Fjögurra ára fangelsi fyrir tvær nauðganir og kynferðislega áreitni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. júní 2017 11:45 Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 13. febrúar vegna málsins. Vísir/Stefán Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir tvær nauðganir og kynferðislega áreitni. Brotin voru öll framin á Hóteli á Suðurlandi í febrúar í kjölfar árshátíðar. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 13. febrúar vegna málsins. Manninum var gefin að sök nauðgun, með því að hafa farið inn í herbergi nr. 311 á hóteli þar sem kona lá sofandi í rúmi, strokið læri hennar, fært nærbuxur hennar til hliðar og haft samræði við hana gegn hennar vilja, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Konan ýtti ákærða ofan af sér um leið og hún vaknaði og varð þess vör að ákærði var að hafa samræði við sig og í kjölfarið yfirgaf ákærði herbergið. Önnur kona kærði manninn fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa í kjölfarið á fyrsta atvikinu farið inn í herbergi nr. 203, þar sem konan lá sofandi í rúmi ásamt fleirum, strokið bæði læri hennar að innanverðu og innan klæða, og rass utan klæða. Í kjölfarið vaknaði konan og ásamt vitni sem vísaði ákærða út úr herberginu. Í kjölfarið á þessu fór maðurinn inn í herbergi nr. 207, þar sem þriðja konan lá sofandi í rúmi, klæddi hana úr nærbuxum og stakk fingrum inn í leggöng hennar gegn hennar vilja, notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Maðurinn hætti um leið og hann varð var við að konan væri vöknuð og fór þá inn á salerni herbergisins þar sem lögregla handtók ákærða skömmu síðar.Bar fyrir sig ljótan misskilning Við handtöku var maðurinn með kvenmannsnærbuxur í brjóstvasa sínum sem voru í eigu þriðju konunnar. Þegar maðurinn var spurður hvort hann hefði brotið gegn fyrstu konunni sagðist hann ekki hafa áttað sig á því að hún hefði upplifað að hann hefði brotið gegn sér fyrr en hún hefði sagt honum að hætta og þá hafi hann gert það. Um annað brotið sagðist hann hafa verið að leita að tóbaki í rúmi konunnar en að hann hefði ekki snert hana. Um þriðja brotið sagði hann að um ljótan misskilning væri að ræða og að honum hefði verið boðið til konunnar. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ásetningur mannsins til brotanna hafi verið einbeittur, en hann hélt brotum sínum áfram þrátt fyrir að hafa verið hent út af tveimur hótelherbergjum og hætti ekki fyrr en komið var að honum. Allir brotaþolar hafi verið sofandi þegar hann kom að þeim og að það hafi verið honum ljóst. Framburður mannsins þótti ekki að öllu leyti skýr, en framburður kvennanna þriggja þótti hins vegar stöðugur og skýr. Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Honum var auk þess gert að greiða tveimur kvennanna 1.500.000 krónur í miskabætur og þriðju konunni 800.000 krónur. Þá þarf hann að greiða allan kostnað af málsvörn sinni og réttargæslu kvennanna. Dómsmál Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir tvær nauðganir og kynferðislega áreitni. Brotin voru öll framin á Hóteli á Suðurlandi í febrúar í kjölfar árshátíðar. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 13. febrúar vegna málsins. Manninum var gefin að sök nauðgun, með því að hafa farið inn í herbergi nr. 311 á hóteli þar sem kona lá sofandi í rúmi, strokið læri hennar, fært nærbuxur hennar til hliðar og haft samræði við hana gegn hennar vilja, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Konan ýtti ákærða ofan af sér um leið og hún vaknaði og varð þess vör að ákærði var að hafa samræði við sig og í kjölfarið yfirgaf ákærði herbergið. Önnur kona kærði manninn fyrir kynferðislega áreitni með því að hafa í kjölfarið á fyrsta atvikinu farið inn í herbergi nr. 203, þar sem konan lá sofandi í rúmi ásamt fleirum, strokið bæði læri hennar að innanverðu og innan klæða, og rass utan klæða. Í kjölfarið vaknaði konan og ásamt vitni sem vísaði ákærða út úr herberginu. Í kjölfarið á þessu fór maðurinn inn í herbergi nr. 207, þar sem þriðja konan lá sofandi í rúmi, klæddi hana úr nærbuxum og stakk fingrum inn í leggöng hennar gegn hennar vilja, notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Maðurinn hætti um leið og hann varð var við að konan væri vöknuð og fór þá inn á salerni herbergisins þar sem lögregla handtók ákærða skömmu síðar.Bar fyrir sig ljótan misskilning Við handtöku var maðurinn með kvenmannsnærbuxur í brjóstvasa sínum sem voru í eigu þriðju konunnar. Þegar maðurinn var spurður hvort hann hefði brotið gegn fyrstu konunni sagðist hann ekki hafa áttað sig á því að hún hefði upplifað að hann hefði brotið gegn sér fyrr en hún hefði sagt honum að hætta og þá hafi hann gert það. Um annað brotið sagðist hann hafa verið að leita að tóbaki í rúmi konunnar en að hann hefði ekki snert hana. Um þriðja brotið sagði hann að um ljótan misskilning væri að ræða og að honum hefði verið boðið til konunnar. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins.Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að ásetningur mannsins til brotanna hafi verið einbeittur, en hann hélt brotum sínum áfram þrátt fyrir að hafa verið hent út af tveimur hótelherbergjum og hætti ekki fyrr en komið var að honum. Allir brotaþolar hafi verið sofandi þegar hann kom að þeim og að það hafi verið honum ljóst. Framburður mannsins þótti ekki að öllu leyti skýr, en framburður kvennanna þriggja þótti hins vegar stöðugur og skýr. Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi. Honum var auk þess gert að greiða tveimur kvennanna 1.500.000 krónur í miskabætur og þriðju konunni 800.000 krónur. Þá þarf hann að greiða allan kostnað af málsvörn sinni og réttargæslu kvennanna.
Dómsmál Tengdar fréttir Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46 Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53 Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Grunaður um kynferðisbrot gegn tveimur konum Lögreglan á Suðurlandi handtók í gær mann sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald fram á föstudag. 14. febrúar 2017 22:46
Grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum: Taldi að um misskilning væri að ræða Í greinargerð lögreglu segir að lögregla telji að framburður mannins um að kynferðismökin hafi verið með samþykki kvennana og að hann hafi hætt eftir að þær báðu hann um að hætta sé afar ótrúverðugur. 22. febrúar 2017 19:53
Spánverji í gæsluvarðhald grunaður um kynferðisbrot gegn þremur konum Maðurinn er grunaður um að hafa að morgni síðastliðins mánudags brotið kynferðislega gegn þremur konum á hóteli á Suðurlandi. 17. febrúar 2017 16:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“