Sannleikurinn sá að Ísland gerði ekki nóg til að eiga stig skilið Kolbeinn Tumi Daðason í Doetinchem skrifar 22. júlí 2017 19:57 Glódís Perla gat ekki leynt vonbrigðum sínum frekar en nokkur annar á Tjarnarhæðinni í kvöld eftir 2-1 tapið gegn Sviss. Vísir/Getty Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, var bogin en langt í frá brotin í viðtali við Vísi eftir 2-1 tapið gegn Sviss í Doetinchem í dag. Líkur á því að Ísland komist upp úr riðli sínum eru litlar en þó ekki úr sögunni. Glódís er strax farin að horfa fram á veginn en fagnaði því að fá knús frá fjölskyldunni sinni, sérstaklega öfum og ömmum sem ferðuðust til Hollands þrátt fyrir að hafa ekki endilega heilsu til. Hún segir íslenska liðið ekki hafa gert nóg til að eiga stig skilið í leiknum.Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn í vörn Íslands. Hún minnir um margt á Glódísi, sérstaklega þegar kemur að yfirvegun með bolta.Vísir/GettyTeygðum okkur eins langt og hægt var„Þetta var hundfúlt og ógeðslega erfitt að sjá þetta sem niðurstöðu leiksins. Við ætluðum að vinna og spila betri leik en þetta. Að mínu mati reyndum við og teygðum okkur eins langt og við gátum. Við gerðum nánast allt. Þetta var ótrúlega svekkjandi en það þýðir ekki að svekkja sig of lengi á þessu,“ sagði miðvörðurinn og var strax farin að horfa fram á veginn. „Ég er í rauninni ógeðslega spennt að fara að spila næsta leik, og fá að sýna ennþá betur, fá að vinna. Það er það sem við ætlum að gera á miðvikudaginn.“ Glódís var afar svekkt með mörkin tvö sem Ísland fékk á sig á níu mínútna tímabili, hvort sínum megin við hálfleikinn. Einbeitingarleysi hafi verið í fyrra markinu þegar Sviss skoraði eftir innkast.Enn á ný Ramona Bachmann „Á einhverjum tímapunkti missum við einbeitingu. Þær ná að kasta og spila yfir okkur og í gegn,“ segir Glódís Perla. Ramona Bachmann lék á Sif og sendi fyrir á Dickermann fyrirliða sem skoraði af stuttu færi. Ekki í fyrsta skipti sem Bachmann stríðir íslenska liðinu. „Ramona Bachmann er frábær leikmaður og gerir þetta nánast upp á sitt einsdæmi. Þetta var samt einbeitingarleysi hjá okkur og lélegt að ná ekki að halda allavega 1-0 fram í hállfeik. Það hefði gefið okkur ótrúlega mikið. Ótrúlega svekkjandi að fá þetta mark á okkur,“ segir Glódís. Sex mínútur voru liðnar af seinni hálfleik þegar Sviss skoraði aftur. „Það mark er eftir fyrirgjöf líka og það er eitthvað sem við ræddum fyrir leikinn að ætti ekki að vera hægt miðað við þá varnarlínu sem við erum með, hversu góðar við erum í loftinu og sterkar. Þannig að þetta er ótrúlega erfitt og svekkjandi. Erfitt að sætta sig við svona.“Eyðir ekki orðum í dómgæslu Mörgum hefur verið tíðrætt um rússneskan dómara leiksins sem átti ekki sinn besta dag. Glódís vildi alls ekki kenna dómgæslu um tapið. Ísland hefði hreinlega ekki gert nóg. „Nei, mér fannst við í rauninni ekki gera nóg. Við fáum á okkur tvö mörk og skorum bara eitt. Það er ekki nóg í fótboltaleik á svona stórmóti. Það er ekki hægt að fá á sig tvö mörk. Við skorum frábært mark samt sem áður og ég er mjög ánægð með það. Það er eitthvað sem við þurfum að taka með okkur í Austurríkisleikinn.“ Frakkar skoruðu sigurmark úr umdeildu víti. Fyrirliði Sviss hefði átt að fjúka útaf eftir sex mínútna leik. Ísland átti að fá víti. Ýmis fleiri atriði féllu ekki með Íslandi í leikjunum tveimur þótt dómgæslan hafi fyrst og fremst verið léleg heilt yfir. Glódís dvelur ekki við það að hlutirnir falli ekki með Íslandi. „Nei, mig langar ekki að hugsa þannig. Það er eitthvað sem við höfum ekki stjórn á. Mig langar ekki að vera að pæla í því. Ég hef fulla trú á því að Frakkar vinni Austurríki á eftir og riðillinn verði galopinn aftur. Það er mín trú allavega.