Innlent

Skagfirðingar kveðja YouTube

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Sauðárkrókur í Skagafirði.
Sauðárkrókur í Skagafirði. vísir/gva
Byggðarráð Skagafjarðar mun ekki endurnýja samning við Skotta FilmTV um að streyma sveitar­stjórnarfundum á YouTube. Þetta var ákveðið á fundi ráðsins í gær. Var sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs falið að koma með tillögu um mögulegar lausnir.

Nýjasti fundur sveitarstjórnar Skagafjarðar á YouTube-síðu Skotta FilmTV er frá 26. október. Myndbandið ber nafnið Sveitarstjórn Skagafjarðar 347 10 26 2016 og höfðu alls 44 horft á upptökuna. Það myndband sem flestir hafa horft á var af sveitarstjórnarfundi 24. ágúst í fyrra. Á það hafa alls fimmtíu horft. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×