Fótbolti

Lukkudýrið Kicky orðið Íslandsvinur | Myndir

Tómas Þór Þórðarson í Doetinchem skrifar
Kicky með íslenska fánann og íslenskum krökkum í Doetinchem í dag.
Kicky með íslenska fánann og íslenskum krökkum í Doetinchem í dag. vísir/tom
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins í fótbolta eru byrjaðir að mála Doetinchem í Hollandi bláa en von er á 3.000 Íslendingum á leik stelpnanna okkar gegn Sviss á EM 2017 í dag.

Íslenskir stuðningsmenn eru að koma sér fyrir í miðbærum og næra sig og vökva rétt áður en haldið verður á stuðningsmannasvæðið. Þar fer svo mesta gleðin fram áður en að leik kemur.

Tólfan er mætt á svæðið og mun væntanlega keyra stemninguna í íslensku stuðningsmennina sem voru frábærir í fyrsta leiknum á móti Frakklandi.

Lukkudýr Evrópumótsins, kötturinn Kicky, er mætt á svæðið og var ekki lengi að byrja að halda með Íslandi. Henni var réttur íslenskur fáni og þá hópuðust íslenskir krakkar í kringum Kicky til að fá mynd af sér með henni.

Myndasyrpu frá miðborg Doetinchem í dag má sjá hér að neðan.

Ekki missa af neinu tengdu stelpunum okkar á EM 2017 í Hollandi. Íþróttadeild 365 er með öflugt teymi fréttamanna á mótinu og færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af íslenska liðinu. Fylgdu okkur á Facebook og Twitter.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×