“Anna Björk, Sandra María og Glódís horfa til íslenskra stuðningsmanna eftir leik og virka orðlausar.Vísir/GettyEkki þreytt fyrr en eftir leik Mikil orka fór í leikinn og var að sjá mikla þreytu á íslensku leikmönnunum. „Þetta voru mikil hlaup en andrenalínið kikkar inn og maður er tilbúinn að gera allt til að teygja okkur eftir þessu stigi, eins og við vorum að gera í lokin. Það voru allir að gefa 100 prósent, þá einhvern veginn verður stemningin bara þannig að maður klárar sig út. Svo eftir leik fer maður að verða þreyttur,“ segir Glódís. „Við höfum kannski nokkra tíma til að vera þreyttar en förum svo að fókusa á leikinn á miðvikudaginn sem við verðum að vinna til að ná okkar markmiðum.“ Miðvörðurinn, sem er nýorðinn 22 ára, talar af svo mikilli yfirvegun að maður upplifir að hún hafi staðið í hjarta íslensku varnarinnar lengi. Árin eru reyndar næstum því orðin fimm. Hún segir magnað að upplifa stuðninginn í stúkunni í Hollandi.Tár í faðmi afa og ömmu „Þetta er magnað og maður er ótrúlega stoltur af því að vera Íslendingur á svona stundum, þegar maður fær að upplifa alla þjóðina - manni finnst eins og öll þjóðin sé hérna uppi í stúku eða heima að horfa á mann. Ég viðurkenni að ég fékk tár í augun að finna þennan stuðning jafnvel þótt við töpuðum. Að allir klappi og standi upp fyrir manni er bara magnað. Þetta gefur manni ótrúlega mikið inni á vellinum.“ Eftir leik stóð stórfjölskylda Glódísar Perlu í námunda við blaðamann og öskraði á sína konu sem var hinum megin á vellinum að leita að sínu fólki. Hún fékk góðar viðtökur hjá fjölskyldunni og kærkomin knús. „Það var ótrúlega gott að fá smá knús frá mömmu og pabba, og allri fjölskyldunni. Það skiptir ótrúlega miklu máli. Og amma mín og afi báðum megin eru líka hérna sem mér finnst alveg magnað. Ég fór að gráta þegar ég knúsaði þau því mér finnst svo flott hjá þeim öllum að koma þótt þau hafi ekki endilega heilsu í það. En þau ætluðu ekki að missa af þessu.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, var bogin en langt í frá brotin í viðtali við Vísi eftir 2-1 tapið gegn Sviss í Doetinchem í dag. Líkur á því að Ísland komist upp úr riðli sínum eru litlar en þó ekki úr sögunni. Glódís er strax farin að horfa fram á veginn en fagnaði því að fá knús frá fjölskyldunni sinni, sérstaklega öfum og ömmum sem ferðuðust til Hollands þrátt fyrir að hafa ekki endilega heilsu til. Hún segir íslenska liðið ekki hafa gert nóg til að eiga stig skilið í leiknum.Ingibjörg Sigurðardóttir spilaði allan leikinn í vörn Íslands. Hún minnir um margt á Glódísi, sérstaklega þegar kemur að yfirvegun með bolta.Vísir/GettyTeygðum okkur eins langt og hægt var„Þetta var hundfúlt og ógeðslega erfitt að sjá þetta sem niðurstöðu leiksins. Við ætluðum að vinna og spila betri leik en þetta. Að mínu mati reyndum við og teygðum okkur eins langt og við gátum. Við gerðum nánast allt. Þetta var ótrúlega svekkjandi en það þýðir ekki að svekkja sig of lengi á þessu,“ sagði miðvörðurinn og var strax farin að horfa fram á veginn. „Ég er í rauninni ógeðslega spennt að fara að spila næsta leik, og fá að sýna ennþá betur, fá að vinna. Það er það sem við ætlum að gera á miðvikudaginn.“ Glódís var afar svekkt með mörkin tvö sem Ísland fékk á sig á níu mínútna tímabili, hvort sínum megin við hálfleikinn. Einbeitingarleysi hafi verið í fyrra markinu þegar Sviss skoraði eftir innkast.Enn á ný Ramona Bachmann „Á einhverjum tímapunkti missum við einbeitingu. Þær ná að kasta og spila yfir okkur og í gegn,“ segir Glódís Perla. Ramona Bachmann lék á Sif og sendi fyrir á Dickermann fyrirliða sem skoraði af stuttu færi. Ekki í fyrsta skipti sem Bachmann stríðir íslenska liðinu. „Ramona Bachmann er frábær leikmaður og gerir þetta nánast upp á sitt einsdæmi. Þetta var samt einbeitingarleysi hjá okkur og lélegt að ná ekki að halda allavega 1-0 fram í hállfeik. Það hefði gefið okkur ótrúlega mikið. Ótrúlega svekkjandi að fá þetta mark á okkur,“ segir Glódís. Sex mínútur voru liðnar af seinni hálfleik þegar Sviss skoraði aftur. „Það mark er eftir fyrirgjöf líka og það er eitthvað sem við ræddum fyrir leikinn að ætti ekki að vera hægt miðað við þá varnarlínu sem við erum með, hversu góðar við erum í loftinu og sterkar. Þannig að þetta er ótrúlega erfitt og svekkjandi. Erfitt að sætta sig við svona.