Berlínarbúar upplifi niðurstöður kosninganna eins og jarðskjálfti hafi riðið yfir landið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2017 22:38 Þorleifur Örn Arnarsson, rýnir í stjórnmálaástandið í Þýskalandi að afloknum þingkosningum. Mynd/Arnþór Birgisson „Fólki líður í dag eins og sagan sé að endurtaka sig. Þess vegna slær þetta á svo marga strengi í þýskri þjóðarsál,“ segir Þorleifur Arnarsson, leikstjóri, um niðurstöður nýafstaðinna þingkosninga í Þýskalandi en eins og fram hefur komið hlaut þýski þjóðernisflokkurinn AfD 13,5 prósent atkvæða. Þorleifur hefur búið og starfað í Þýskalandi frá árinu 2005 og þekkir því vel til aðstæðna. Berlínarbúar, að sögn Þorleifs, eru felmtri slegnir yfir tíðindunum en hann lýsir andrúmsloftinu í borginni eins og jarðskjálfti hafi riðið yfir. Fylgisaukning AfD hafi komið fólki í opna skjöldu því það hafi síst búist við þessum úrslitum. Hann bendir á að flokkurinn hefði að lokum hlotið prósentu meira en björtustu spár gerðu ráð fyrir. Þorleifur lýsir áhyggjum Berlínarbúa á þá leið að einn yfirmanna leikhúss í Berlín, sem alla jafna hafi mikið jafnaðargeð, hafi sent sér bréf í dag sem hófst á orðunum „Þvílíkur skítadagur eftir þessar ömurlegu kosningar.“ Fólk sé í miklu áfalli og óttist það að sagan sé að endurtaka sig.Tala inn í orðræðu NasistaÚr því talið berst að því að sagan kunni mögulega að endurtaka sig beinir Þorleifur kastljósinu að orðræðu þjóðernisflokksins AfD. Varaformaður flokksins, Alexander Gauland, ávarpaði stuðningsmenn sína þegar línur tóku að skýrast í kosningunum og sagði „við munum elta þau uppi“ (þ. wir werden die jagen). Þorleifur bendir á að orðanotkun varaformannsins sé beintengd við orðræðu Nasista. „Íslenska þýðingin er „að elta þau uppi“ en það er í merkingunni „að fara á veiðar.“ Hann „basically“ segir: Merkel, við munum elta þig uppi hvert sem þú ferð. Þetta jaðrar við morðhótun,“ segir Þorleifur.Tengist djúpri sjálfsmyndakrísuÞorleifur bendir á að í Austur Þýskalandi hafi fjörutíu prósent karlmanna kosið þjóðernisflokk AfD. Hann telur að það eigi sér sögulegar skýringar. Annars vegar tekur Þorleifur mið af því að margir upplifi sig sem hluta af gamla keisaraveldinu innan Þýskalands. Hins vegar segir hann að þetta skýrist auk þess af óánægju meðal íbúa þar sem laun séu lág og atvinnuleysi mikið.Mótmælendur létu óánægju sína í ljós fyrir utan kosningamiðstöð AfD og sögðu hvern einasta Berlínarbúa hata þjóðernisflokk AfD.vísir/gettyMögulega langvinn átökSpurður hvort fólk sé enn að mótmæla svarar Þorleifur: „Það voru náttúrulega gríðarleg mótmæli í gær og ég held að þau muni bara fara vaxandi. Það er erfitt að segja til um hvort þetta voru bara fyrstu viðbrögð en maður hefur á tilfinningunni að umræðan í heild sinni sé að „radikalíserast.“ Það kæmi mér ekki á óvart að við séum að horfa fram á mjög langvinn átök milli hópa í Þýskalandi.“ Úr því að Þorleifur fæst við leikstjórn er ekki úr vegi að spyrja: Er leiksviðið vettvangurinn til að kljást við þær erfiðu spurningar sem við stöndum frammi fyrir? „Leikhúsin hafa stillt sér upp í fremstu röð í þessari umræðu. Í leikhúsinu sem ég starfa í hafa leikarar utan vinnutíma verið með þýskukennslu fyrir innflytjendur,“ segir hann og bætir við að mörg leikhúsanna setji á svið verk sem lúta að trúfrelsi svo dæmi sé tekið. Þorleifur vill brýna fyrir okkur mikilvægi leikhúsanna sem samfélagslegs vettvangs á erfiðum tímum. „Þegar er svona mikill samfélagslegur