Líkur á Kötlugosi meiri en venjulega Birgir Olgeirsson skrifar 27. janúar 2017 14:50 Katla er ein stærsta eldstöð landsins. vísir/vilhelm Talið er að líkur á eldgosi í Kötlu séu meiri en venjulega um þessar stundir. Þetta kemur fram í orðsendingu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þar sem greint er frá fundi í vísindaráði almannavarna. Ráðið kom saman til funda í dag vegna aukinnar jarðskjálftavirkni í Kötlu. Einnig var rætt um Bárðarbungu og mikilvægi vöktunar vegna náttúruvár á Íslandi. Fundinn sátu fulltrúar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórunum á Suðurlandi, Vestmannaeyjum, Norðurlandi eystra, Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Bárðarbunga í Vatnajökli þar sem gaus haustið 2014.VísirÓvenjumikil virkni Þeir sem sátu fundinn sendu frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að jarðskjálftavirkni hefur verið óvenju mikil frá því í ágúst í fyrra með þremur skjálftum stærri en M4,0 og mörgum skjálftum stærri en M3,0. Skjálftavirknin er grunnstæð og dreifð innan öskjunnar. Enginn gosórói hefur mælst samfara þessari hrinu. Samfara þessari virkni hefur orðið dálítil aukning í jarðhita. GPS stöðvar nærri öskjubrún Kötlu gefa vísbendingar um þenslu í efstu kílómetrum jarðskorpunnar síðan 2010. Þegar virkni í Kötlu vex, eins og nú er, þá verður að telja að líkur á eldgosi séu meiri en vejulega og þetta þurfa vöktunar og viðbragðsaðilar að hafa í huga, að því er fram kemur í tilkynningunni. Í tilkynningunni kemur fram að í kjölfar stórgossins í Holuhrauni og öskjusigsins í Bárðarbungu lækkaði kvikuþrýstingu mikið undir eldfjallinu.Frá fyrri fundi vísindaráðs almannavarna.Vísir/Lillý ValgerðurMikilvægt að fylgjast vel með jarðhita Meðan á þessum atburðum stóð var mjög mikil skjálftavirkni í Bárðarbungu sem datt að mestu niður við goslok í lok febrúar 2015. Jarðskjálftavirkni hófst á ný í september 2015 og hefur hún haldist mikil frá þeim tíma með tugum skjálfta af stærðinni M3,0 til M4,5. Aflögunarmælingar sýna að þensla hófst strax í kjölfar gossins og hefur kvika verið að safnast upp jafnt og þétt undir Bárðarbunguöskjunni frá þeim tíma. Talið er að sennilega séu mörg ár þar til kvikuþrýstingu nái svipuðum gildum og var fyrir gosið 2014, en þó er ekki hægt að útiloka gosvirkni á næstu árum. Takmarkaðar mælingar eru á jarðhitavirkni, en eftir því sem best er vitað hafa litlar breytingar verið á síðustu mánuðum í Bárðarbungu. Er því talið mikilvægt að fylgjast vel með jarðhitanum vegna mögulegrar vatnssöfnunar innan öskjunar. Tengdar fréttir Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Talið er að líkur á eldgosi í Kötlu séu meiri en venjulega um þessar stundir. Þetta kemur fram í orðsendingu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra þar sem greint er frá fundi í vísindaráði almannavarna. Ráðið kom saman til funda í dag vegna aukinnar jarðskjálftavirkni í Kötlu. Einnig var rætt um Bárðarbungu og mikilvægi vöktunar vegna náttúruvár á Íslandi. Fundinn sátu fulltrúar frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjórunum á Suðurlandi, Vestmannaeyjum, Norðurlandi eystra, Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.Bárðarbunga í Vatnajökli þar sem gaus haustið 2014.VísirÓvenjumikil virkni Þeir sem sátu fundinn sendu frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að jarðskjálftavirkni hefur verið óvenju mikil frá því í ágúst í fyrra með þremur skjálftum stærri en M4,0 og mörgum skjálftum stærri en M3,0. Skjálftavirknin er grunnstæð og dreifð innan öskjunnar. Enginn gosórói hefur mælst samfara þessari hrinu. Samfara þessari virkni hefur orðið dálítil aukning í jarðhita. GPS stöðvar nærri öskjubrún Kötlu gefa vísbendingar um þenslu í efstu kílómetrum jarðskorpunnar síðan 2010. Þegar virkni í Kötlu vex, eins og nú er, þá verður að telja að líkur á eldgosi séu meiri en vejulega og þetta þurfa vöktunar og viðbragðsaðilar að hafa í huga, að því er fram kemur í tilkynningunni. Í tilkynningunni kemur fram að í kjölfar stórgossins í Holuhrauni og öskjusigsins í Bárðarbungu lækkaði kvikuþrýstingu mikið undir eldfjallinu.Frá fyrri fundi vísindaráðs almannavarna.Vísir/Lillý ValgerðurMikilvægt að fylgjast vel með jarðhita Meðan á þessum atburðum stóð var mjög mikil skjálftavirkni í Bárðarbungu sem datt að mestu niður við goslok í lok febrúar 2015. Jarðskjálftavirkni hófst á ný í september 2015 og hefur hún haldist mikil frá þeim tíma með tugum skjálfta af stærðinni M3,0 til M4,5. Aflögunarmælingar sýna að þensla hófst strax í kjölfar gossins og hefur kvika verið að safnast upp jafnt og þétt undir Bárðarbunguöskjunni frá þeim tíma. Talið er að sennilega séu mörg ár þar til kvikuþrýstingu nái svipuðum gildum og var fyrir gosið 2014, en þó er ekki hægt að útiloka gosvirkni á næstu árum. Takmarkaðar mælingar eru á jarðhitavirkni, en eftir því sem best er vitað hafa litlar breytingar verið á síðustu mánuðum í Bárðarbungu. Er því talið mikilvægt að fylgjast vel með jarðhitanum vegna mögulegrar vatnssöfnunar innan öskjunar.
Tengdar fréttir Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20