Eini leikmaður Steelers sem lét sjá sig í þjóðsöngnum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. september 2017 23:30 Villanueva er hér einn á meðan þjóðsöngur Bandaríkjanna var leikinn. vísir/getty Öll lið NFL-deildarinnar tóku þátt í mótmælum í gær sem var beint að forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Hann virðir ekki tjáningarfrelsi leikmanna og vill láta reka leikmenn sem neita að standa er þjóðsöngurinn er leikinn. Pittsburgh Steelers tók þann pólinn í hæðina að bíða inn í klefa á meðan þjóðsöngurinn var leikinn. Önnur lið héldust jafnvel í hendur. Þá annað hvort standandi eða krjúpandi. Alejandro Villanueva var aftur á móti sá eini liði Steelers sem mætti út á völl er þjóðsöngurinn var leikinn. Hann fór niður göngin og stóð við enda ganganna er þjóðsöngurinn var leikinn. Villanueva er fyrrum hermaður og sinnti meðal annars herskyldu í Afganistan. Hann vildi ekki að spjótin myndu beinast að sér er Steelers var að skipuleggja sín mótmæli. Það er ein ástæðan fyrir því að ákveðið var að bíða inn í klefa. Villanueva virðist ekki hafa verið tilbúinn að taka þátt í því á endanum þar sem hann fór einn út. Hann gaf ekki færi á viðtali eftir leik en félagar hans sögðust vel skilja að hann hefði ákveðið að fara út á völlinn fyrir þjóðsönginn. Leikmaðurinn er eðlilega mikið í fréttum í dag út af málinu. Þjóðsöngvamótmælin hafa klofið Bandaríkin í tvennt og þeir sem styðja Villanueva kaupa nú treyju hans í bílförmum. NFL Tengdar fréttir Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaður Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. 25. september 2017 09:00 Mátti ekki fagna eins og pissandi hundur Odell Beckham Jr. sýndi snilldartakta í gær þegar hann skorað tvö snertimörk með stuttu millibili fyrir lið sitt New York Giants í NFL-deildinni. 25. september 2017 13:45 Trump virðist hafa meiri áhyggjur af NFL-deildinni en Norður Kóreu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að vera með hugann við heimsmálin enda æðsti maður áhrifamestu þjóðar heims og nóg um að vera bæði heima og erlendis. 25. september 2017 16:15 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira
Öll lið NFL-deildarinnar tóku þátt í mótmælum í gær sem var beint að forseta Bandaríkjanna, Donald Trump. Hann virðir ekki tjáningarfrelsi leikmanna og vill láta reka leikmenn sem neita að standa er þjóðsöngurinn er leikinn. Pittsburgh Steelers tók þann pólinn í hæðina að bíða inn í klefa á meðan þjóðsöngurinn var leikinn. Önnur lið héldust jafnvel í hendur. Þá annað hvort standandi eða krjúpandi. Alejandro Villanueva var aftur á móti sá eini liði Steelers sem mætti út á völl er þjóðsöngurinn var leikinn. Hann fór niður göngin og stóð við enda ganganna er þjóðsöngurinn var leikinn. Villanueva er fyrrum hermaður og sinnti meðal annars herskyldu í Afganistan. Hann vildi ekki að spjótin myndu beinast að sér er Steelers var að skipuleggja sín mótmæli. Það er ein ástæðan fyrir því að ákveðið var að bíða inn í klefa. Villanueva virðist ekki hafa verið tilbúinn að taka þátt í því á endanum þar sem hann fór einn út. Hann gaf ekki færi á viðtali eftir leik en félagar hans sögðust vel skilja að hann hefði ákveðið að fara út á völlinn fyrir þjóðsönginn. Leikmaðurinn er eðlilega mikið í fréttum í dag út af málinu. Þjóðsöngvamótmælin hafa klofið Bandaríkin í tvennt og þeir sem styðja Villanueva kaupa nú treyju hans í bílförmum.
NFL Tengdar fréttir Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaður Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. 25. september 2017 09:00 Mátti ekki fagna eins og pissandi hundur Odell Beckham Jr. sýndi snilldartakta í gær þegar hann skorað tvö snertimörk með stuttu millibili fyrir lið sitt New York Giants í NFL-deildinni. 25. september 2017 13:45 Trump virðist hafa meiri áhyggjur af NFL-deildinni en Norður Kóreu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að vera með hugann við heimsmálin enda æðsti maður áhrifamestu þjóðar heims og nóg um að vera bæði heima og erlendis. 25. september 2017 16:15 Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Allir vonsviknir af velli í Varazdin Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Sjá meira
Leikmennirnir létu ekki sjá sig þegar þjóðsöngurinn var spilaður Gagnrýni Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á leikmenn NFL-deildarinnar fór mjög illa í alla tengdum NFL-deildinni hvort sem það voru leikmenn eða forráðamenn liðanna. 25. september 2017 09:00
Mátti ekki fagna eins og pissandi hundur Odell Beckham Jr. sýndi snilldartakta í gær þegar hann skorað tvö snertimörk með stuttu millibili fyrir lið sitt New York Giants í NFL-deildinni. 25. september 2017 13:45
Trump virðist hafa meiri áhyggjur af NFL-deildinni en Norður Kóreu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætti að vera með hugann við heimsmálin enda æðsti maður áhrifamestu þjóðar heims og nóg um að vera bæði heima og erlendis. 25. september 2017 16:15