast ekki í tölvupóstinn sinn.„Betri saga um öryggi og stöðugleika“ Fram kemur á heimasíðu 1984 að einhverjar þjónustur séu mögulega það skemmdar að þær verði ekki endurheimtar. „FreeDNS þjónustan er virk. Móttaka pósts er einnig virk og verður póstur afhentur um leið og vefþjónustan kemmst í samt horf.“ 1984 ehf var stofnað árið 2006 og í lýsingu á fyrirtækinu á heimasíðu þess kemur fram að það hafi frá stofnun haft fá og skýr markmið. Þau séu þessi. 1. Að bjóða vefhýsingu og tölvupóstþjónustu og sýndarþjóna á verði sem er samkeppnishæft á alþjóðlegum markaði. 2. Að notast ávallt við fyrsta flokks tölvubúnað. 3. Að notast við frjálsan hugbúnað í rekstri okkar kerfa, alls staðar þar sem því verður komið við. 4. Að hafa okkar tölvubúnað á Íslandi, bæði til að auka snerpu og hraða á vefjum og þjónustu okkar íslensku viðskiptavina og til að nota íslenska, vistvæna orku í okkar rekstri. „Þeir sem vit hafa á sjá strax, að fyrstu tvö markmiðin virðast ósamræmanleg, því fyrsta flokks búnaður, eins og 1984 ehf notast við, er sennilega þrefalt eða fjórfalt dýrari en sá búnaður sem nær allir samkeppnisaðilar okkar notast við. Því mætti ætla að við þyrftum að hafa þjónustuna okkar dýrari en aðrir, en svo er ekki. Okkur tekst að hafa okkar þjónustu ódýra með því að spara öll önnur útgjöld en þau sem tengjast kaupum á búnaði og viðhaldi þjónustustigs,“ segir á heimasíðunni. Notast sé við frjálsan hugbúnað, ekki aðeins vegna þess að hann er oftast laus við leyfisgjöld, heldur vegna þess að hann hefur miklu betri sögu um öryggi og stöðugleika en séreignarhugbúnaður.
Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira