Fleiri lönd bætast á ferðabannslista Bandaríkjanna Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. september 2017 07:47 Hvíta húsið sendi frá sér tilkynningu í gærkvöldi. Vísir/Getty Löndunum sem hið svokallaða ferðabann Bandaríkjanna tekur til hefur verið fjölgað. Frá þessu var greint í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í nótt. Í fyrri útgáfu bannsins var fólki frá Íran, Líbíu, Sýrlandi, Sómalíu, og Jemen meinaður aðgangur að Bandaríkjunum nema það hefði „náin tengsl“ við bandaríska ríkisborgara. Samkvæmt tilkynningunni í nótt hefur Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad verið bætt á listann. Bannið er þó breytilegt eftir löndum og verður komið á í skrefum. Þannig er öllum Norður-Kóreubúum bannað að koma til Bandaríkjanna en námsmenn frá Íran er hleypt inn, að undangengnum ítarlegum prófunum.Making America Safe is my number one priority. We will not admit those into our country we cannot safely vet.https://t.co/KJ886okyfC— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2017 Hvíta húsið segir að hið nýja bann „sé mikilvægt skref í átt að innflytjendastefnu sem stendur vörð um öryggi Bandaríkjamanna á tímum hættulegra hryðjuverka og alþjóðlegra glæpa.“ Haft er eftir Bandaríkjaforseta í yfirlýsingunni að ekki sé hægt að „endurtaka fyrri mistök“ í málaflokknum sem hafi bakað Bandaríkjunum áður óþekkt vandræði. „Helst skylda mín er að tryggja öryggi bandarísku þjóðarinnar og með nýja ferðabanninu er ég að uppfylla þá skuldbindingu,“ segir Donald Trump í tilkynningunni. Fyrra ferðabann hefur verið í gildi undanfarna þrjá mánuði en því var komið á, eftir þref fyrir bandarískum dómstólum, með forsetaúrskurði. Hin svokölluðu nánu tengsl sem útlendingar frá fyrrgreindum bannlöndum þurftu að hafa við Bandaríkjamenn voru ef fólk á foreldra, maka, börn, tengdabörn eða systkini í Bandaríkjunum. Önnur fjölskyldutengsl uppfylla ekki skilyrði ferðabannsins.The US Trump administration places new travel restrictions on eight countries, including North Korea and Venezuela https://t.co/4eNjXAVT8V pic.twitter.com/4pH1lE3P4q— CNN International (@cnni) September 25, 2017 Donald Trump Tjad Tengdar fréttir Tíststormur Trump gæti skaðað „ferðabann“ forsetans Donald Trump Bandaríkjaforseti gæti hafa komið sér í klandur með orðavaðli sínum um ferðabann gegn múslímaríkjum á Twitter í morgun. Tístin gætu verið notuð gegn stjórnvöldum þegar tekist verður á um bannið fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. 5. júní 2017 16:38 Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25 Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Löndunum sem hið svokallaða ferðabann Bandaríkjanna tekur til hefur verið fjölgað. Frá þessu var greint í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í nótt. Í fyrri útgáfu bannsins var fólki frá Íran, Líbíu, Sýrlandi, Sómalíu, og Jemen meinaður aðgangur að Bandaríkjunum nema það hefði „náin tengsl“ við bandaríska ríkisborgara. Samkvæmt tilkynningunni í nótt hefur Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad verið bætt á listann. Bannið er þó breytilegt eftir löndum og verður komið á í skrefum. Þannig er öllum Norður-Kóreubúum bannað að koma til Bandaríkjanna en námsmenn frá Íran er hleypt inn, að undangengnum ítarlegum prófunum.Making America Safe is my number one priority. We will not admit those into our country we cannot safely vet.https://t.co/KJ886okyfC— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2017 Hvíta húsið segir að hið nýja bann „sé mikilvægt skref í átt að innflytjendastefnu sem stendur vörð um öryggi Bandaríkjamanna á tímum hættulegra hryðjuverka og alþjóðlegra glæpa.“ Haft er eftir Bandaríkjaforseta í yfirlýsingunni að ekki sé hægt að „endurtaka fyrri mistök“ í málaflokknum sem hafi bakað Bandaríkjunum áður óþekkt vandræði. „Helst skylda mín er að tryggja öryggi bandarísku þjóðarinnar og með nýja ferðabanninu er ég að uppfylla þá skuldbindingu,“ segir Donald Trump í tilkynningunni. Fyrra ferðabann hefur verið í gildi undanfarna þrjá mánuði en því var komið á, eftir þref fyrir bandarískum dómstólum, með forsetaúrskurði. Hin svokölluðu nánu tengsl sem útlendingar frá fyrrgreindum bannlöndum þurftu að hafa við Bandaríkjamenn voru ef fólk á foreldra, maka, börn, tengdabörn eða systkini í Bandaríkjunum. Önnur fjölskyldutengsl uppfylla ekki skilyrði ferðabannsins.The US Trump administration places new travel restrictions on eight countries, including North Korea and Venezuela https://t.co/4eNjXAVT8V pic.twitter.com/4pH1lE3P4q— CNN International (@cnni) September 25, 2017
Donald Trump Tjad Tengdar fréttir Tíststormur Trump gæti skaðað „ferðabann“ forsetans Donald Trump Bandaríkjaforseti gæti hafa komið sér í klandur með orðavaðli sínum um ferðabann gegn múslímaríkjum á Twitter í morgun. Tístin gætu verið notuð gegn stjórnvöldum þegar tekist verður á um bannið fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. 5. júní 2017 16:38 Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25 Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Tíststormur Trump gæti skaðað „ferðabann“ forsetans Donald Trump Bandaríkjaforseti gæti hafa komið sér í klandur með orðavaðli sínum um ferðabann gegn múslímaríkjum á Twitter í morgun. Tístin gætu verið notuð gegn stjórnvöldum þegar tekist verður á um bannið fyrir Hæstarétti Bandaríkjanna. 5. júní 2017 16:38
Frekari útvötnun ferðabanns Trump fyrir Hæstarétt Það kemur til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna að ákveða hvort að stjórn Donalds Trump hafi farið eftir lögum þegar hún ákvað hverjir skyldu undanþegnir ferðabanni hans og hverjir ekki. 15. júlí 2017 09:25
Ferðabann Trump gegn múslimalöndum tekur gildi Borgarar sex landa þar sem meirihluti íbúa er múslimar geta aðeins komið til Bandaríkjanna ef þeir hafa "náin tengsl“ við landið frá og með miðnætti. Þá tekur ferðabann Donalds Trump gildi að hluta til eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna aflétti lögbanni á hluta þess á mánudag. 29. júní 2017 11:28