Mikilvægt skref fyrir framtíðina Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2017 06:00 Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri Olís, Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, og Ingibjörg Pálmadóttir, stjórnarformaður 365, handsala samninginn. Fréttablaðið/Ernir „Þetta er gleðidagur,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, um nýjan samstarfssamning HSÍ, Olís og 365 sem felur í sér stóraukna umfjöllun um Olís-deildir karla og kvenna. Í gær var undirritaður samningur á milli þessara þriggja aðila sem færir deildakeppnina í handboltanum og úrslitakeppnina yfir á Stöð 2 Sport en 22 ár eru síðan 365 var síðast með handboltann. Beinum útsendingum mun fjölga verulega í karla- og kvennadeildinni. Tveir leikir að lágmarki verða í beinni hjá körlunum í hverri umferð og einn hjá konunum. Í sérstökum uppgjörsþætti í anda þess sem Stöð 2 Sport hefur verið með í fótboltanum og körfuboltanum er hver umferð svo gerð upp.Mikilvægt skref „Þetta er mjög mikilvægt fyrir handboltann. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera búnir að tryggja umfjöllun og auglýsingasamning til næstu þriggja ára. Við erum mjög heppnir að vera með jafnsterkan aðila og Olís á bakvið okkur og við eigum von á því að mótið á næsta ári verði flott og vel auglýst,“ segir Róbert Geir. Tímapunkturinn til að taka þetta skref segir Róbert að sé fullkominn þar sem ógnarsterkir leikmenn hafi flykkst heim bæði í Olís-deild karla og kvenna. „Við vildum auka umfjöllun mikið um handbolta og efla hana. Deildin verður að okkar mati alveg gríðarlega sterk þar sem við erum að fá atvinnu- og landsliðsmenn aftur heim. Því var tímapunkturinn góður fyrir okkur núna að gera nýjan samning og auka umfjöllunina.“Góðir leikdagar Olís-deild karla hefur til langs tíma aðallega verið spiluð á fimmtudagskvöldum og stelpurnar hafa spilað á laugardögum. Nú fara leikir karlanna fram á sunnudögum og mánudögum, sjónvarpsleikur stelpnanna verður á sunnudögum og kvennaumferðin klárast svo á þriðjudögum. Róbert segir þessa breytingu á leikdögum ekki hafa komið illa við félögin. „Við upplýstum formennina í deildinni um hvert við stefndum og almennt séð er mikil ánægja með þennan nýja samning. Það er mikil sátt um hvert við erum að stefna,“ segir framkvæmdastjórinn sem er sjálfur spenntur fyrir þessari breytingu. „Ég held að þessir leikdagar séu mjög góðir. Sunnudagar, mánudagar og þriðjudagar eru dagar sem eru lítið notaðir í öðru sporti. Það var engin pressa á okkur að taka þessa leikdaga, þetta var val frá okkur. Við erum búin að ræða þetta við félögin og almennt séð eru miklar og góðar undirtektir við þessum leikdögum.“Langtímamarkmiðið Umfjöllun um Olís-deildirnar verður ekki bara áberandi í sjónvarpi 365 heldur á öllum miðlum. Róbert segir þetta allt mikilvægt fyrir framtíð handboltans og styður þetta við framtíðaráform HSÍ sem þarf vitaskuld að horfa til fleiri hluta en bara umfjöllunar um deildina. „Fyrst og fremst erum við að fá aukna umfjöllun um íþróttina og ná að markaðssetja hana enn betur. Markmið okkar til langs tíma er að fjölga iðkendum og búa til framtíðarstjörnur og landsliðsmenn. Ég held að þessi samningur sé mjög góður hvað það varðar,“ segir Róbert Geir Gíslason. Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
„Þetta er gleðidagur,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, um nýjan samstarfssamning HSÍ, Olís og 365 sem felur í sér stóraukna umfjöllun um Olís-deildir karla og kvenna. Í gær var undirritaður samningur á milli þessara þriggja aðila sem færir deildakeppnina í handboltanum og úrslitakeppnina yfir á Stöð 2 Sport en 22 ár eru síðan 365 var síðast með handboltann. Beinum útsendingum mun fjölga verulega í karla- og kvennadeildinni. Tveir leikir að lágmarki verða í beinni hjá körlunum í hverri umferð og einn hjá konunum. Í sérstökum uppgjörsþætti í anda þess sem Stöð 2 Sport hefur verið með í fótboltanum og körfuboltanum er hver umferð svo gerð upp.Mikilvægt skref „Þetta er mjög mikilvægt fyrir handboltann. Það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera búnir að tryggja umfjöllun og auglýsingasamning til næstu þriggja ára. Við erum mjög heppnir að vera með jafnsterkan aðila og Olís á bakvið okkur og við eigum von á því að mótið á næsta ári verði flott og vel auglýst,“ segir Róbert Geir. Tímapunkturinn til að taka þetta skref segir Róbert að sé fullkominn þar sem ógnarsterkir leikmenn hafi flykkst heim bæði í Olís-deild karla og kvenna. „Við vildum auka umfjöllun mikið um handbolta og efla hana. Deildin verður að okkar mati alveg gríðarlega sterk þar sem við erum að fá atvinnu- og landsliðsmenn aftur heim. Því var tímapunkturinn góður fyrir okkur núna að gera nýjan samning og auka umfjöllunina.“Góðir leikdagar Olís-deild karla hefur til langs tíma aðallega verið spiluð á fimmtudagskvöldum og stelpurnar hafa spilað á laugardögum. Nú fara leikir karlanna fram á sunnudögum og mánudögum, sjónvarpsleikur stelpnanna verður á sunnudögum og kvennaumferðin klárast svo á þriðjudögum. Róbert segir þessa breytingu á leikdögum ekki hafa komið illa við félögin. „Við upplýstum formennina í deildinni um hvert við stefndum og almennt séð er mikil ánægja með þennan nýja samning. Það er mikil sátt um hvert við erum að stefna,“ segir framkvæmdastjórinn sem er sjálfur spenntur fyrir þessari breytingu. „Ég held að þessir leikdagar séu mjög góðir. Sunnudagar, mánudagar og þriðjudagar eru dagar sem eru lítið notaðir í öðru sporti. Það var engin pressa á okkur að taka þessa leikdaga, þetta var val frá okkur. Við erum búin að ræða þetta við félögin og almennt séð eru miklar og góðar undirtektir við þessum leikdögum.“Langtímamarkmiðið Umfjöllun um Olís-deildirnar verður ekki bara áberandi í sjónvarpi 365 heldur á öllum miðlum. Róbert segir þetta allt mikilvægt fyrir framtíð handboltans og styður þetta við framtíðaráform HSÍ sem þarf vitaskuld að horfa til fleiri hluta en bara umfjöllunar um deildina. „Fyrst og fremst erum við að fá aukna umfjöllun um íþróttina og ná að markaðssetja hana enn betur. Markmið okkar til langs tíma er að fjölga iðkendum og búa til framtíðarstjörnur og landsliðsmenn. Ég held að þessi samningur sé mjög góður hvað það varðar,“ segir Róbert Geir Gíslason.
Olís-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira