„Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 13. nóvember 2017 19:00 Á fimmta hundrað eru látnir og fleiri en sjö þúsund slasaðir eftir öflugan jarðskjálfta sem átti upptök sín við landamæri Íraks og Írans í gærkvöldi. Íslensk kona sem búsett er á svæðinu segir að erfitt hafi verið að yfirgefa heimili sitt á meðan skjálftinn reið yfir. Skjálftinn sem var af stærðinni 7,3 fannst einnig í Tyrklandi, Ísrael og Kúveit auk Írans og Íraks. Mikil skelfing greip um sig þegar íbúar flúðu skjálftann út á götu. Miklar skemmdir má sjá á myndum sem hafa verið að berast frá hamfarasvæðum en talið er að um sjötíu þúsund manns eigi í engin hús að venda eftir skjálftann. Björgunarstarf hefur farið brösulega af stað þar sem erfitt hefur verið að komast á svæðin sökum skiðufalla, jarðvegshruns og hrunina bygginga og þá hefur víðtækt rafmagnsleysi ekki bætt úr skák. Alvarlegasta ástandið í bænum Sarpol-e Zahab í Íran, fimmtán kílómetrum frá landamærunum við Írak en stærsta sjúkrahús bæjarins varð illa úti í og hefur ekki getað sinnt þeim hundruðum sem þangað hafa leitað. Íslensk kona sem starfar í Írak býr í um 270 km fjarlægð frá upptökum skjálftans. „Ég sat í stofunni heima hjá mér og var að horfa á sjónvarpið, og allt í einu byrjaði sófinn aðeins að hristast og fór svo að hristast meira og meira og allt í einu er allt farið að sveiflast til, segir Hildur Guðbjörnsdóttir, verkefnastjóri hjá Qandil. Hildur segir mikla hræðslu hafa gripið um sig.Áttaðir þú þig á því strax hvað var að gerast? „Nei nefnilega ekki. Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás eða eitthvað svoleiðis. Ég var eiginlega ennþá hræddari því ég bjóst alls ekki við jarðskjálfta. Þetta er ekki jarðskjálftasvæði, þetta hefur bara aldrei gerst áður hérna,“ segir Hildur. Hildur yfirgaf heimili sitt af elleftu hæð í miklu flýti ásamt sambýlisfólki sínu. Hún segir að erfitt hafi verið að yfirgefa húsið. „Við hlupum niður stigann á meðan hann sveiflaðist til og frá í alveg nokkrar mínútur. Það tekur langan tíma að komast niður ellefu hæðir," segir Hildur. Búist er við að tala látinna og slasaðra kom til með að hækka upptalsvert þegar frekar aðstoð berst til afskektari svæða. Náttúruhamfarirnar í Íran og Írak í gærkvöldi eru þær mannskæðustu í heiminum á árinu 2017. Tengdar fréttir Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Á fimmta hundrað eru látnir og fleiri en sjö þúsund slasaðir eftir öflugan jarðskjálfta sem átti upptök sín við landamæri Íraks og Írans í gærkvöldi. Íslensk kona sem búsett er á svæðinu segir að erfitt hafi verið að yfirgefa heimili sitt á meðan skjálftinn reið yfir. Skjálftinn sem var af stærðinni 7,3 fannst einnig í Tyrklandi, Ísrael og Kúveit auk Írans og Íraks. Mikil skelfing greip um sig þegar íbúar flúðu skjálftann út á götu. Miklar skemmdir má sjá á myndum sem hafa verið að berast frá hamfarasvæðum en talið er að um sjötíu þúsund manns eigi í engin hús að venda eftir skjálftann. Björgunarstarf hefur farið brösulega af stað þar sem erfitt hefur verið að komast á svæðin sökum skiðufalla, jarðvegshruns og hrunina bygginga og þá hefur víðtækt rafmagnsleysi ekki bætt úr skák. Alvarlegasta ástandið í bænum Sarpol-e Zahab í Íran, fimmtán kílómetrum frá landamærunum við Írak en stærsta sjúkrahús bæjarins varð illa úti í og hefur ekki getað sinnt þeim hundruðum sem þangað hafa leitað. Íslensk kona sem starfar í Írak býr í um 270 km fjarlægð frá upptökum skjálftans. „Ég sat í stofunni heima hjá mér og var að horfa á sjónvarpið, og allt í einu byrjaði sófinn aðeins að hristast og fór svo að hristast meira og meira og allt í einu er allt farið að sveiflast til, segir Hildur Guðbjörnsdóttir, verkefnastjóri hjá Qandil. Hildur segir mikla hræðslu hafa gripið um sig.Áttaðir þú þig á því strax hvað var að gerast? „Nei nefnilega ekki. Ég hélt frekar að þetta væri sjálfsmorðssprengjuárás eða eitthvað svoleiðis. Ég var eiginlega ennþá hræddari því ég bjóst alls ekki við jarðskjálfta. Þetta er ekki jarðskjálftasvæði, þetta hefur bara aldrei gerst áður hérna,“ segir Hildur. Hildur yfirgaf heimili sitt af elleftu hæð í miklu flýti ásamt sambýlisfólki sínu. Hún segir að erfitt hafi verið að yfirgefa húsið. „Við hlupum niður stigann á meðan hann sveiflaðist til og frá í alveg nokkrar mínútur. Það tekur langan tíma að komast niður ellefu hæðir," segir Hildur. Búist er við að tala látinna og slasaðra kom til með að hækka upptalsvert þegar frekar aðstoð berst til afskektari svæða. Náttúruhamfarirnar í Íran og Írak í gærkvöldi eru þær mannskæðustu í heiminum á árinu 2017.
Tengdar fréttir Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Fjöldi látinna eftir jarðskjálfta í Írak og Íran 7,3 stiga jarðskjálfti skall á svæðinu og minnst tugir eru látnir. 12. nóvember 2017 23:29