Þýskalandskanslari í beinni andstöðu við Bandaríkjaforseta Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. júní 2017 07:00 Angela Merkel, Þýskalandskanslari, bauð Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins velkominn til Þýskalands í gær. vísir/afp Árlegur fundur leiðtoga G20 ríkjanna mun að mestu snúast um hvernig hægt sé að byggja ofan á þann grunn sem Parísarsamkomulagið er og baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á þingfundi í gær. Þjóðverjar eru gestgjafar fundarins sem fer fram 7. og 8. júlí. Venja er fyrir því að gestgjafinn ákveði forgangsatriði fundarins. Fundurinn gæti þar af leiðandi orðið nokkuð einkennilegur fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem tilkynnti á dögunum að hann myndi draga ríki sitt út úr samkomulaginu. Viðurkenndi Merkel þetta fyrir þinginu. Hún sagði þó að baráttan gegn loftslagsbreytingum væri forgangsmál fyrir Evrópuþjóðir. „Ágreiningsmálin eru augljós og það væri óheiðarlegt af mér að reyna að draga dul á þau. Það mun ég ekki gera,“ sagði Merkel og bætti við: „Evrópusambandið stendur við Parísarsamkomulagið og mun innleiða ákvæði þess hratt og örugglega.“ Þá sagði Merkel að ákvörðun Bandaríkjaforseta hefði þau áhrif að hún væri enn ákveðnari en áður í að tryggja að markmið Parísarsamkomulagsins verði að veruleika. Kanslarinn skaut einnig á Trump. „Þeir sem halda að vandamál heimsins megi leysa með einangrunarstefnu hafa einstaklega rangt fyrir sér.“ Leiðtogar tuttugu ríkja sækja fundinn. Það er leiðtogar Argentínu, Ástralíu, Brasilíu, Kanada, Kína, Frakklands, Þýskalands, Indlands, Indónesíu, Ítalíu, Japans, Mexíkó, Rússlands, Sádi-Arabíu, Suður-Afríku, Suður-Kóreu, Tyrklands, Bretlands og Bandaríkjanna auk forseta leiðtogaráðs ESB og forseta framkvæmdastjórnar ESB. Þá hefur leiðtogum Gíneu, Hollands, Noregs, Senegal, Singapúr, Spánar og Víetnam einnig verið boðið. Bandaríkin eru eina ríkið sem sækir fundinn sem mun ekki vera hluti af Parísarsamkomulaginu. Trump er þó ekki eini leiðtoginn sem Merkel stendur í stappi við. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur nefnilega óskað eftir því að halda stuðningsmannafund með Tyrkjum í Þýskalandi. Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í samtali við Deutsche Welle að slíkt hentaði ekki. Pólitískt landslag í Þýskalandi væri ekki rétt fyrir slíkan fund. Fyrr á árinu var ráðherrum Erdogans meinað að halda slíka fundi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar, sem voru síðan samþykktar og færðu Tyrkland í átt að forsetaræði. Sakaði Erdogan þá Þjóðverja um að haga sér líkt og þeir gerðu í síðari heimsstyrjöldinni. Fór svo að lokum að 63 prósent Tyrkja í Þýskalandi kusu með breytingunum en 37 prósent gegn þeim. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Árlegur fundur leiðtoga G20 ríkjanna mun að mestu snúast um hvernig hægt sé að byggja ofan á þann grunn sem Parísarsamkomulagið er og baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Þetta sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, á þingfundi í gær. Þjóðverjar eru gestgjafar fundarins sem fer fram 7. og 8. júlí. Venja er fyrir því að gestgjafinn ákveði forgangsatriði fundarins. Fundurinn gæti þar af leiðandi orðið nokkuð einkennilegur fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem tilkynnti á dögunum að hann myndi draga ríki sitt út úr samkomulaginu. Viðurkenndi Merkel þetta fyrir þinginu. Hún sagði þó að baráttan gegn loftslagsbreytingum væri forgangsmál fyrir Evrópuþjóðir. „Ágreiningsmálin eru augljós og það væri óheiðarlegt af mér að reyna að draga dul á þau. Það mun ég ekki gera,“ sagði Merkel og bætti við: „Evrópusambandið stendur við Parísarsamkomulagið og mun innleiða ákvæði þess hratt og örugglega.“ Þá sagði Merkel að ákvörðun Bandaríkjaforseta hefði þau áhrif að hún væri enn ákveðnari en áður í að tryggja að markmið Parísarsamkomulagsins verði að veruleika. Kanslarinn skaut einnig á Trump. „Þeir sem halda að vandamál heimsins megi leysa með einangrunarstefnu hafa einstaklega rangt fyrir sér.“ Leiðtogar tuttugu ríkja sækja fundinn. Það er leiðtogar Argentínu, Ástralíu, Brasilíu, Kanada, Kína, Frakklands, Þýskalands, Indlands, Indónesíu, Ítalíu, Japans, Mexíkó, Rússlands, Sádi-Arabíu, Suður-Afríku, Suður-Kóreu, Tyrklands, Bretlands og Bandaríkjanna auk forseta leiðtogaráðs ESB og forseta framkvæmdastjórnar ESB. Þá hefur leiðtogum Gíneu, Hollands, Noregs, Senegal, Singapúr, Spánar og Víetnam einnig verið boðið. Bandaríkin eru eina ríkið sem sækir fundinn sem mun ekki vera hluti af Parísarsamkomulaginu. Trump er þó ekki eini leiðtoginn sem Merkel stendur í stappi við. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur nefnilega óskað eftir því að halda stuðningsmannafund með Tyrkjum í Þýskalandi. Sigmar Gabriel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í samtali við Deutsche Welle að slíkt hentaði ekki. Pólitískt landslag í Þýskalandi væri ekki rétt fyrir slíkan fund. Fyrr á árinu var ráðherrum Erdogans meinað að halda slíka fundi í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar, sem voru síðan samþykktar og færðu Tyrkland í átt að forsetaræði. Sakaði Erdogan þá Þjóðverja um að haga sér líkt og þeir gerðu í síðari heimsstyrjöldinni. Fór svo að lokum að 63 prósent Tyrkja í Þýskalandi kusu með breytingunum en 37 prósent gegn þeim.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira