Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Bandaríkjamanninn Brandon Garrett til næstu þriggja mánaða.
Honum er ætlað að fylla skarð Antonios Hester sem ökklabrotnaði í leik Tindastóls og Keflavíkur á fimmtudaginn. Búist er við því að hann verði frá keppni í 2-3 mánuði.
Garrett er er 27 ára, 2,06 metra hár kraftframherji. Á síðasta tímabili lék hann með Geneve Lions í Sviss en þar áður lék hann á Spáni.
Garrett verður kominn til landsins og ekki er loku fyrir það skotið að hann geti leikið með Tindastóli þegar liðið tekur á móti Þór Þ. í 7. umferð Domino's deildar karla á fimmtudaginn.
