Enski boltinn

Wenger í fjögurra leikja bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jonathan Moss sendir Wenger upp í stúku.
Jonathan Moss sendir Wenger upp í stúku. vísir/getty
Enska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, í fjögurra leikja bann vegna framkomu hans í leik Arsenal og Burnley um síðustu helgi.

Wenger var afar ósáttur þegar Jonathan Moss dæmdi vítaspyrnu á Arsenal í uppbótartíma. Frakkinn var í kjölfarið sendur upp í stúku fyrir mótmæli.

Á leið sinni þangað lét hann skömmunum rigna yfir Anthony Taylor, fjórða dómara leiksins, og ýtti svo við honum.

Wenger missir af bikarleiknum gegn Southampton á morgun og deildarleikjum gegn Watford, Chelsea og Hull City.

Wenger fékk einnig 25.000 punda sekt.


Tengdar fréttir

Wenger líklega á leiðinni í langt bann

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er mögulega á leiðinni í langt fyrir framkomu sína á lokamínútunum í leik Arsenal og Burnley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×