hávaði, þá getur leikhúsið - þar sem við komum saman til að sjá inn í heim annarra, til að skilja hvort annað betur, til að eiga samtal - verið ótrúlega mikilvægt,“„Yfirleitt fyrstu aðgerðir í átt að fasisma“Spurður út í það hvort Trump-áhrifin séu víða segir Þorleifur að nær öll austurblokkin neiti að taka við einum einasta flóttamanni og bætir við: „Pólland er með nýnasista marserandi í boði ríkistjórnarinnar á aðaltorgum, leikhúsum er lokað og leikhúsmenn eru fangelsaðir í Rússlandi og Póllandi fyrir að tjá skoðanir sínar.“ Þorleifur segir að endingu: „sagan segir okkur mjög skýrt að þetta eru yfirleitt fyrstu aðgerðir í átt að fasisma. Það er að stoppa staðina þar sem málfrelsi er ástundað hvað harðast. Allt í einu kemur þarna brotsjór á þennan eina klett í hafinu.“ Tengdar fréttir Pólitískt og sálrænt áfall fyrir Þjóðverja Þjóðverjar gengu til þingkosninga í dag en samkvæmt útgönguspám eru kristilegir demókratar stærsti flokkurinn fjórða kjörtímabilið í röð. Ríkisstjórnin virðist þó fallin þar sem Jafnaðarmenn vilja ekki áframhaldandi samstarf. Þjóðernissinnar gætu náð um áttatíu mönnum inn á þing gangi spár eftir. 24. september 2017 20:00 Fylgisaukningu þjóðernisflokks ákaft fagnað og mótmælt Marine Le Pen og Geert Wilders fagna með bandamönnum sínum í Þýskalandi. 25. september 2017 00:09 Kristilegir demókratar fóru með sigur af hólmi í þýsku þingkosningunum Angela Merkel sigraði þýski þingkosningarnar. 24. september 2017 18:05 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Fólki líður í dag eins og sagan sé að endurtaka sig. Þess vegna slær þetta á svo marga strengi í þýskri þjóðarsál,“ segir Þorleifur Arnarsson, leikstjóri, um niðurstöður nýafstaðinna þingkosninga í Þýskalandi en eins og fram hefur komið hlaut þýski þjóðernisflokkurinn AfD 13,5 prósent atkvæða. Þorleifur hefur búið og starfað í Þýskalandi frá árinu 2005 og þekkir því vel til aðstæðna. Berlínarbúar, að sögn Þorleifs, eru felmtri slegnir yfir tíðindunum en hann lýsir andrúmsloftinu í borginni eins og jarðskjálfti hafi riðið yfir. Fylgisaukning AfD hafi komið fólki í opna skjöldu því það hafi síst búist við þessum úrslitum. Hann bendir á að flokkurinn hefði að lokum hlotið prósentu meira en björtustu spár gerðu ráð fyrir. Þorleifur lýsir áhyggjum Berlínarbúa á þá leið að einn yfirmanna leikhúss í Berlín, sem alla jafna hafi mikið jafnaðargeð, hafi sent sér bréf í dag sem hófst á orðunum „Þvílíkur skítadagur eftir þessar ömurlegu kosningar.“ Fólk sé í miklu áfalli og óttist það að sagan sé að endurtaka sig.Tala inn í orðræðu NasistaÚr því talið berst að því að sagan kunni mögulega að endurtaka sig beinir Þorleifur kastljósinu að orðræðu þjóðernisflokksins AfD. Varaformaður flokksins, Alexander Gauland, ávarpaði stuðningsmenn sína þegar línur tóku að skýrast í kosningunum og sagði „við munum elta þau uppi“ (þ. wir werden die jagen). Þorleifur bendir á að orðanotkun varaformannsins sé beintengd við orðræðu Nasista. „Íslenska þýðingin er „að elta þau uppi“ en það er í merkingunni „að fara á veiðar.