Nú má til að mynda sjá andlitið á Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, á mörgum strætóskýlum í borginni. Skilaboðin á myndinni eru eftirfarandi: Forysta um framfarir.
Vísir hefur fengið tvær ábendingar um að búið sé að fikta í umræddri auglýsingu og breyta auglýsingunni í Forysta um samfarir og búið er að líma IceHot1 fyrir bókstafinn D.
Þetta hefur verið gert við Þjóðskjalasafnið og við Laugardalslaugina eins og sjá má hér að neðan.

Ekki mjög góð mynd en einhver meistari skellti þessu upp í strætóskýlinu við ÞjóðskjalasafniðMerkt Icehot1 uppí hægra horninu pic.twitter.com/IXjUL7MXLV
— Silja Björk (@siljabjorkk) October 4, 2017