“Eyðir ekki orðum í dómgæslu Mörgum hefur verið tíðrætt um rússneskan dómara leiksins sem átti ekki sinn besta dag. Glódís vildi alls ekki kenna dómgæslu um tapið. Ísland hefði hreinlega ekki gert nóg. „Nei, mér fannst við í rauninni ekki gera nóg. Við fáum á okkur tvö mörk og skorum bara eitt. Það er ekki nóg í fótboltaleik á svona stórmóti. Það er ekki hægt að fá á sig tvö mörk. Við skorum frábært mark samt sem áður og ég er mjög ánægð með það. Það er eitthvað sem við þurfum að taka með okkur í Austurríkisleikinn.“ Frakkar skoruðu sigurmark úr umdeildu víti. Fyrirliði Sviss hefði átt að fjúka útaf eftir sex mínútna leik. Ísland átti að fá víti. Ýmis fleiri atriði féllu ekki með Íslandi í leikjunum tveimur þótt dómgæslan hafi fyrst og fremst verið léleg heilt yfir. Glódís dvelur ekki við það að hlutirnir falli ekki með Íslandi. „Nei, mig langar ekki að hugsa þannig. Það er eitthvað sem við höfum ekki stjórn á. Mig langar ekki að vera að pæla í því. Ég hef fulla trú á því að Frakkar vinni Austurríki á eftir og riðillinn verði galopinn aftur. Það er mín trú allavega.“Anna Björk, Sandra María og Glódís horfa til íslenskra stuðningsmanna eftir leik og virka orðlausar.Vísir/GettyEkki þreytt fyrr en eftir leik Mikil orka fór í leikinn og var að sjá mikla þreytu á íslensku leikmönnunum. „Þetta voru mikil hlaup en andrenalínið kikkar inn og maður er tilbúinn að gera allt til að teygja okkur eftir þessu stigi, eins og við vorum að gera í lokin. Það voru allir að gefa 100 prósent, þá einhvern veginn verður stemningin bara þannig að maður klárar sig út. Svo eftir leik fer maður að verða þreyttur,“ segir Glódís. „Við höfum kannski nokkra tíma til að vera þreyttar en förum svo að fókusa á leikinn á miðvikudaginn sem við verðum að vinna til að ná okkar markmiðum.“ Miðvörðurinn, sem er nýorðinn 22 ára, talar af svo mikilli yfirvegun að maður upplifir að hún hafi staðið í hjarta íslensku varnarinnar lengi. Árin eru reyndar næstum því orðin fimm. Hún segir magnað að upplifa stuðninginn í stúkunni í Hollandi.Tár í faðmi afa og ömmu „Þetta er magnað og maður er ótrúlega stoltur af því að vera Íslendingur á svona stundum, þegar maður fær að upplifa alla þjóðina - manni finnst eins og öll þjóðin sé hérna uppi í stúku eða heima að horfa á mann. Ég viðurkenni að ég fékk tár í augun að finna þennan stuðning jafnvel þótt við töpuðum. Að allir klappi og standi upp fyrir manni er bara magnað. Þetta gefur manni ótrúlega mikið inni á vellinum.“ Eftir leik stóð stórfjölskylda Glódísar Perlu í námunda við blaðamann og öskraði á sína konu sem var hinum megin á vellinum að leita að sínu fólki. Hún fékk góðar viðtökur hjá fjölskyldunni og kærkomin knús. „Það var ótrúlega gott að fá smá knús frá mömmu og pabba, og allri fjölskyldunni. Það skiptir ótrúlega miklu máli. Og amma mín og afi báðum megin eru líka hérna sem mér finnst alveg magnað. Ég fór að gráta þegar ég knúsaði þau því mér finnst svo flott hjá þeim öllum að koma þótt þau hafi ekki endilega heilsu í það. En þau ætluðu ekki að missa af þessu.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Telur daga McGregor í UFC talda Sport Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn City ætlar að kaupa í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sjá meira