Viðskipti innlent

Verð á fötum og skóm lækkað um 10%

Haraldur Guðmundsson skrifar
Vetrarútsölur eru víða í gangi.
Vetrarútsölur eru víða í gangi.
Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í janúar 2017 var 436,5 stig og lækkaði um 0,57 prósent frá desember. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 388,0 stig og lækkaði hún um 1,20 prósent frá desember 2016.

Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofu Íslands. Þar er bent á að vetrarútsölur eru víða í gangi. Verð á fötum og skóm hafi lækkað um tíu prósent, verð á húsgögnum og heimilisbúnaði um 10,3 prósent og raftæki hafi lækkað um 14,9 prósent. Verð á nýjum bílum lækkaði um 3,4 prósent og flugfargjöld til útlanda um 12,2 prósent.

Kostnaður við búsetu í eigin húsnæði hækkaði um 1,3 prósent. Verð á bensíni og olíum hækkaði um 3,8 prósent milli mánaða. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,9 prósent en vísitalan án húsnæðis lækkað um 0,9%.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×