Dómari hefur skipað tónlistarmanninum Robin Thicke að halda sig fjarri sex ára syni hans Julian. Greint er frá þessu á vef TMZ en þar er Thicke sagður hafa grunaður um heimilisofbeldi oftar en einu sinni og því hafi nálgunarbannið verið sett á hann.
Þarf hann að halda sig í tæplega 100 metra fjarlægð frá Julian og barnsmóður sinni Paula Patton og móður hennar.
Það var Patton sem hafði farið fram á að Robin Thicke yrði sviptur forræði yfir syninum en málið verður fyrir dómstólum næstu þrjá mánuði þar sem skorið verður úr um hvort að Thicke haldi forræði yfir syninum.
