Bilun hjá 1984: „Gríðarlega alvarlegt mál“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2017 13:56 Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri 1984. Vísir „Við erum langstærsta vefhýsingafyrirtækið á landinu og þetta er því gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri vefhýsingarfyrirtækisins 1984, sem hefur glímt við alvarlega bilun í dag og í gær. Fyrirtækið hýsir þúsundir vefja en bilun í vélbúnaði hefur gert það að verkum að fjölmargir íslenskir vefir og póstþjónusta liggur niðri. Mörður segir starfsmenn fyrirtækisins vinna sleitulaust að því að setja upp vefsvæði og tölvupóst viðskiptavina fyrirtækisins úr afritum. „Og við munum ekki una okkur hvíldar fyrr en það er í höfn.“ Spurður um orsök bilunarinnar segir hann þau ekki liggja fyrir. „ Það verður rannsóknarefni bæði fyrir okkur og þann sem selur og þjónustar búnaðinn. Við verðum að finna svör við því en það gæti tekið tíma. Okkar meginmarkmið þessa stundina er að tryggja hagsmuni okkar viðskiptavina, að þeir geti notað tölvupóst og vefi sína.“ Hann segir að ekki sé búið að útiloka tölvuárás, þó að það verði að teljast ólíklegt að hans sögn þessa stundina að árás hafi orsakað þessa bilun. „ En það er í sjálfu sér ekkert ómögulegt, það er allt opið.“ Aðspurður segir hann að það muni liggja betur fyrir síðar í dag hvenær sér fyrir endann á viðgerð og að reksturinn komist í samt lag. Meðal fyrirtækja og félagasamtaka sem hýsa vefsíður sínar hjá 1984 eru Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Exton, Kraftur, MustSee.is, Kop.is, Lumex.is, islenskheimili.is, Skessuhorn og Eiríkur Jónsson. Þá eiga fjölmargir einstaklingar í vandræðum og komast ekki í tölvupóstinn sinn. Tengdar fréttir Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
„Við erum langstærsta vefhýsingafyrirtækið á landinu og þetta er því gríðarlega alvarlegt mál,“ segir Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri vefhýsingarfyrirtækisins 1984, sem hefur glímt við alvarlega bilun í dag og í gær. Fyrirtækið hýsir þúsundir vefja en bilun í vélbúnaði hefur gert það að verkum að fjölmargir íslenskir vefir og póstþjónusta liggur niðri. Mörður segir starfsmenn fyrirtækisins vinna sleitulaust að því að setja upp vefsvæði og tölvupóst viðskiptavina fyrirtækisins úr afritum. „Og við munum ekki una okkur hvíldar fyrr en það er í höfn.“ Spurður um orsök bilunarinnar segir hann þau ekki liggja fyrir. „ Það verður rannsóknarefni bæði fyrir okkur og þann sem selur og þjónustar búnaðinn. Við verðum að finna svör við því en það gæti tekið tíma. Okkar meginmarkmið þessa stundina er að tryggja hagsmuni okkar viðskiptavina, að þeir geti notað tölvupóst og vefi sína.“ Hann segir að ekki sé búið að útiloka tölvuárás, þó að það verði að teljast ólíklegt að hans sögn þessa stundina að árás hafi orsakað þessa bilun. „ En það er í sjálfu sér ekkert ómögulegt, það er allt opið.“ Aðspurður segir hann að það muni liggja betur fyrir síðar í dag hvenær sér fyrir endann á viðgerð og að reksturinn komist í samt lag. Meðal fyrirtækja og félagasamtaka sem hýsa vefsíður sínar hjá 1984 eru Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Exton, Kraftur, MustSee.is, Kop.is, Lumex.is, islenskheimili.is, Skessuhorn og Eiríkur Jónsson. Þá eiga fjölmargir einstaklingar í vandræðum og komast ekki í tölvupóstinn sinn.
Tengdar fréttir Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. 16. nóvember 2017 09:44