Ung vinstri græn leggjast gegn samstarfi með Sjálfstæðisflokknum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 18:23 Katrín Jakobsdóttir í þinghúsinu í dag. vísir/anton brink Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Þetta kemur fram í ályktun frá Ungum vinstri grænum. Þar segir að UVG muni ávallt fordæma gjörðir sem eru þvert á stefnu Vinstri grænna og í andstöðu við grasrót flokksins. „Ung vinstri græn setja sig því eindregið á móti því að Vinstri græn gangi inn í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum,“ segir í ályktuninni. „Við getum ekki samþykkt síendurteknar lygar, spillingu og frændhygli. Við getum ekki samþykkt leyndarhyggju með kynferðisbrotamönnum. Gjörðir vega þyngra en orð og við í Vinstri grænum þurfum að sýna í verki hvað við stöndum fyrir með því að neita því að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Slíkt ríkisstjórnarsamstarf er ekki rétta leiðin til þess að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar.“ Þau biðla til þingflokks VG að sýna ábyrgð með því að fara ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og láta reyna á stjórnarmyndun með öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki og Miðflokki. Þau segja að ríkisstjórnarsamstarf með spilltum flokkum muni rýrar trúverðugleika flokksins. „Það er mikilvægt til þess að Vinstri græn verði sterkt afl til framtíðar og til þess að geta staðið að langtímaúrbótum í samfélaginu. Til þess að svo geti orðið verðum við að taka skýra afstöðu gegn samstarfi við flokka þar sem að spilling og leyndarhyggja hefur grasserað.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. 13. nóvember 2017 14:50 Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Bjarni bjartsýnn á að flokkarnir þrír nái saman Segir líklegt að það skýrist í dag hvort að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fari í formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 12:10 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Ekki þörf á að boða neinn til Bessastaða Leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að þeir séu reiðubúnir til að hefja formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 17:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Ung vinstri græn, ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, leggst gegn fyrirhuguðu ríkisstjórnarsamstarfi flokksins með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Þetta kemur fram í ályktun frá Ungum vinstri grænum. Þar segir að UVG muni ávallt fordæma gjörðir sem eru þvert á stefnu Vinstri grænna og í andstöðu við grasrót flokksins. „Ung vinstri græn setja sig því eindregið á móti því að Vinstri græn gangi inn í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum,“ segir í ályktuninni. „Við getum ekki samþykkt síendurteknar lygar, spillingu og frændhygli. Við getum ekki samþykkt leyndarhyggju með kynferðisbrotamönnum. Gjörðir vega þyngra en orð og við í Vinstri grænum þurfum að sýna í verki hvað við stöndum fyrir með því að neita því að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Slíkt ríkisstjórnarsamstarf er ekki rétta leiðin til þess að standa vörð um hagsmuni þjóðarinnar.“ Þau biðla til þingflokks VG að sýna ábyrgð með því að fara ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og láta reyna á stjórnarmyndun með öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki og Miðflokki. Þau segja að ríkisstjórnarsamstarf með spilltum flokkum muni rýrar trúverðugleika flokksins. „Það er mikilvægt til þess að Vinstri græn verði sterkt afl til framtíðar og til þess að geta staðið að langtímaúrbótum í samfélaginu. Til þess að svo geti orðið verðum við að taka skýra afstöðu gegn samstarfi við flokka þar sem að spilling og leyndarhyggja hefur grasserað.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. 13. nóvember 2017 14:50 Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Bjarni bjartsýnn á að flokkarnir þrír nái saman Segir líklegt að það skýrist í dag hvort að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fari í formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 12:10 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Ekki þörf á að boða neinn til Bessastaða Leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að þeir séu reiðubúnir til að hefja formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 17:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. 13. nóvember 2017 14:50
Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14
Bjarni bjartsýnn á að flokkarnir þrír nái saman Segir líklegt að það skýrist í dag hvort að Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Vinstri græn fari í formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 12:10
Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43
Ekki þörf á að boða neinn til Bessastaða Leiðtogar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hafa tjáð Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, að þeir séu reiðubúnir til að hefja formlegar viðræður. 13. nóvember 2017 17:09