Mikill hiti var í Boston í gær þær flöskur af vatni sem voru til sölu seldust upp. Þá tóku veitingasölumenn vallarins upp á að selja áhorfendum kranavatn.
Einn áhorfandi eyddi 45 dollurum í vatn á vellinum í gær, eða tæpum 5 þúsund krónum.
Patriots sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þeir báðust afsökunar á málinu og sögðu málið vera undir rannsókn innanhúss.
Leikstjórnandi Patriots, Tom Brady, gaf nýlega út heilsubók þar sem hann ráðleggur fólki að halda sig frá kranavatni.
„Jafnvel þegar verið er að sjóða grænmeti þá er best að sía vatnið fyrst,“ segir í bók Brady. Brady tryggði Patriots sigurinn á lokamínútu leiksins, en hann endaði 36-33 fyrir Patriots.
@Patriots — Loved spending $45 on tap water today... how could you run out of bottles in the 2nd qr? #bestdayever
— jim kappos (@jimkappos) September 24, 2017