“ Hann „basically“ segir: Merkel, við munum elta þig uppi hvert sem þú ferð. Þetta jaðrar við morðhótun,“ segir Þorleifur.Tengist djúpri sjálfsmyndakrísuÞorleifur bendir á að í Austur Þýskalandi hafi fjörutíu prósent karlmanna kosið þjóðernisflokk AfD. Hann telur að það eigi sér sögulegar skýringar. Annars vegar tekur Þorleifur mið af því að margir upplifi sig sem hluta af gamla keisaraveldinu innan Þýskalands. Hins vegar segir hann að þetta skýrist auk þess af óánægju meðal íbúa þar sem laun séu lág og atvinnuleysi mikið.Mótmælendur létu óánægju sína í ljós fyrir utan kosningamiðstöð AfD og sögðu hvern einasta Berlínarbúa hata þjóðernisflokk AfD.vísir/gettyMögulega langvinn átökSpurður hvort fólk sé enn að mótmæla svarar Þorleifur: „Það voru náttúrulega gríðarleg mótmæli í gær og ég held að þau muni bara fara vaxandi. Það er erfitt að segja til um hvort þetta voru bara fyrstu viðbrögð en maður hefur á tilfinningunni að umræðan í heild sinni sé að „radikalíserast.“ Það kæmi mér ekki á óvart að við séum að horfa fram á mjög langvinn átök milli hópa í Þýskalandi.“ Úr því að Þorleifur fæst við leikstjórn er ekki úr vegi að spyrja: Er leiksviðið vettvangurinn til að kljást við þær erfiðu spurningar sem við stöndum frammi fyrir? „Leikhúsin hafa stillt sér upp í fremstu röð í þessari umræðu. Í leikhúsinu sem ég starfa í hafa leikarar utan vinnutíma verið með þýskukennslu fyrir innflytjendur,“ segir hann og bætir við að mörg leikhúsanna setji á svið verk sem lúta að trúfrelsi svo dæmi sé tekið. Þorleifur vill brýna fyrir okkur mikilvægi leikhúsanna sem samfélagslegs vettvangs á erfiðum tímum. „Þegar er svona mikill samfélagslegur hávaði, þá getur leikhúsið - þar sem við komum saman til að sjá inn í heim annarra, til að skilja hvort annað betur, til að eiga samtal - verið ótrúlega mikilvægt,“„Yfirleitt fyrstu aðgerðir í átt að fasisma“Spurður út í það hvort Trump-áhrifin séu víða segir Þorleifur að nær öll austurblokkin neiti að taka við einum einasta flóttamanni og bætir við: „Pólland er með nýnasista marserandi í boði ríkistjórnarinnar á aðaltorgum, leikhúsum er lokað og leikhúsmenn eru fangelsaðir í Rússlandi og Póllandi fyrir að tjá skoðanir sínar.“ Þorleifur segir að endingu: „sagan segir okkur mjög skýrt að þetta eru yfirleitt fyrstu aðgerðir í átt að fasisma. Það er að stoppa staðina þar sem málfrelsi er ástundað hvað harðast. Allt í einu kemur þarna brotsjór á þennan eina klett í hafinu.“
Tengdar fréttir Pólitískt og sálrænt áfall fyrir Þjóðverja Þjóðverjar gengu til þingkosninga í dag en samkvæmt útgönguspám eru kristilegir demókratar stærsti flokkurinn fjórða kjörtímabilið í röð. Ríkisstjórnin virðist þó fallin þar sem Jafnaðarmenn vilja ekki áframhaldandi samstarf. Þjóðernissinnar gætu náð um áttatíu mönnum inn á þing gangi spár eftir. 24. september 2017 20:00 Fylgisaukningu þjóðernisflokks ákaft fagnað og mótmælt Marine Le Pen og Geert Wilders fagna með bandamönnum sínum í Þýskalandi. 25. september 2017 00:09 Kristilegir demókratar fóru með sigur af hólmi í þýsku þingkosningunum Angela Merkel sigraði þýski þingkosningarnar. 24. september 2017 18:05 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Pólitískt og sálrænt áfall fyrir Þjóðverja Þjóðverjar gengu til þingkosninga í dag en samkvæmt útgönguspám eru kristilegir demókratar stærsti flokkurinn fjórða kjörtímabilið í röð. Ríkisstjórnin virðist þó fallin þar sem Jafnaðarmenn vilja ekki áframhaldandi samstarf. Þjóðernissinnar gætu náð um áttatíu mönnum inn á þing gangi spár eftir. 24. september 2017 20:00
Fylgisaukningu þjóðernisflokks ákaft fagnað og mótmælt Marine Le Pen og Geert Wilders fagna með bandamönnum sínum í Þýskalandi. 25. september 2017 00:09
Kristilegir demókratar fóru með sigur af hólmi í þýsku þingkosningunum Angela Merkel sigraði þýski þingkosningarnar. 24. september 2017 18:05